Fjölmenning á Íslandi - 2 Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 14:28 Ég er búin að skrifa eina grein um fjölmenningu á Íslandi sem var sú fyrsta í röðinni. Ég mun skrifa fleiri greinar um þessi mál á næstunni. Ég var að lesa grein á RÚV þar sem stendur „Brottfall úr skóla er mest á Íslandi og menntunarstig lægst. Á Norðurlöndunum er að meðaltali um 10% nemenda sem hætta í námi, en á Íslandi er hlutfallið um 20%”. Síðar í greininni stendur „Þá koma íslenskir grunnskólanemendur langverst út úr PISA-könnuninni, sem mælir kunnáttu grunnskólanema. Árangri Íslendinga í PISA hefur hrakað mjög frá 2009. Finnar koma enn langbest út úr PISA-könnuninni, en hefur þó hrakað. Á Íslandi er líka mestur munur á getu nemenda af erlendu bergi brotnu og innfæddra.” Í fyrstu greininni nefndi ég þann mun sem er á samsetningu hópa barna og unglinga af erlendum uppruna í Noregi og á Íslandi. Brottfall nemenda úr framhaldsskólum hefur lengi verið áhyggjuefni í Noregi. Þar er hátt hlutfall drengja með fjölmenningarbakgrunn, en stúlkur af þeim bakgrunni eru með hæst hlutfall í háskólamenntun. Þetta er verulegt áhyggjuefni og eflaust margar skýringar á þessu. Ein af mínum kenningum (hypotheses) er að þetta eigi rætur sínar í skólakerfinu. Starfsfólk skóla komi öðru vísi fram við drengi enn stúlkur. Stúlkunum er sinnt meira og þeim er vorkennt að koma úr sínum menningarlega bakgrunni. Drengjunum er kennt um og þeir skammaðir meira og jafnvel sýnd fyrirlitning. Drengir hafa alltaf verið erfiðari í skóla og sitja ekki eins stilltir og stúlkurnar. Líkamsbygging kvenna og karla er ólík, við konur erum frá upphafi með mýkri botn eða betur fóðraðan. Karlmenn eru langt frá því að vera svona vel „fóðraðir” og fitan sest líka framan á þá með árunum. Í Bandaríkjunum er hæst hlutfall nemenda nemenda í sérbekkjum „African American” (Ameríkanar af afrískum uppruna) og næstir koma „hispanic” (spænskumælandi Ameríkanar frá Suður Ameríku). Í bekkjum fyrir ofurgreinda nemendur eru aftur á móti nemendur með rætur frá „Far East” (Austurlöndum fjær) í miklum meirihluta t.d. „Chinese American” (Amerikanar af kínverskum uppruna) og „Japanese American” (Amerikanar af japönskum uppruna). Afríkanar eru þekktir sem miklir íþróttamenn og margir þekktir langhlauparar þaðan. Það er dásamlegt að sjá þá dansa og hreyfa sig. Drengirnir eru hins vegar langt frá því að hafa „mjúkan” botn, og þeirra arfleifð býður ekki upp á að sitja lengi kyrrir og allra síst þegar þeir þurfa að fylgjast með einhverju sem þeir skilja ekki. Er það þá sanngjarnt að skamma þá fyrir það sem þeir geta ekki? Er hægt að kenna þeim án þess að ætlast til að þeir nuddi beinunum tímunum saman við stólinn sinn? Börn þurfa umhyggju og virðingu frá umhverfinu. Skóla ber að draga fram það besta í nemendum og vinna út frá styrk þeirra og ekki veikleika. Það gleymdist svo sannarlega með börn fátækra einstæðra mæðra hér áður fyrr sem sáu kannski fyrir sér með þvottum og skúringum hjá betur megandi. Ég vona að íslenskt samfélag beri gæfu til að afla sér kunnáttu og skilnings á högum barna frá öðrum menningarheimum og gera sér grein fyrir hvers konar óskaplegur mannauður býr í þessum börnum. Þau kunna gríðarlega margt sem við kunnum ekki og til að ná því fram þarf að nýta þekkingu fullorðinna einstaklinga sem eiga rætur í fleiri menningarheimum. Mér er alveg sama um PISA kannanir í sjálfu sér, en mér er samt ekki sama um niðurstöðurnar. Lyftið Íslandi upp í þessum