Mesta ársfjórðungstap Tesla Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2018 10:28 Tesla Model 3, en erfiðlega gengur að auka framleiðsluna á bílnum. Bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla bregður ekki útaf vananum og skilar stórtæku tapi af rekstri síðasta ársfjórðungs, nú meira en nokkru sinni. Tesla tapaði 68 milljörðum króna á þessum þremur mánuðum og meira en fimmfaldaði tapið frá fjórða ársfjórðungi ársins 2016. Velta Tesla jókst úr 220 milljörðum króna í 330 milljarða á milli þessara ára. Niðurstaðan nú varð til lítillegrar lækkunar hlutabréfa í Tesla, en þau hafa lækkað um 10% á síðustu 12 mánuðum. Tesla seldi 28.425 Model S og Model X bíla og 1.542 Model 3 bíla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, eða alls 29.967 bíla. Mjög hægt gengur að ná upp fjöldaframleiðslu á nýja Model 3 bílnum sem varð þrefalt minni en markaðurinn hafði búist við. Samt segir Tesla að fyrirtækið stefni að 2.500 bíla framleiðslu á viku af Model 3 í enda mars og 5.000 bíla framleiðslu á viku um mitt árið. Miðað við efndirnar fram að þessu telst það vart líklegt. Yfirlýst markmið Tesla fyrir tveimur árum var að framleiða 500.000 bíla árið 2018, en algjörlega óhugsandi er að Tesla takist að fjór- til fimmfalda sölu sína á milli ára. Til dæmis jókst sala Tesla um 28% frá 4. ársfjórðungi 2016 til sama ársfjórðungs í fyrra. Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent
Bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla bregður ekki útaf vananum og skilar stórtæku tapi af rekstri síðasta ársfjórðungs, nú meira en nokkru sinni. Tesla tapaði 68 milljörðum króna á þessum þremur mánuðum og meira en fimmfaldaði tapið frá fjórða ársfjórðungi ársins 2016. Velta Tesla jókst úr 220 milljörðum króna í 330 milljarða á milli þessara ára. Niðurstaðan nú varð til lítillegrar lækkunar hlutabréfa í Tesla, en þau hafa lækkað um 10% á síðustu 12 mánuðum. Tesla seldi 28.425 Model S og Model X bíla og 1.542 Model 3 bíla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, eða alls 29.967 bíla. Mjög hægt gengur að ná upp fjöldaframleiðslu á nýja Model 3 bílnum sem varð þrefalt minni en markaðurinn hafði búist við. Samt segir Tesla að fyrirtækið stefni að 2.500 bíla framleiðslu á viku af Model 3 í enda mars og 5.000 bíla framleiðslu á viku um mitt árið. Miðað við efndirnar fram að þessu telst það vart líklegt. Yfirlýst markmið Tesla fyrir tveimur árum var að framleiða 500.000 bíla árið 2018, en algjörlega óhugsandi er að Tesla takist að fjór- til fimmfalda sölu sína á milli ára. Til dæmis jókst sala Tesla um 28% frá 4. ársfjórðungi 2016 til sama ársfjórðungs í fyrra.
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent