Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Kristján Már Unnarsson skrifar 15. febrúar 2018 20:45 Séð yfir hvelfingu Fljótsdalsstöðvar. Þar er orkan frá Kárahnjúkum virkjuð. Vísir/Vilhelm. Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. Þetta gerist á sama tíma og tvær stórvirkjanir eru í smíðum. Þetta kemur fram í ársreikningum Landsvirkjunar sem birtir voru í dag. Forstjórinn, Hörður Arnarson, segir að tekjur hafi verið þær hæstu í sögu fyrirtækisins. Met hafi verið slegin, bæði í orkusölu og orkuframleiðslu, en alls nam seld raforka 14,3 tervattstundum, sem var yfir fimm prósenta aukning frá fyrra ári.Frá Alcoa Fjarðaáli í Reyðarfirði. Álverð hækkaði um 23 prósent milli ára, sem skilar Landsvirkjun hærri tekjum.Vísir/Pjetur.Fimm virkjanir hafi slegið vinnslumet, Kárahnjúkar, Sigalda, Búðarháls, Sultartangi og Steingrímsstöð. Ytri aðstæður hafi einnig verið hagstæðar og verð á áli hækkað um 23 prósent á milli ára en hluti raforkusamninga er tengdur álverði. Þá hafi tvær virkjanir verið í smíðum. Fyrsti áfangi Þeistareykjavirkjunar var gangsettur í nóvember og stefnt er að gangsetningu Búrfellsvirkjunar tvö um mitt þetta ár.Frá Þeistareykjum. Átta borholur skila nú 110 megavatta orku.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í fréttatilkynningu Landsvirkjunar kemur fram að hagnaður fyrir fjármagnsliði sé sá mælikvarði sem félagið horfi til þegar metinn sé grunnrekstur fyrirtæksins. Hann hafi aldrei verið meiri og numið sextán milljörðum króna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um afkomu Landsvirkjunar: Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð. 3. október 2016 19:45 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. Þetta gerist á sama tíma og tvær stórvirkjanir eru í smíðum. Þetta kemur fram í ársreikningum Landsvirkjunar sem birtir voru í dag. Forstjórinn, Hörður Arnarson, segir að tekjur hafi verið þær hæstu í sögu fyrirtækisins. Met hafi verið slegin, bæði í orkusölu og orkuframleiðslu, en alls nam seld raforka 14,3 tervattstundum, sem var yfir fimm prósenta aukning frá fyrra ári.Frá Alcoa Fjarðaáli í Reyðarfirði. Álverð hækkaði um 23 prósent milli ára, sem skilar Landsvirkjun hærri tekjum.Vísir/Pjetur.Fimm virkjanir hafi slegið vinnslumet, Kárahnjúkar, Sigalda, Búðarháls, Sultartangi og Steingrímsstöð. Ytri aðstæður hafi einnig verið hagstæðar og verð á áli hækkað um 23 prósent á milli ára en hluti raforkusamninga er tengdur álverði. Þá hafi tvær virkjanir verið í smíðum. Fyrsti áfangi Þeistareykjavirkjunar var gangsettur í nóvember og stefnt er að gangsetningu Búrfellsvirkjunar tvö um mitt þetta ár.Frá Þeistareykjum. Átta borholur skila nú 110 megavatta orku.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í fréttatilkynningu Landsvirkjunar kemur fram að hagnaður fyrir fjármagnsliði sé sá mælikvarði sem félagið horfi til þegar metinn sé grunnrekstur fyrirtæksins. Hann hafi aldrei verið meiri og numið sextán milljörðum króna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um afkomu Landsvirkjunar:
Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð. 3. október 2016 19:45 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31
Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð. 3. október 2016 19:45