
Betri þjónusta við ungbarnafjölskyldur
Vanþekking frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins
Eyþór Arnalds, sem nú sækist eftir að verða oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, birti grein í vikunni þar sem hann leggur til að mannekla verði leyst með því að skera niður stjórnunarkostnað sem hafi vaxið til muna að undanförnu. Þetta lýsir yfirgripsmikilli vanþekkingu, því „yfirbyggingin“ á skóla- og frístundasviði hefur minnkað verulega á kjörtímabilinu, stöðugildum miðlægrar skrifstofu hefur fækkað og laun til yfirstjórnar dregist saman um nærri 12% sem hlutfall af heildarlaunum á vettvangi, eða niður í 2,4%.
Betur gengur í ráðningarmálum
Í ágúst sl. vantaði 132 starfsmenn til starfa á leikskóla borgarinnar. Í dag vantar 46 eða 0,7 stöðugildi að meðaltali á hvern leikskóla. Fullmannað er í meirihluta leikskóla og í 8 af hverjum 10 leikskólum vantar frá 0-2 stöðugildi. Þetta er betri staða en á sama tíma í fyrra en vissulega þarf að gera enn betur. Aðgerðir í leikskólamálum sem samþykktar voru í haust eru farnar að skila árangri, samhliða almennri kynningarherferð, markvissri notkun samfélagsmiðla, samstarfi við ráðningarstofur, frjáls félagasamstök o.s.frv.
Nýjar ungbarnadeildir
Leikskólagjöld eru þau lægstu á landinu í Reykjavík, fyrstu ungbarnadeildirnar tóku til starfa í haust og nú er unnið að því að fjölga þeim, með fleiri ungbarnadeildum í þeim hverfum sem eftir standa og þar sem aðstæður eru sérstaklega heppilegar fyrir slíka starfsemi. Við viljum að ungbarnadeildir verði valkostur í öllum hverfum borgarinnar og þar verði hægt að bjóða börnum yngri en 18 mánaða leikskólaþjónustu við hæfi.
Öflugra dagforeldrakerfi
Þjónusta dagforeldra er mikilvægur hlekkur í þjónustukeðjunni við ungbarnafjölskyldur og vilji okkar er til þess að efla það kerfi og styrkja bæði út frá faglegum þáttum, öryggi og áreiðanleika. Sérstakur starfshópur mun leggja fram tillögur um úrbætur á því kerfi fljótlega og vilji okkar stendur til þess að hvetja dagforeldra í auknum mæli til að starfa saman í pörum, til að mæta enn betur óskum foreldra um öruggari og áreiðanlegri þjónustu. Stefnan er sú að hækka endurgreiðslur til foreldra til að draga úr aðstöðumun.
Brúum bilið
Til framtíðar er stefnan að bjóða yngri börnum en 18 mánaða leikskólaþjónustu í áföngum. Það mun kalla á byggingu nýrra leikskóla í öllum borgarhlutum, endurbætur á núverandi húsnæði og átak í að bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks. Við munum vinna með nýjar tillögur starfshóps um betri aðbúnað, meira rými fyrir leik og starf og aukinn stuðning við fagstarfið. Aukin þjónusta við ungbarnafjölskyldur og bætt vinnuumhverfi starfsfólks verða forgangsverkefni í málaflokknum á þessu ári og þeim næstu.
Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Skoðun

Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Seljum börnum nikótín!
Hugi Halldórsson skrifar

Sundrung á vinstri væng
Jökull Sólberg Auðunsson skrifar

Þegar samfélagið missir vinnuna
Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar

Akademískt frelsi og ókurteisi
Kolbeinn H. Stefánsson skrifar

Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu?
Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar

Yfir hverju er verið að brosa?
Árni Kristjánsson skrifar

Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax
Atli Harðarson skrifar

Stjórnvöld sem fjárfestatenglar
Baldur Thorlacius skrifar

Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar?
Einar Jóhannes Guðnason skrifar

Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt?
Stefán Þorri Helgason skrifar

Vindorkuvæðing í skjóli nætur
Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar

Þátttökuverðlaun Þórdísar
Ragnar Þór Pétursson skrifar

Fjármálaráðherra búinn að segja A
Ögmundur Jónasson skrifar

Hagfræði-tilgáta ómeðtekin
Karl Guðlaugsson skrifar

Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit
Friðjón R. Friðjónsson skrifar

Stattu vörð um launin þín
Davíð Aron Routley skrifar

Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt
Ólafur Margeirsson skrifar

Hlustum í eitt skipti á foreldra
Jón Pétur Zimsen skrifar

Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs
Örn Sigurðsson skrifar

Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra
Alma D. Möller skrifar

Vanþekking eða vísvitandi blekkingar?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„I believe the children are our future…“
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon
Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Allt sem ég þarf að gera
Dagbjartur Kristjánsson skrifar

Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB)
Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar

Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar

Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa!
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Notkun ökklabanda
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar