Rafmagnsjeppinn Jaguar I-Pace í sænskum frosthörkum Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2018 10:21 Jaguar I-Pace er fríður sýnum. Rafknúni sportjeppinn Jaguar I-Pace kemur á markað í sumar, en hann var tekinn til kostanna í vikunni í 40°c frosti á snævi og ísalögðu reynsluaksturssvæði fyrirtækisins í norður-Svíþjóð. Þar fékk einn áhugasamra um kaup á nýja bílnum, Svíinn Tony Westerlund, tækifæri til að prófa bílinn til að sannreyna framúrskarandi aksturseiginleikana, stöðugleikann og afl rafmótorsins sem skilar I-Pace úr kyrrstöðu í 100 km/klst á aðeins um 4 sekúndum á þurru undirlagi. Tony Westlund býr norðarlega í Svíþjóð þar sem snjóar mikið á veturna og algengt er að frostið sé um 40°c. Hann hafði því ýmsar spurningar fram að færa varðandi stögugleika I-Pace í snjó og hálku og þáði með þökkum boð um að koma og hitta prófunarteymi Jaguar til að aka bílnum við réttar aðstæður á akstursvæðinu við Arjeplog. Eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan varð Westlund ekki fyrir vonbrigðum með bílinn. I-Pace er fjórhjóladrifinn fimm sæta sportjeppi með tvo rafmótora sem frumsýndur verður í endanlegri útgáfu á bílasýningunni í Genf þann 6. mars. Sérfræðingar Jaguar hafa á undanförnum misserum unnið að margvíslegum og erfiðum prófunum á bílnum við fjölbreyttar aðstæður, bæði í miklum hita í Kaliforníu og núna í sænskum vetrarhörkum til að sannreyna þol og hæfni bílsins, en alls er búið að aka I-Pace tilraunabílum yfir 2,5 milljónir kílómetra víða um heim þar sem aðstæður eru ólíkar. Nú hefur m.a. verið endanlega staðfest að 90kW rafhlöðuna er unnt að hlaða frá 0-80% á innan við 45 mínútum með DC 100kW hleðslutæki samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Jaguar. Drægi hennar er um 500 km og er bíllinn því einstaklega hagkvæmur til daglegra nota hvort sem er í bæjum, borgum eða dreifbýlum sveitum þar sem aðgangur er að hleðslu. Gert er ráð fyrir að fyrstu bílarnir komi til BL síðsumars og þá í nýjan og glæsilegan sýningarsal Jaguar Land Rover við Hestháls í Reykjavík sem opnar innan tíðar. Þess má geta að á aksturssvæði Jaguar Land Rover í norður-Svíþjóð er hægt að bóka sig á 3-4 daga námskeið hjá Jaguar Ice Academy þar sem viðskiptavinir fá leiðsögn í ís- og snjóakstri með vönum kennurum á bílum frá Jaguar og Land Rover. Sjá má frá prófunum á þessum nýja I-Pace rafmagnsjeppa í N-Svíþjóð í myndskeiði hér að neðan. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent
Rafknúni sportjeppinn Jaguar I-Pace kemur á markað í sumar, en hann var tekinn til kostanna í vikunni í 40°c frosti á snævi og ísalögðu reynsluaksturssvæði fyrirtækisins í norður-Svíþjóð. Þar fékk einn áhugasamra um kaup á nýja bílnum, Svíinn Tony Westerlund, tækifæri til að prófa bílinn til að sannreyna framúrskarandi aksturseiginleikana, stöðugleikann og afl rafmótorsins sem skilar I-Pace úr kyrrstöðu í 100 km/klst á aðeins um 4 sekúndum á þurru undirlagi. Tony Westlund býr norðarlega í Svíþjóð þar sem snjóar mikið á veturna og algengt er að frostið sé um 40°c. Hann hafði því ýmsar spurningar fram að færa varðandi stögugleika I-Pace í snjó og hálku og þáði með þökkum boð um að koma og hitta prófunarteymi Jaguar til að aka bílnum við réttar aðstæður á akstursvæðinu við Arjeplog. Eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan varð Westlund ekki fyrir vonbrigðum með bílinn. I-Pace er fjórhjóladrifinn fimm sæta sportjeppi með tvo rafmótora sem frumsýndur verður í endanlegri útgáfu á bílasýningunni í Genf þann 6. mars. Sérfræðingar Jaguar hafa á undanförnum misserum unnið að margvíslegum og erfiðum prófunum á bílnum við fjölbreyttar aðstæður, bæði í miklum hita í Kaliforníu og núna í sænskum vetrarhörkum til að sannreyna þol og hæfni bílsins, en alls er búið að aka I-Pace tilraunabílum yfir 2,5 milljónir kílómetra víða um heim þar sem aðstæður eru ólíkar. Nú hefur m.a. verið endanlega staðfest að 90kW rafhlöðuna er unnt að hlaða frá 0-80% á innan við 45 mínútum með DC 100kW hleðslutæki samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Jaguar. Drægi hennar er um 500 km og er bíllinn því einstaklega hagkvæmur til daglegra nota hvort sem er í bæjum, borgum eða dreifbýlum sveitum þar sem aðgangur er að hleðslu. Gert er ráð fyrir að fyrstu bílarnir komi til BL síðsumars og þá í nýjan og glæsilegan sýningarsal Jaguar Land Rover við Hestháls í Reykjavík sem opnar innan tíðar. Þess má geta að á aksturssvæði Jaguar Land Rover í norður-Svíþjóð er hægt að bóka sig á 3-4 daga námskeið hjá Jaguar Ice Academy þar sem viðskiptavinir fá leiðsögn í ís- og snjóakstri með vönum kennurum á bílum frá Jaguar og Land Rover. Sjá má frá prófunum á þessum nýja I-Pace rafmagnsjeppa í N-Svíþjóð í myndskeiði hér að neðan.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent