Græn Borgarlína Skúli Helgason skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Umhverfisvernd er ekki lengur bara spurning um pólitíska forgangsröðun heldur beinlínis lykill að framtíð okkar hér á jörðinni. Það er siðferðisleg skylda okkar að bregðast við loftslagsvandanum, og skaðlegum fylgifiskum hans fyrir umhverfi og náttúru. Á sama tíma geta kjarkmiklar aðgerðir á sviði umhverfismála stóraukið lífsgæði borgarbúa. Eitt albesta dæmið um slíka aðgerð er hröð og markviss uppbygging Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt mannfjöldaspám má gera ráð fyrir að íbúum höfuðborgarsvæðisins muni fjölga um 70 þúsund manns fram til 2040 eða um nærri 40%. Ef 75% ferða verða áfram farin í einkabílum mun ferðatími lengjast um meira en helming og umferðatafir um 80%. Uppbygging umferðarmannvirkja sem gætu tekið við slíkum fjölda er óhugsandi vegna himinhrópandi kostnaðar, ósjálfbærrar landnotkunar og neikvæðra umhverfisáhrifa. Reynslan erlendis kennir okkur að breikkun helstu stofnbrauta og mislæg gatnamót eru skammgóður vermir. Akreinarnar fyllast jafnharðan og vegfarendur verða jafn illa, eða verr, settir og áður. Skynsamlegasta leiðin til að takast á við þetta verkefni er kraftmikil uppbygging almenningssamgangna. Þar er Borgarlína langáhrifaríkasta aðgerðin en hún felur í sér að komið verði upp hraðvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu þar sem biðtími styttist til muna niður í 5-7 mínútur á álagstímum og jafnvel allt niður í 2 mínútur ef þörf er á meiri afkastagetu. Borgarlínan verður með forgang á umferðarljósum sem mun auðvelda farþegum að komast hratt og örugglega á milli staða. Lögð verður áhersla á vandaðar yfirbyggðar biðstöðvar, með farmiðasjálfsölum og upplýsingaskiltum sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur. Með uppbyggingu Borgarlínu vinnst afar margt. Slíkt almenningssamgöngukerfi er hagkvæm og vistvæn leið til að auka flutningsgetu milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en einnig innan þeirra. Uppbygging hennar mun gegna lykilhlutverki í uppbyggingu og þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Með Borgarlínu drögum við úr mengun, styttum ferðatíma, aukum lífsgæði og byggjum upp græna borg.Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Umhverfisvernd er ekki lengur bara spurning um pólitíska forgangsröðun heldur beinlínis lykill að framtíð okkar hér á jörðinni. Það er siðferðisleg skylda okkar að bregðast við loftslagsvandanum, og skaðlegum fylgifiskum hans fyrir umhverfi og náttúru. Á sama tíma geta kjarkmiklar aðgerðir á sviði umhverfismála stóraukið lífsgæði borgarbúa. Eitt albesta dæmið um slíka aðgerð er hröð og markviss uppbygging Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt mannfjöldaspám má gera ráð fyrir að íbúum höfuðborgarsvæðisins muni fjölga um 70 þúsund manns fram til 2040 eða um nærri 40%. Ef 75% ferða verða áfram farin í einkabílum mun ferðatími lengjast um meira en helming og umferðatafir um 80%. Uppbygging umferðarmannvirkja sem gætu tekið við slíkum fjölda er óhugsandi vegna himinhrópandi kostnaðar, ósjálfbærrar landnotkunar og neikvæðra umhverfisáhrifa. Reynslan erlendis kennir okkur að breikkun helstu stofnbrauta og mislæg gatnamót eru skammgóður vermir. Akreinarnar fyllast jafnharðan og vegfarendur verða jafn illa, eða verr, settir og áður. Skynsamlegasta leiðin til að takast á við þetta verkefni er kraftmikil uppbygging almenningssamgangna. Þar er Borgarlína langáhrifaríkasta aðgerðin en hún felur í sér að komið verði upp hraðvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu þar sem biðtími styttist til muna niður í 5-7 mínútur á álagstímum og jafnvel allt niður í 2 mínútur ef þörf er á meiri afkastagetu. Borgarlínan verður með forgang á umferðarljósum sem mun auðvelda farþegum að komast hratt og örugglega á milli staða. Lögð verður áhersla á vandaðar yfirbyggðar biðstöðvar, með farmiðasjálfsölum og upplýsingaskiltum sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur. Með uppbyggingu Borgarlínu vinnst afar margt. Slíkt almenningssamgöngukerfi er hagkvæm og vistvæn leið til að auka flutningsgetu milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en einnig innan þeirra. Uppbygging hennar mun gegna lykilhlutverki í uppbyggingu og þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Með Borgarlínu drögum við úr mengun, styttum ferðatíma, aukum lífsgæði og byggjum upp græna borg.Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun