Mætti með belginn fullan af bjór og frönskum en lokaði markinu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. janúar 2018 10:00 Arpad Sterbik er stórkostlegur markvörður og það sýndi hann í Króatíu. vísir/getty Spænski markvörðurinn Arpad Sterbik fór á kostum í seinni hálfleik í gærkvöldi þegar að Spánn varð Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir sigur á lærisveinum Kristjáns Andréssonar í úrslitaleik EM 2018 í Króatíu. Sterbik lokaði markinu og lagði grunninn að sigri þeirra spænsku. Sterbik, sem fór einnig hamförum á HM 2013 þegar að Spánn varð heimsmeistari á heimavelli, var hættur í markinu hjá spænska landsliðinu en gaf leyfi fyrir því að vera á 28 manna listanum þannig að hægt væri að kalla á hann ef eitthvað kæmi upp á. Svo fór að aðalmarkvörður spænska liðsins, Gonzalo Pérez de Vargas, meiddist og voru þá góð ráð dýr fyrir undanúrslitaleikinn á móti Frakklandi. Sterbik mætti til leiks og kom inn á bara til að reyna að vera vítaköst franska liðsins. Hann varði þrjú af fjórum er Spánn komst alla leið í úrslit. Sterbik spilaði svo allan seinni hálfleikinn í gær og lokaði rammanum en hann var útnefndur maður leiksins í leikslok. Ekki amaleg uppskera að fá þann titil og eina gullmedalíu fyrir að spila minna en heilan leik í heildina á öllu mótinu. En hvernig lagði þessi magnaði markvörður grunninn að því að vera svona tilbúinn í slaginn? „Ég var bara að slappa af heima. Ég var að drekka bjór og éta franskar áður en ég fékk boð um að mæta til Króatíu,“ sagði Arpad Sterbik hreinskilinn eftir sigurinn í gær. Geggjaða vörslu frá því í gærkvöldi og vítin þrjú sem Sterbik varði á móti Frakklandi má sjá hér að neðan. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Gottfridsson mikilvægastur á EM Spánverjar eiga tvo fulltrúa í úrvalsliði Evrópumótsins í handbolta sem gefið var út í dag. 28. janúar 2018 17:30 Spánverjar eru Evrópumeistarar │ Svíar hrundu í seinni hálfleik Spánverjar eru Evrópumeistarar í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Svíum í úrslitaleiknum. 28. janúar 2018 21:03 Frakkar tóku bronsið Frakkar fara heim með bronsverðlaun af Evrópumótinu í Króatíu eftir sigur á Dönum í bronsleiknum, 32-29. 28. janúar 2018 18:43 Svíar fengu silfur Annað Evrópumótið í handbolta í röð var íslenskur þjálfari í úrslitum. Kristjáni Andréssyni tókst þó ekki að leika sama leik og Degi Sigurðssyni, sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum fyrir tveimur árum. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Spænski markvörðurinn Arpad Sterbik fór á kostum í seinni hálfleik í gærkvöldi þegar að Spánn varð Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir sigur á lærisveinum Kristjáns Andréssonar í úrslitaleik EM 2018 í Króatíu. Sterbik lokaði markinu og lagði grunninn að sigri þeirra spænsku. Sterbik, sem fór einnig hamförum á HM 2013 þegar að Spánn varð heimsmeistari á heimavelli, var hættur í markinu hjá spænska landsliðinu en gaf leyfi fyrir því að vera á 28 manna listanum þannig að hægt væri að kalla á hann ef eitthvað kæmi upp á. Svo fór að aðalmarkvörður spænska liðsins, Gonzalo Pérez de Vargas, meiddist og voru þá góð ráð dýr fyrir undanúrslitaleikinn á móti Frakklandi. Sterbik mætti til leiks og kom inn á bara til að reyna að vera vítaköst franska liðsins. Hann varði þrjú af fjórum er Spánn komst alla leið í úrslit. Sterbik spilaði svo allan seinni hálfleikinn í gær og lokaði rammanum en hann var útnefndur maður leiksins í leikslok. Ekki amaleg uppskera að fá þann titil og eina gullmedalíu fyrir að spila minna en heilan leik í heildina á öllu mótinu. En hvernig lagði þessi magnaði markvörður grunninn að því að vera svona tilbúinn í slaginn? „Ég var bara að slappa af heima. Ég var að drekka bjór og éta franskar áður en ég fékk boð um að mæta til Króatíu,“ sagði Arpad Sterbik hreinskilinn eftir sigurinn í gær. Geggjaða vörslu frá því í gærkvöldi og vítin þrjú sem Sterbik varði á móti Frakklandi má sjá hér að neðan.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Gottfridsson mikilvægastur á EM Spánverjar eiga tvo fulltrúa í úrvalsliði Evrópumótsins í handbolta sem gefið var út í dag. 28. janúar 2018 17:30 Spánverjar eru Evrópumeistarar │ Svíar hrundu í seinni hálfleik Spánverjar eru Evrópumeistarar í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Svíum í úrslitaleiknum. 28. janúar 2018 21:03 Frakkar tóku bronsið Frakkar fara heim með bronsverðlaun af Evrópumótinu í Króatíu eftir sigur á Dönum í bronsleiknum, 32-29. 28. janúar 2018 18:43 Svíar fengu silfur Annað Evrópumótið í handbolta í röð var íslenskur þjálfari í úrslitum. Kristjáni Andréssyni tókst þó ekki að leika sama leik og Degi Sigurðssyni, sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum fyrir tveimur árum. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Gottfridsson mikilvægastur á EM Spánverjar eiga tvo fulltrúa í úrvalsliði Evrópumótsins í handbolta sem gefið var út í dag. 28. janúar 2018 17:30
Spánverjar eru Evrópumeistarar │ Svíar hrundu í seinni hálfleik Spánverjar eru Evrópumeistarar í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Svíum í úrslitaleiknum. 28. janúar 2018 21:03
Frakkar tóku bronsið Frakkar fara heim með bronsverðlaun af Evrópumótinu í Króatíu eftir sigur á Dönum í bronsleiknum, 32-29. 28. janúar 2018 18:43
Svíar fengu silfur Annað Evrópumótið í handbolta í röð var íslenskur þjálfari í úrslitum. Kristjáni Andréssyni tókst þó ekki að leika sama leik og Degi Sigurðssyni, sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum fyrir tveimur árum. 29. janúar 2018 06:00