Körfubolti

KR sagði Jenkins upp og nýr maður kominn inn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jenkins í baráttunni með KR í vetur
Jenkins í baráttunni með KR í vetur

Karlalið KR í körfubolta hefur fengið nýjan Bandaríkjamann til liðs við sig, en Jalen Jenkins hefur verið sagt upp. Karfan.is greinir frá.

Nýji maðurinn heitir Brandon Penn og er 27 ára framherji, 203 cm og 93 kg. Hann lék með Rider í bandaríska háskólaboltanum áður en hann varð atvinnumaður árið 2012. Síðan þá hefur hann verið í Danmörku, Japan, Grikklandi og Englandi.

Fyrir eru KR-ingar með Zac Carter á mála hjá sér og er hann með samning út 27. janúar.

KR leikur til úrslita í Maltbikarnum gegn Tindastól á morgun og verður Penn gjaldgengur í þann leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.