Guðmundur: Ævintýri frá upphafi til enda Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. janúar 2018 12:24 Guðmundur var ekki fjarri því að vinna Asíumótið með Barein en lið hans stóð í fjölþjóðlegu liði Katar. vísir/getty Handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson segir óvíst hvað taki við hjá sér nú þegar Asíumótinu í handbolta er lokið. Þar kom hann liði Barein í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði naumlega gegn Katar. „Ég er á förum aftur til Barein í kvöld og verð þar í nokkra daga áður en ég kem heim. Kannski býður kóngurinn okkur í heimsókn,“ sagði Guðmundur léttur í bragði er Vísir heyrði í honum í Suður-Kóreu í dag. Stóru verkefni lokið hjá okkar manni sem er himinlifandi með uppskeruna.Þreyttur á fjölmiðlafárinu „Þetta er búið að vera eitt ævintýri frá upphafi til enda. Margir skildu ekki af hverju ég fór í þetta starf. Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi. Mig langaði að sjá hvað ég gæti hjálpað svona liði mikið. Ég var líka kominn með nóg af þessu fjölmiðlafári í Danmörku,“ segir Guðmundur en hann segir mikið hafa breyst hjá landsliði Barein síðan hann tók við því. „Liðið er búið að bæta sig rosalega mikið. Er ég kom í ágúst þá gat liðið varla hlaupið hraðaupphlaup skammlaust. Um eitt þúsund hraðaupphlaupsæfingum síðar þá eru þeir nú að verða alveg ágætir. Ég er búinn að kenna þeim að stimpla og leikaðferðir. Það voru engar leikaðferðir áður en ég kom. Það var enginn skilningur á því af hverju þetta og hitt var spilað. Ég þurfti líka að kenna þeim varnarleik og strategíu. Það eru búnir að vera endalausir myndbandsfundir. Þeir hafa aldrei fengið svona tilsögn og þjálfun áður. Það hafa þeir sagt mér. Það er því búið að vera ævintýri að taka þátt í þessu og upplifa svona.“Guðmundur er alltaf líflegur á hliðarlínunni.vísir/gettyStoltur af minni vinnu Þjálfarinn sigursæli segist koma úr þessu ævintýri reynslunni ríkari. „Það er frábært að fá að þjálfa í svona umhverfi og að kynnast öðrum menningarheimi. Varðandi æfingar og hugsun manna. Þetta er allt annað landslag en ég þekki. Ég er mjög stoltur af því hvernig liðið spilaði í úrslitaleiknum gegn Katar og stoltur af minni vinnu. Ég verð bara að segja það og ætla ekkert að draga úr því. Við spilum virkilega vel á móti þrælsterku Katarliði,“ segir Guðmundur en ólíkt hans liði er uppistaðan í liði Katar leikmenn sem Katarar hafa fengið til þess að spila fyrir landslið þjóðarinnar. „Það var öll þjóðin í Barein að fylgjast með þessu og löndin við Persaflóa, fyrir utan Katar, líta á okkur sem sigurvegarana. Þannig tala menn. Ég er bara með heimamenn og þetta eru ekki einu sinni atvinnumenn í íþróttinni. Þeir komast stundum ekki á æfingar út af vinnu.“Ekki rætt við HSÍ Samningur Guðmundar við Barein var fram yfir Asíumótið og því velta menn því eðlilega fyrir sér hvað sé næst á dagskrá hjá þjálfaranum. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun með framhaldið. Ég er mjög þreyttur eftir þetta verkefni. Ég hef gefið jafn mikið af mér hér og ég hef gert annars staðar. Nú er ég búinn að vera í burtu frá fjölskyldunni í tvo mánuði. Ég hef unnið mjög hörðum höndum og er því búinn á því. Það er samt allt opið hjá mér í framhaldinu,“ segir Guðmundur sem ætlar að draga andann rólega næstu misserin. HSÍ er án landsliðsþjálfara þar sem samningur Geirs Sveinssonar við sambandið er að renna út. Hefði Guðmundur áhuga á að taka við íslenska landsliðinu á nýjan leik? „Ég vil ekki tjá mig um það þar sem það er ekki búið að bjóða mér það. Mér finnst því ekki vera við hæfi að tala um það,“ segir Guðmundur en þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að hann sé að fara að taka við liðinu. Þjálfarinn gefur lítið fyrir slíkar sögur. „Það er nú ekki svo. Ég hef ekkert talað við HSÍ og þessar sögur eru ekki réttar. Svona er staðan í dag og við sjáum hvað setur hjá mér næst. Það er allt opið.“ Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur og Barein þurftu að sætta sig við silfur Guðmundur Guðmundsson og hans menn í Barein töpuðu í úrslitaleik Asíumótsins nú í morgun gegn liði Katar 33-31. 