Körfubolti

„Dark Horse Dunker“ mættur á Krókinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Davenport í leik í bandaríska háskólakörfuboltanum.  Hér er hann í vörn.
Chris Davenport í leik í bandaríska háskólakörfuboltanum. Hér er hann í vörn. Vísir/Getty

Bikarmeistarar Tindastóls voru ekki lengi að fylla í skarð Brandon Garrett sem þeir létu fara fljótlega eftir bikarúrslitaleikinn.

Stólarnir ætla að vera áfram með tvo bandaríska leikmenn þótt að það megi aðeins vera með einn slíkan inn á vellinum í einu.  Antonio Hester spilar áfram með liðinu en nú er kominn nýr leikmaður á Krókinn.

Feykir segir frá því að Tindastóll hafi samið við Bandaríkjamanniunn Chris Davenport. Chris Davenport er 24 ára gamall frá Atlanta í Georgíu fylki en þetta er 203 sentímetra hár framherji.

Hann lék í fjögur ár með North Florida háslólanum þar sem hann var með 10,6 stig, 6,5 fráköst og 2,6 stoðsendingar að meðaltali í 128 leikjum í háskólaboltanum. Hann var líka með meira eitt varið skot að meðaltali í leik.

Í fréttinni á Feyki segir Stefán Jónsson, formaður körfknattleiksdeildar Tindastóls að búast megi við því að leikmaðurinn verði kominn með leikheimild fljótlega eftir helgi.

Chris Davenport var kallaður „Dark Horse Dunker“ í þessu myndbandi sem sjá má hér fyrir neðan. Greinilega mikill íþróttamaður þarna á ferðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.