Erlent

Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar handtekinn við mótmæli

Kjartan Kjartansson skrifar
Nokkrir lögreglumenn tók Navalní höndum á mótmælunum í Moskvu. Yfirvöld þar höfðu neitað skipuleggjendum um leyfi fyrir mótmælunum.
Nokkrir lögreglumenn tók Navalní höndum á mótmælunum í Moskvu. Yfirvöld þar höfðu neitað skipuleggjendum um leyfi fyrir mótmælunum. Vísir/AFP
Rússneska lögreglan handtók Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðu landsins, á mótmælum gegn stjórnvöldum í Moskvu. Hreyfing Navalní hvetur Rússa til að sniðganga forsetakosningarnar í mars sem honum hefur verið meinað um að bjóða sig fram í.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að í myndbandi sem birt var á Twitter-síðu Navalní sjáist lögreglumenn snúa hann niður í götuna. Yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir mótmælunum í Moskvu og Pétursborg í dag.

„Handtaka einnar manneskju er þýðingarlaus ef við erum mörg. Einhver, komdu og taktu við af mér,“ tísti Navalní.

Fyrr í dag lokaði lögreglan vefsjónvarpsstöð sem Navalní hefur rekið og lagði hald á búnað. Um 180 manns hafa verið handteknir í aðgerðum lögreglu þar og í mótmælum um Rússland.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×