könnunum. Áfram Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er búin að skrifa eina grein um fjölmenningu á Íslandi sem var sú fyrsta í röðinni. Ég mun skrifa fleiri greinar um þessi mál á næstunni. Ég var að lesa grein á RÚV þar sem stendur „Brottfall úr skóla er mest á Íslandi og menntunarstig lægst. Á Norðurlöndunum er að meðaltali um 10% nemenda sem hætta í námi, en á Íslandi er hlutfallið um 20%”. Síðar í greininni stendur „Þá koma íslenskir grunnskólanemendur langverst út úr PISA-könnuninni, sem mælir kunnáttu grunnskólanema. Árangri Íslendinga í PISA hefur hrakað mjög frá 2009. Finnar koma enn langbest út úr PISA-könnuninni, en hefur þó hrakað. Á Íslandi er líka mestur munur á getu nemenda af erlendu bergi brotnu og innfæddra.” Í fyrstu greininni nefndi ég þann mun sem er á samsetningu hópa barna og unglinga af erlendum uppruna í Noregi og á Íslandi. Brottfall nemenda úr framhaldsskólum hefur lengi verið áhyggjuefni í Noregi. Þar er hátt hlutfall drengja með fjölmenningarbakgrunn, en stúlkur af þeim bakgrunni eru með hæst hlutfall í háskólamenntun. Þetta er verulegt áhyggjuefni og eflaust margar skýringar á þessu. Ein af mínum kenningum (hypotheses) er að þetta eigi rætur sínar í skólakerfinu. Starfsfólk skóla komi öðru vísi fram við drengi enn stúlkur. Stúlkunum er sinnt meira og þeim er vorkennt að koma úr sínum menningarlega bakgrunni. Drengjunum er kennt um og þeir skammaðir meira og jafnvel sýnd fyrirlitning. Drengir hafa alltaf verið erfiðari í skóla og sitja ekki eins stilltir og stúlkurnar. Líkamsbygging kvenna og karla er ólík, við konur erum frá upphafi með mýkri botn eða betur fóðraðan. Karlmenn eru langt frá því að vera svona vel „fóðraðir” og fitan sest líka framan á þá með árunum. Í Bandaríkjunum er hæst hlutfall nemenda nemenda í sérbekkjum „African American” (Ameríkanar af afrískum uppruna) og næstir koma „hispanic” (spænskumælandi Ameríkanar frá Suður Ameríku). Í bekkjum fyrir ofurgreinda nemendur eru aftur á móti nemendur með rætur frá „Far East” (Austurlöndum fjær) í miklum meirihluta t.d. „Chinese American” (Amerikanar af kínverskum uppruna) og „Japanese American” (Amerikanar af japönskum uppruna). Afríkanar eru þekktir sem miklir íþróttamenn og margir þekktir langhlauparar þaðan. Það er dásamlegt að sjá þá dansa og hreyfa sig. Drengirnir eru hins vegar langt frá því að hafa „mjúkan” botn, og þeirra arfleifð býður ekki upp á að sitja lengi kyrrir og allra síst þegar þeir þurfa að fylgjast með einhverju sem þeir skilja ekki. Er það þá sanngjarnt að skamma þá fyrir það sem þeir geta ekki? Er hægt að kenna þeim án þess að ætlast til að þeir nuddi beinunum tímunum saman við stólinn sinn? Börn þurfa umhyggju og virðingu frá umhverfinu. Skóla ber að draga fram það besta í nemendum og vinna út frá styrk þeirra og ekki veikleika. Það gleymdist svo sannarlega með börn fátækra einstæðra mæðra hér áður fyrr sem sáu kannski fyrir sér með þvottum og skúringum hjá betur megandi. Ég vona að íslenskt samfélag beri gæfu til að afla sér kunnáttu og skilnings á högum barna frá öðrum menningarheimum og gera sér grein fyrir hvers konar óskaplegur mannauður býr í þessum börnum. Þau kunna gríðarlega margt sem við kunnum ekki og til að ná því fram þarf að nýta þekkingu fullorðinna einstaklinga sem eiga rætur í fleiri menningarheimum. Mér er alveg sama um PISA kannanir í sjálfu sér, en mér er samt ekki sama um niðurstöðurnar. Lyftið Íslandi upp í þessum könnunum. Áfram Ísland.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun