Hvað er þetta rauðbrúna ský sem sést stundum í kringum borgina? Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir skrifar 25. janúar 2018 10:15 Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Le sendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Margir hafa leitað til mín og spurt mig einmitt þessarar spurningar. Fólk tekur eftir rauðbrúnum mekki þegar horft er frá borginni og í átt til fjalla. Í vetur hefur veðurfar verið sérlega hagstætt fyrir mikla loftmengun. Það hafa verið óvenju margar þurrar vetrarstillur á höfuðborgarsvæðinu og að auki eiga sér stundum stað svokölluð hitahvörf þar sem heitara loft þjappast ofan á kaldara loft og hindrar þannig blöndun andrúmsloftsins. Því virkar heita loftið eins og nokkurs konar lok ofan á kalda loftið. Þessi hitahvörf, auk skorts á vindi, eru kjöraðstæður fyrir loftmengandi efni að safnast upp og að auki þyrlast svifryk mjög auðveldlega upp í þessum þurrkum. Við þessar aðstæður ná efnin ekki að þynnast upp og svífa því í andrúmsloftinu allt í kringum okkur. Sýnileiki loftmengandi efna er mismunandi. Til dæmis sjáum við ekki smæstu svifryksagnir berum augum en köfnunarefnisdíoxíð getur verið nokkuð greinilegt. Köfnunarefnisdíoxíð er rauðbrún gastegund og þegar styrkur þess er mikill má oft greina rauðbrúnan mökk í grennd við uppsprettu efnisins. Helsta uppsprettan í þéttbýli er bruni dísilolíu og því kemur það helst úr púströrum dísilbifreiða en þær losa margfalt meira af köfnunarefnisdíoxíði en bensínbílar. Hingað til hefur mesta mengunin mælst við umferðaræðar á háannatíma en frá áramótum 2017-2018 hefur skammtímastyrkur köfnunarefnisdíoxíðs víðsvegar um höfuðborgina mælst meiri en venjan var. Helstu ástæður fyrir þessu eru taldar óhagstætt veðurfar, aukin umferð á höfuðborgarsvæðinu og aukið hlutfall dísilbifreiða í umferðinni.Niðurstaða: köfnuarefnisdíoxið er rauðbrún gastegund sem sést eins og rauðbrúnt ský þegar styrkur efnisins í andrúmsloftinu er hár. Viðkvæmir einstaklingar ættu að forðast útiveru við slíkar aðstæður og fylgjast með loftgæðum á vef Umhverfisstofnunar (loftgæði.is) eða Reykjavíkurborgar (reykjavik.is). Heilsa Mest lesið Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Missti báða foreldra sína í vikunni Lífið Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Lífið Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Menning „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Lífið samstarf Matarboðin sem fólk man eftir Lífið samstarf Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Le sendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Margir hafa leitað til mín og spurt mig einmitt þessarar spurningar. Fólk tekur eftir rauðbrúnum mekki þegar horft er frá borginni og í átt til fjalla. Í vetur hefur veðurfar verið sérlega hagstætt fyrir mikla loftmengun. Það hafa verið óvenju margar þurrar vetrarstillur á höfuðborgarsvæðinu og að auki eiga sér stundum stað svokölluð hitahvörf þar sem heitara loft þjappast ofan á kaldara loft og hindrar þannig blöndun andrúmsloftsins. Því virkar heita loftið eins og nokkurs konar lok ofan á kalda loftið. Þessi hitahvörf, auk skorts á vindi, eru kjöraðstæður fyrir loftmengandi efni að safnast upp og að auki þyrlast svifryk mjög auðveldlega upp í þessum þurrkum. Við þessar aðstæður ná efnin ekki að þynnast upp og svífa því í andrúmsloftinu allt í kringum okkur. Sýnileiki loftmengandi efna er mismunandi. Til dæmis sjáum við ekki smæstu svifryksagnir berum augum en köfnunarefnisdíoxíð getur verið nokkuð greinilegt. Köfnunarefnisdíoxíð er rauðbrún gastegund og þegar styrkur þess er mikill má oft greina rauðbrúnan mökk í grennd við uppsprettu efnisins. Helsta uppsprettan í þéttbýli er bruni dísilolíu og því kemur það helst úr púströrum dísilbifreiða en þær losa margfalt meira af köfnunarefnisdíoxíði en bensínbílar. Hingað til hefur mesta mengunin mælst við umferðaræðar á háannatíma en frá áramótum 2017-2018 hefur skammtímastyrkur köfnunarefnisdíoxíðs víðsvegar um höfuðborgina mælst meiri en venjan var. Helstu ástæður fyrir þessu eru taldar óhagstætt veðurfar, aukin umferð á höfuðborgarsvæðinu og aukið hlutfall dísilbifreiða í umferðinni.Niðurstaða: köfnuarefnisdíoxið er rauðbrún gastegund sem sést eins og rauðbrúnt ský þegar styrkur efnisins í andrúmsloftinu er hár. Viðkvæmir einstaklingar ættu að forðast útiveru við slíkar aðstæður og fylgjast með loftgæðum á vef Umhverfisstofnunar (loftgæði.is) eða Reykjavíkurborgar (reykjavik.is).
Heilsa Mest lesið Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Missti báða foreldra sína í vikunni Lífið Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Lífið Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Menning „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Lífið samstarf Matarboðin sem fólk man eftir Lífið samstarf Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira