Umhverfishamfarir að mannavöldum Steinn Kárason skrifar 11. janúar 2018 07:00 Gleðilegt ár kæru landar. „Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn. Þar liggur allt.“ Þessi vísdómsorð mælti forseti Íslands í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar og hafði eftir Vigdísi Grímsdóttur rithöfundi sem á liðnu ári hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Nýja árið hófst hvorki með barngæsku né manngæsku þegar landsmenn, margir hverjir, hófu hefðbundna flugeldaskothríð um áramótin. Eiturefnamagnið náði nýjum hæðum og fór fyrir brjóstið á börnum og fullorðnum þegar hæst stóð. Magn svifryks – eiturefna í hverjum rúmmetra andrúmslofts í Kópavogi mældist 4,500 míkrógrömm - µg/m³. Sólarhringsheilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm í rúmmetra. Styrkur svifryks mældist að sögn 90 sinnum meiri en það sem heilsusamlegt má teljast. Er þetta sýnu verra en ástandið var á höfuðborgarsvæðinu vegna öskufalls frá síðasta eldgosi í Eyjafjallajökli. Skyggni á höfuðborgarsvæðinu fór niður í 700 metra um miðnæturbil. Veður var stillt og var svifrykið á höfuðborgarsvæðinu viðvarandi fram eftir nýársdegi. Mengun vegna flugeldanotkunar er heilsuspillandi, hamfarir af mannavöldum sem þarf að linna. Flugeldar innihalda þungmálma s.s. arsen, blý, kopar, sink og króm, einnig sót og fleiri eiturefni sem eiga greiða leið inn í líkamann um öndunarfæri, jafnvel inn í vefi og blóðrás. Um þrjátíu manns leituðu á bráðamóttöku Landspítalans um áramótin vegna andþrengsla og andnauðar. Umhverfisstofnun telur að allt að 80 ótímabær dauðsföll verði á hverju ári vegna svifryksmengunar. Rannsókn sýnir marktæk tengsl á milli notkunar á astmalyfjum og hás styrks svifryks (PM10) en í Kópavogi mældist ásamt öðrum efnum brennisteinsdíoxíð. Eiturefni og svifryk ýta undir hjartasjúkdóma og spilla jarðvegi og vatni.Létta þarf flugeldaherkvínni Flugeldaslys henda árlega. Fólk hefur látið lífið, tapað sjón og limum af völdum flugelda. Ungmenni slösuðust við flugeldaskot við skátaskála í Þverárdal undir Móskarðshnjúkum. Eitt þeirra missti meðvitund. Maður nokkur fékk kúlu úr skotköku í bakið á gamlárskvöld. Læknir hans segir að maðurinn hafi verið heppinn að sleppa „bara“ með mar. Sölufyrirkomulag flugelda er á þann veg að hægt er að kaupa mikið magn og misnota. Björgunarsveitirnar okkar vinna mikið og gott starf sem ekki verður metið til fjár. Þúsundir sjálfboðaliða í 99 björgunarsveitum starfa á landinu. Starfsemina þarf að fjármagna á annan veg en verið hefur. Liggur beinast við að það verði gert með skattlagningu og frjálsum framlögum fyrirtækja og fólksins í landinu. Fjármögnun björgunarsveitanna er stórt verkefni og ekki mun það duga eitt og sér að selja kaffi og kleinur til fjáröflunar. Flugeldanotkun eins og við Íslendingar höfum tamið okkur er hernaður gegn fólkinu og landinu. Þetta er óþolandi athæfi og á ekki að eiga sér stað. Stjórnvöld, sveitarstjórnir og stöndug fyrirtæki þurfa að taka í taumana með fjárframlögum og létta þannig þeirri flugeldaherkví sem þjóðin er í. Umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra munu nú þegar íhuga viðbrögð. Verum góð við börnin okkar. Lofum þeim að anda léttar. Með ósk um farsæld og heilbrigði á nýju ári. Höfundur er umhverfishagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Gleðilegt ár kæru landar. „Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn. Þar liggur allt.