28. janúar 2018 10:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson segir óvíst hvað taki við hjá sér nú þegar Asíumótinu í handbolta er lokið. Þar kom hann liði Barein í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði naumlega gegn Katar. „Ég er á förum aftur til Barein í kvöld og verð þar í nokkra daga áður en ég kem heim. Kannski býður kóngurinn okkur í heimsókn,“ sagði Guðmundur léttur í bragði er Vísir heyrði í honum í Suður-Kóreu í dag. Stóru verkefni lokið hjá okkar manni sem er himinlifandi með uppskeruna.Þreyttur á fjölmiðlafárinu „Þetta er búið að vera eitt ævintýri frá upphafi til enda. Margir skildu ekki af hverju ég fór í þetta starf. Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi. Mig langaði að sjá hvað ég gæti hjálpað svona liði mikið. Ég var líka kominn með nóg af þessu fjölmiðlafári í Danmörku,“ segir Guðmundur en hann segir mikið hafa breyst hjá landsliði Barein síðan hann tók við því. „Liðið er búið að bæta sig rosalega mikið. Er ég kom í ágúst þá gat liðið varla hlaupið hraðaupphlaup skammlaust. Um eitt þúsund hraðaupphlaupsæfingum síðar þá eru þeir nú að verða alveg ágætir. Ég er búinn að kenna þeim að stimpla og leikaðferðir. Það voru engar leikaðferðir áður en ég kom. Það var enginn skilningur á því af hverju þetta og hitt var spilað. Ég þurfti líka að kenna þeim varnarleik og strategíu. Það eru búnir að vera endalausir myndbandsfundir. Þeir hafa aldrei fengið svona tilsögn og þjálfun áður. Það hafa þeir sagt mér. Það er því búið að vera ævintýri að taka þátt í þessu og upplifa svona.“Guðmundur er alltaf líflegur á hliðarlínunni.vísir/gettyStoltur af minni vinnu Þjálfarinn sigursæli segist koma úr þessu ævintýri reynslunni ríkari. „Það er frábært að fá að þjálfa í svona umhverfi og að kynnast öðrum menningarheimi. Varðandi æfingar og hugsun manna. Þetta er allt annað landslag en ég þekki. Ég er mjög stoltur af því hvernig liðið spilaði í úrslitaleiknum gegn Katar og stoltur af minni vinnu. Ég verð bara að segja það og ætla ekkert að draga úr því. Við spilum virkilega vel á móti þrælsterku Katarliði,“ segir Guðmundur en ólíkt hans liði er uppistaðan í liði Katar leikmenn sem Katarar hafa fengið til þess að spila fyrir landslið þjóðarinnar. „Það var öll þjóðin í Barein að fylgjast með þessu og löndin við Persaflóa, fyrir utan Katar, líta á okkur sem sigurvegarana. Þannig tala menn. Ég er bara með heimamenn og þetta eru ekki einu sinni atvinnumenn í íþróttinni. Þeir komast stundum ekki á æfingar út af vinnu.“Ekki rætt við HSÍ Samningur Guðmundar við Barein var fram yfir Asíumótið og því velta menn því eðlilega fyrir sér hvað sé næst á dagskrá hjá þjálfaranum. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun með framhaldið. Ég er mjög þreyttur eftir þetta verkefni. Ég hef gefið jafn mikið af mér hér og ég hef gert annars staðar. Nú er ég búinn að vera í burtu frá fjölskyldunni í tvo mánuði. Ég hef unnið mjög hörðum höndum og er því búinn á því. Það er samt allt opið hjá mér í framhaldinu,“ segir Guðmundur sem ætlar að draga andann rólega næstu misserin. HSÍ er án landsliðsþjálfara þar sem samningur Geirs Sveinssonar við sambandið er að renna út. Hefði Guðmundur áhuga á að taka við íslenska landsliðinu á nýjan leik? „Ég vil ekki tjá mig um það þar sem það er ekki búið að bjóða mér það. Mér finnst því ekki vera við hæfi að tala um það,“ segir Guðmundur en þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að hann sé að fara að taka við liðinu. Þjálfarinn gefur lítið fyrir slíkar sögur. „Það er nú ekki svo. Ég hef ekkert talað við HSÍ og þessar sögur eru ekki réttar. Svona er staðan í dag og við sjáum hvað setur hjá mér næst. Það er allt opið.“
Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur og Barein þurftu að sætta sig við silfur Guðmundur Guðmundsson og hans menn í Barein töpuðu í úrslitaleik Asíumótsins nú í morgun gegn liði Katar 33-31. 28. janúar 2018 10:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Guðmundur og Barein þurftu að sætta sig við silfur Guðmundur Guðmundsson og hans menn í Barein töpuðu í úrslitaleik Asíumótsins nú í morgun gegn liði Katar 33-31. 28. janúar 2018 10:00