Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2018 21:15 Álverið í Straumsvík tók til starfa árið 1969 og verður því fimmtugt á næsta ári. Mynd/Stöð 2. Álframleiðsla verður áfram í Straumsvík um langa framtíð. Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Rio Tinto tilkynnti í haust að álverið í Straumsvík væri til sölu og nú er kominn kaupandi, hið norska Hydro. „Mér líst vel á það. Það er mjög gott að þessu ferli er þannig séð lokið og komið fast tilboð frá Norsk Hydro, sem er alvöru álframleiðandi. Þannig að við erum bara kampakát hér,” segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Kaupin eru með fyrirvörum, svo sem um samþykki samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins. Talsmaður Hydro, Ola Sæter, segir félagið vilja styrkja álframleiðslu sína með kaupunum. „Álframleiðsla er sú málmframleiðsla sem vex hraðast í heiminum. Eftirspurnin er meiri en eftir nokkrum öðrum málmi,” segir Ola Sæter. „Ál sem er framleitt með endurnýjanlegri orku, eins og er í Noregi og hérna á Íslandi, það er með slíkum málmi og slíkri framleiðslu sem við viljum mæta vaxandi eftirspurn markaðarins.” Ola Sæter, framkvæmdastjóri hjá Hydro Aluminium.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Norsk Hydro áformaði fyrir sextán árum að reisa álver á Reyðarfirði en frestaði ákvörðun sem varð til þess að Alcoa fékk samninginn, og á áttunda áratugnum átti fyrirtækið í viðræðum um álver í Eyjafirði. „Norðmenn eru nú okkar vinaþjóð og frændþjóð. Norsk Hydro er bara þekkt fyrir að vera góður álframleiðandi og góður vinnuveitandi,” segir Rannveig. Því hefur af og til verið varpað fram í umræðu hvort kominn sé tími á að þessu elsta álveri Íslands verði lokað en það verður fimmtugt á næsta ári. Þessi kaup núna eru skilaboð um allt annað. „Þótt hlutar þessa álvers séu fimmtíu ára þá eru ekki mörg ár síðan verksmiðjan fjárfesti í nútímatækni sem uppfyllir ströngustu kröfur vandlátustu viðskiptavina í Evrópu, hvort sem það er í byggingariðnaði eða bílaiðnaði. Svo þetta er nútímalegt og vel rekið álver hérna hjá Ísal,” segir Ola Sæter frá Hydro. En hvað segir þetta um framtíðina í Straumsvík? Hvað á álverið marga áratugi eftir? „Bara álíka marga og það á að baki,” svarar Rannveig. „Hvort sem það eru fimmtíu ár eða ekki, þá er þetta álver til framtíðar,” svarar framkvæmdastjóri Hydro, Ola Sæter. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Fá milljarð í tekjur fyrir að hanna álver Norsk Hydro Verkfræðileg hönnun nýs álvers, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum íslenskra verkfræðistofa. 26. febrúar 2016 20:00 Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Álframleiðsla verður áfram í Straumsvík um langa framtíð. Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Rio Tinto tilkynnti í haust að álverið í Straumsvík væri til sölu og nú er kominn kaupandi, hið norska Hydro. „Mér líst vel á það. Það er mjög gott að þessu ferli er þannig séð lokið og komið fast tilboð frá Norsk Hydro, sem er alvöru álframleiðandi. Þannig að við erum bara kampakát hér,” segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Kaupin eru með fyrirvörum, svo sem um samþykki samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins. Talsmaður Hydro, Ola Sæter, segir félagið vilja styrkja álframleiðslu sína með kaupunum. „Álframleiðsla er sú málmframleiðsla sem vex hraðast í heiminum. Eftirspurnin er meiri en eftir nokkrum öðrum málmi,” segir Ola Sæter. „Ál sem er framleitt með endurnýjanlegri orku, eins og er í Noregi og hérna á Íslandi, það er með slíkum málmi og slíkri framleiðslu sem við viljum mæta vaxandi eftirspurn markaðarins.” Ola Sæter, framkvæmdastjóri hjá Hydro Aluminium.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Norsk Hydro áformaði fyrir sextán árum að reisa álver á Reyðarfirði en frestaði ákvörðun sem varð til þess að Alcoa fékk samninginn, og á áttunda áratugnum átti fyrirtækið í viðræðum um álver í Eyjafirði. „Norðmenn eru nú okkar vinaþjóð og frændþjóð. Norsk Hydro er bara þekkt fyrir að vera góður álframleiðandi og góður vinnuveitandi,” segir Rannveig. Því hefur af og til verið varpað fram í umræðu hvort kominn sé tími á að þessu elsta álveri Íslands verði lokað en það verður fimmtugt á næsta ári. Þessi kaup núna eru skilaboð um allt annað. „Þótt hlutar þessa álvers séu fimmtíu ára þá eru ekki mörg ár síðan verksmiðjan fjárfesti í nútímatækni sem uppfyllir ströngustu kröfur vandlátustu viðskiptavina í Evrópu, hvort sem það er í byggingariðnaði eða bílaiðnaði. Svo þetta er nútímalegt og vel rekið álver hérna hjá Ísal,” segir Ola Sæter frá Hydro. En hvað segir þetta um framtíðina í Straumsvík? Hvað á álverið marga áratugi eftir? „Bara álíka marga og það á að baki,” svarar Rannveig. „Hvort sem það eru fimmtíu ár eða ekki, þá er þetta álver til framtíðar,” svarar framkvæmdastjóri Hydro, Ola Sæter. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Fá milljarð í tekjur fyrir að hanna álver Norsk Hydro Verkfræðileg hönnun nýs álvers, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum íslenskra verkfræðistofa. 26. febrúar 2016 20:00 Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Fá milljarð í tekjur fyrir að hanna álver Norsk Hydro Verkfræðileg hönnun nýs álvers, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum íslenskra verkfræðistofa. 26. febrúar 2016 20:00
Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15