“ Þessi vísdómsorð mælti forseti Íslands í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar og hafði eftir Vigdísi Grímsdóttur rithöfundi sem á liðnu ári hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Nýja árið hófst hvorki með barngæsku né manngæsku þegar landsmenn, margir hverjir, hófu hefðbundna flugeldaskothríð um áramótin. Eiturefnamagnið náði nýjum hæðum og fór fyrir brjóstið á börnum og fullorðnum þegar hæst stóð. Magn svifryks – eiturefna í hverjum rúmmetra andrúmslofts í Kópavogi mældist 4,500 míkrógrömm - µg/m³. Sólarhringsheilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm í rúmmetra. Styrkur svifryks mældist að sögn 90 sinnum meiri en það sem heilsusamlegt má teljast. Er þetta sýnu verra en ástandið var á höfuðborgarsvæðinu vegna öskufalls frá síðasta eldgosi í Eyjafjallajökli. Skyggni á höfuðborgarsvæðinu fór niður í 700 metra um miðnæturbil. Veður var stillt og var svifrykið á höfuðborgarsvæðinu viðvarandi fram eftir nýársdegi. Mengun vegna flugeldanotkunar er heilsuspillandi, hamfarir af mannavöldum sem þarf að linna. Flugeldar innihalda þungmálma s.s. arsen, blý, kopar, sink og króm, einnig sót og fleiri eiturefni sem eiga greiða leið inn í líkamann um öndunarfæri, jafnvel inn í vefi og blóðrás. Um þrjátíu manns leituðu á bráðamóttöku Landspítalans um áramótin vegna andþrengsla og andnauðar. Umhverfisstofnun telur að allt að 80 ótímabær dauðsföll verði á hverju ári vegna svifryksmengunar. Rannsókn sýnir marktæk tengsl á milli notkunar á astmalyfjum og hás styrks svifryks (PM10) en í Kópavogi mældist ásamt öðrum efnum brennisteinsdíoxíð. Eiturefni og svifryk ýta undir hjartasjúkdóma og spilla jarðvegi og vatni.Létta þarf flugeldaherkvínni Flugeldaslys henda árlega. Fólk hefur látið lífið, tapað sjón og limum af völdum flugelda. Ungmenni slösuðust við flugeldaskot við skátaskála í Þverárdal undir Móskarðshnjúkum. Eitt þeirra missti meðvitund. Maður nokkur fékk kúlu úr skotköku í bakið á gamlárskvöld. Læknir hans segir að maðurinn hafi verið heppinn að sleppa „bara“ með mar. Sölufyrirkomulag flugelda er á þann veg að hægt er að kaupa mikið magn og misnota. Björgunarsveitirnar okkar vinna mikið og gott starf sem ekki verður metið til fjár. Þúsundir sjálfboðaliða í 99 björgunarsveitum starfa á landinu. Starfsemina þarf að fjármagna á annan veg en verið hefur. Liggur beinast við að það verði gert með skattlagningu og frjálsum framlögum fyrirtækja og fólksins í landinu. Fjármögnun björgunarsveitanna er stórt verkefni og ekki mun það duga eitt og sér að selja kaffi og kleinur til fjáröflunar. Flugeldanotkun eins og við Íslendingar höfum tamið okkur er hernaður gegn fólkinu og landinu. Þetta er óþolandi athæfi og á ekki að eiga sér stað. Stjórnvöld, sveitarstjórnir og stöndug fyrirtæki þurfa að taka í taumana með fjárframlögum og létta þannig þeirri flugeldaherkví sem þjóðin er í. Umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra munu nú þegar íhuga viðbrögð. Verum góð við börnin okkar. Lofum þeim að anda léttar. Með ósk um farsæld og heilbrigði á nýju ári. Höfundur er umhverfishagfræðingur.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun