Fá milljarð í tekjur fyrir að hanna álver Norsk Hydro Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2016 20:00 Verkfræðileg hönnun nýs álvers Norsk Hydro, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum þriggja íslenskra verkfræðistofa og skilar einum milljarði króna í gjaldeyristekjur til Íslands. Álver Norsk Hydro er á Karmöy skammt frá Haugasundi. Fyrr í vikunni sagði Stöð 2 frá þeirri ákvörðun fyrirtækisins að byggja við hlið þess nýtt tilraunaálver, sem þarf bæði minni raforku og mengar minna en önnur álver. Erna Solberg forsætisráðherra var viðstödd þegar þessi 65 milljarða króna fjárfesting var kynnt enda segja menn í Noregi að þetta verði kannski stærsta framlag Norðmanna til umhverfismála heimsins til þessa. En það er íslensk hlið á þessu máli. Í turni við Urðarhvarf í Kópavogi eru tugir íslenskra verk- og tæknifræðinga að hanna norska álverið. Þeir koma frá þremur verkfræðistofum; Mannviti, Verkís og HRV. Verkefninu fylgja slík viðskiptaleyndarmál að á sumum vinnusvæðum var okkur ekki leyfð myndataka.Um þrjátíu manns vinna við hönnun álversins þessa dagana á vegum þriggja íslenskra verkfræðistofa.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Við sjáum um verkfræðihönnun og við sjáum um alla stjórnun og innkaup og byggingarstjórnun á svæðinu, öll öryggismál. Þannig að þetta er mun umfangsmeira en bara verkfræðihönnun,” segir Skapti Valsson, forstjóri HRV. Svo viðamikið er verkefnið að hópurinn, sem kemur að því, fyllir heila vinnuálmu, alls um þrjátíu manns, en að jafnaði um tuttugu manns yfir tveggja til þriggja ára tímabil, að sögn Skapta. En hvað skapar verkefnið miklar tekjur á Íslandi? „Þetta gæti verið af stærðargráðunni milljarður,” svarar forstjóri HRV. Og menn eru stoltir af því að Norsk Hydro skyldi fela Íslendingum verkefnið. „Við erum stoltir af okkar framlagi, það er ekki spurning. Við erum hérna með gríðarlega reyndan og góðan hóp af fólki og margir búnir að vera í tuttugu ár eingöngu í álversverkefnum.” Og ekki bara hérlendis, margir starfsmannanna hönnuðu einnig álver í Svíþjóð. Það er hins vegar vinna fyrir álverin á Íslandi sem skapað hefur verkþekkinguna og reynsluna. „Þarna sannast þetta að ef það er heimamarkaður til þess að þróa einhverja vöru á, - þá er hægt að selja hana erlendis líka. Það á við um þetta,” segir Skapti Valsson.Grafísk mynd af álveri Norsk Hydro á Karmöy, eða Körmt, eins og eyjan heitir í íslenskum fornritum.Grafík/Norsk Hydro. Tengdar fréttir Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Verkfræðileg hönnun nýs álvers Norsk Hydro, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum þriggja íslenskra verkfræðistofa og skilar einum milljarði króna í gjaldeyristekjur til Íslands. Álver Norsk Hydro er á Karmöy skammt frá Haugasundi. Fyrr í vikunni sagði Stöð 2 frá þeirri ákvörðun fyrirtækisins að byggja við hlið þess nýtt tilraunaálver, sem þarf bæði minni raforku og mengar minna en önnur álver. Erna Solberg forsætisráðherra var viðstödd þegar þessi 65 milljarða króna fjárfesting var kynnt enda segja menn í Noregi að þetta verði kannski stærsta framlag Norðmanna til umhverfismála heimsins til þessa. En það er íslensk hlið á þessu máli. Í turni við Urðarhvarf í Kópavogi eru tugir íslenskra verk- og tæknifræðinga að hanna norska álverið. Þeir koma frá þremur verkfræðistofum; Mannviti, Verkís og HRV. Verkefninu fylgja slík viðskiptaleyndarmál að á sumum vinnusvæðum var okkur ekki leyfð myndataka.Um þrjátíu manns vinna við hönnun álversins þessa dagana á vegum þriggja íslenskra verkfræðistofa.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Við sjáum um verkfræðihönnun og við sjáum um alla stjórnun og innkaup og byggingarstjórnun á svæðinu, öll öryggismál. Þannig að þetta er mun umfangsmeira en bara verkfræðihönnun,” segir Skapti Valsson, forstjóri HRV. Svo viðamikið er verkefnið að hópurinn, sem kemur að því, fyllir heila vinnuálmu, alls um þrjátíu manns, en að jafnaði um tuttugu manns yfir tveggja til þriggja ára tímabil, að sögn Skapta. En hvað skapar verkefnið miklar tekjur á Íslandi? „Þetta gæti verið af stærðargráðunni milljarður,” svarar forstjóri HRV. Og menn eru stoltir af því að Norsk Hydro skyldi fela Íslendingum verkefnið. „Við erum stoltir af okkar framlagi, það er ekki spurning. Við erum hérna með gríðarlega reyndan og góðan hóp af fólki og margir búnir að vera í tuttugu ár eingöngu í álversverkefnum.” Og ekki bara hérlendis, margir starfsmannanna hönnuðu einnig álver í Svíþjóð. Það er hins vegar vinna fyrir álverin á Íslandi sem skapað hefur verkþekkinguna og reynsluna. „Þarna sannast þetta að ef það er heimamarkaður til þess að þróa einhverja vöru á, - þá er hægt að selja hana erlendis líka. Það á við um þetta,” segir Skapti Valsson.Grafísk mynd af álveri Norsk Hydro á Karmöy, eða Körmt, eins og eyjan heitir í íslenskum fornritum.Grafík/Norsk Hydro.
Tengdar fréttir Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15