Handbolti

Króatar hirtu fimmta sætið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Horvat fagnar einu tíu marka sinna í dag.
Horvat fagnar einu tíu marka sinna í dag. vísir/afp
Króatar luku leik á EM með sóma í dag er liðið vann sigur á Tékkum, 28-27, í leiknum um fimmta sætið á mótinu.

Króatar komu á fljúgandi siglingu inn í leikinn og leiddu með sex marka mun í leikhléinu, 16-10.

Tékkar hafa ekki verið þekktir fyrir að gefast upp á þessu móti og það gerðu þeir heldur ekki í síðari hálfleik. Þeir náðu að minnka muninn í eitt mark, 27-26, er tvær mínútur voru eftir af leiknum og æsispennandi lokakafli fór í hönd.

Tékkar fengu tækifæri til þess að jafna í lokasókninni og setja leikinn í framlengingu en þeir hittu ekki markið.

Zlatko Horvat fór á kostum í liði Króatíu og skoraði tíu mörk í leiknum. Markahæsti leikmaður mótsins, Ondrej Zdrahala, lauk leik með því að skora þrettán mörk. Hann á átján mörk á næstu menn í keppninni um markakóngstitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×