Viðskipti innlent

Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni

Kristján Már Unnarsson skrifar
Séð yfir hvelfingu Fljótsdalsstöðvar. Þar er orkan frá Kárahnjúkum virkjuð.
Séð yfir hvelfingu Fljótsdalsstöðvar. Þar er orkan frá Kárahnjúkum virkjuð. Vísir/Vilhelm.

Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. Þetta gerist á sama tíma og tvær stórvirkjanir eru í smíðum. 

Þetta kemur fram í ársreikningum Landsvirkjunar sem birtir voru í dag. Forstjórinn, Hörður Arnarson, segir að tekjur hafi verið þær hæstu í sögu fyrirtækisins. Met hafi verið slegin, bæði í orkusölu og orkuframleiðslu, en alls nam seld raforka 14,3 tervattstundum, sem var yfir fimm prósenta aukning frá fyrra ári.

Frá Alcoa Fjarðaáli í Reyðarfirði. Álverð hækkaði um 23 prósent milli ára, sem skilar Landsvirkjun hærri tekjum. Vísir/Pjetur.

Fimm virkjanir hafi slegið vinnslumet, Kárahnjúkar, Sigalda, Búðarháls, Sultartangi og Steingrímsstöð. Ytri aðstæður hafi einnig verið hagstæðar og verð á áli hækkað um 23 prósent á milli ára en hluti raforkusamninga er tengdur álverði. 

Þá hafi tvær virkjanir verið í smíðum. Fyrsti áfangi Þeistareykjavirkjunar var gangsettur í nóvember og stefnt er að gangsetningu Búrfellsvirkjunar tvö um mitt þetta ár.

Frá Þeistareykjum. Átta borholur skila nú 110 megavatta orku. Stöð 2/Arnar Halldórsson.

Í fréttatilkynningu Landsvirkjunar kemur fram að hagnaður fyrir fjármagnsliði sé sá mælikvarði sem félagið horfi til þegar metinn sé grunnrekstur fyrirtæksins. Hann hafi aldrei verið meiri og numið sextán milljörðum króna. 

Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um afkomu Landsvirkjunar:
 


Tengdar fréttir

Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja

Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.