Er efnahagslegur ábati af þjóðgörðum? Halldóra Hreggviðsdóttir skrifar 24. janúar 2018 07:00 Efnahagsleg áhrif þjóðgarða á Íslandi var viðfangsefni Jukka Siltanen í mastersritgerð hans við Háskóla Íslands 2017. Þar kemur fram að efnahagsleg áhrif Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls séu um 3,9 milljarðar króna á ári og þar af séu staðbundin efnahagsleg áhrif um 1,7 milljarðar. Tengja megi 700 störf og yfir 900 milljónir í beinum sköttum við eyðslu gesta í tengslum við heimsóknir í garðinn og að hlutfall efnahagslegra áhrifa miðað við kostnað sé 58:1. Niðurstöðurnar koma ekki á óvart, því svipaðar sögur um efnahagslegan ábata af þjóðgörðum og verndarsvæðum hafa heyrst víðar. Í nýlegri rannsókn um efnahagslegan ábata bandarískra þjóðgarða eftir Cathrine Cullinane Thomas og fleiri kemur fram að gestir þjóðgarða hafi veruleg jákvæð efnahagsleg áhrif á nærsamfélag þeirra. Hlutverk þjóðgarða og annarra verndarsvæða hefur þróast mikið undanfarna áratugi. Við skipulag fyrstu þjóðgarðanna var búseta fólks iðulega ekki leyfð og þannig urðu þeir eylönd, án tengsla við fólkið í landinu. Þetta hefur breyst og nú er lögð áhersla á að uppbygging þeirra sé samvinnuverkefni íbúa, stjórnvalda, landeigenda, atvinnulífs og annarra sem hagsmuna eiga að gæta. Best hefur tekist til við atvinnusköpun og samfélagslega uppbyggingu verndarsvæða og þjóðgarða þar sem „staðarandi svæðis“ hefur markvisst verið dreginn fram og byggt á honum við skipulag og þróun þeirra. Það er gert með því að kortleggja og greina sérkenni, sjálfsmynd og anda svæða og nýta sem hráefni og grunn fyrir stefnumótun, skipulag, markaðssetningu og vöruþróun í þjóðgarðinum eða verndarsvæðinu og nærsvæðum. Jafnframt verður til nauðsynlegur grunnur til að móta sterkt staðarmark (e. brand) sem lýsir þeirri upplifun sem þjóðgarðurinn og nærsvæðið býður, út frá sérkennum í umhverfi og menningu og þeirri þjónustu sem er í boði. Með yfirsýninni sem þannig fæst yfir fjölbreytni náttúru og menningar og þá ólíku upplifun sem njóta má á svæðinu í heild, þá opnast augun fyrir nýjum tengingum og tækifærum, íbúum og atvinnulífi til framdráttar. Staðarmark sem byggir á sérkennum svæðis getur einnig styrkt sjálfsmynd og stolt heimamanna og ýtt undir samstöðu við þróun og eflingu byggðar. Þannig má með þjóðgarði eða verndarsvæði byggja undir heillavænlega þróun í sátt við náttúru og nærumhverfið. Höfundur er framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Alta og FKA-félagskona.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Efnahagsleg áhrif þjóðgarða á Íslandi var viðfangsefni Jukka Siltanen í mastersritgerð hans við Háskóla Íslands 2017. Þar kemur fram að efnahagsleg áhrif Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls séu um 3,9 milljarðar króna á ári og þar af séu staðbundin efnahagsleg áhrif um 1,7 milljarðar. Tengja megi 700 störf og yfir 900 milljónir í beinum sköttum við eyðslu gesta í tengslum við heimsóknir í garðinn og að hlutfall efnahagslegra áhrifa miðað við kostnað sé 58:1. Niðurstöðurnar koma ekki á óvart, því svipaðar sögur um efnahagslegan ábata af þjóðgörðum og verndarsvæðum hafa heyrst víðar. Í nýlegri rannsókn um efnahagslegan ábata bandarískra þjóðgarða eftir Cathrine Cullinane Thomas og fleiri kemur fram að gestir þjóðgarða hafi veruleg jákvæð efnahagsleg áhrif á nærsamfélag þeirra. Hlutverk þjóðgarða og annarra verndarsvæða hefur þróast mikið undanfarna áratugi. Við skipulag fyrstu þjóðgarðanna var búseta fólks iðulega ekki leyfð og þannig urðu þeir eylönd, án tengsla við fólkið í landinu. Þetta hefur breyst og nú er lögð áhersla á að uppbygging þeirra sé samvinnuverkefni íbúa, stjórnvalda, landeigenda, atvinnulífs og annarra sem hagsmuna eiga að gæta. Best hefur tekist til við atvinnusköpun og samfélagslega uppbyggingu verndarsvæða og þjóðgarða þar sem „staðarandi svæðis“ hefur markvisst verið dreginn fram og byggt á honum við skipulag og þróun þeirra. Það er gert með því að kortleggja og greina sérkenni, sjálfsmynd og anda svæða og nýta sem hráefni og grunn fyrir stefnumótun, skipulag, markaðssetningu og vöruþróun í þjóðgarðinum eða verndarsvæðinu og nærsvæðum. Jafnframt verður til nauðsynlegur grunnur til að móta sterkt staðarmark (e. brand) sem lýsir þeirri upplifun sem þjóðgarðurinn og nærsvæðið býður, út frá sérkennum í umhverfi og menningu og þeirri þjónustu sem er í boði. Með yfirsýninni sem þannig fæst yfir fjölbreytni náttúru og menningar og þá ólíku upplifun sem njóta má á svæðinu í heild, þá opnast augun fyrir nýjum tengingum og tækifærum, íbúum og atvinnulífi til framdráttar. Staðarmark sem byggir á sérkennum svæðis getur einnig styrkt sjálfsmynd og stolt heimamanna og ýtt undir samstöðu við þróun og eflingu byggðar. Þannig má með þjóðgarði eða verndarsvæði byggja undir heillavænlega þróun í sátt við náttúru og nærumhverfið. Höfundur er framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Alta og FKA-félagskona.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun