Körfubolti

Sonur Shaq samdi við UCLA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Shareef með foreldrum sínum. Hann er litlu minni en pabbinn.
Shareef með foreldrum sínum. Hann er litlu minni en pabbinn. instagram
Körfuboltagoðsögnin Shaquille O'Neal á efnilegan son sem ætlar sér stóra hluti í körfuboltanum.

Sá heitir Shareef O'Neal og hefur verið hörð barátta hjá bandarísku háskólunum um krafta hans. Strákurinn hefur ákveðið að spila fyrir UCLA-háskólann.

Hann var áður búinn að ákveða að spila fyrir Arizona en það er vesen á mönnum þar og því ákvað hann að skipta um skoðun og fara frekar til UCLA.

O'Neal er í 29. sæti á styrkleikalista yfir mestu efnin sem eru að koma inn í háskólaboltann í ár.  Hann var með 13,9 stig og 6,5 fráköst að meðaltali í leik á móti sem Nike stóð fyrir í sumar. Eins og sjá má hér að neðan eru mamma og pabbi stolt af stráknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×