Rúnar Kára: Ekki skúffaður af óréttlæti heldur eru vonbrigðin einungis út í mig sjálfan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2018 14:30 Rúnar Kárason. Vísir/Ernir Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason hefur í dag gert upp Evrópumótið í Króatíu á Twitter-reikningi sínum en íslenska handboltalandsliðið missti af sæti í millriðli þrátt fyrir að vinna sannfærandi sigur á Svíum í fyrsta leik sínum. Rúnar var með tíu mörk í þremur leikjum á EM 2018 og skotnýting hans var 46 prósent. Rúnar byrjaði á því að tala um EM 2016 þar sem íslenska liðið missti líka af sæti í millriðli þrátt fyrir frábæran sigur á Noregi í fyrsta leik. „Eitt stærsta persónulega svekkelsi mitt sem handboltamaður var EM í Póllandi, ég hef unnið í mínum málum síðan til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur,“ skrifaði Rúnar en bætti svo við. „Þetta mót er þar af leiðandi svekkelsi af sömu stærðargráðu, nema í staðinn fyrir að vera skúffaður af óréttlæti eru vonbrigðin einungis út í mig sjálfan,“ skrifaði Rúnar.Þetta mót er þar af leiðandi svekkelsi af sömu stærðargráðu, nema í staðinn fyrir að vera skúffaður af óréttlæti eru vonbrigðin einungis út í mig sjálfan — Rúnar Kárason (@runarkarason) January 18, 2018 Rúnar er staðráðinn að gera árið 2018 að betra ári en árið í fyrra. Hann þarf að fá að spila meira með sínu félagsliði og tekst vonandi að koma sér í betri aðstæður. „Og það er bara hægt að halda áfram, ég veit það. Er sannfærður um að með eigin eljusemi og nýju liði á næsta ári eigi ég eftir að byrja sjá það besta frá sjálfum mér,“ skrifaði Rúnar. Hann hefur líka fengið stuðning á samfélagsmiðlum og er þakklátur fyrir það: „Takk fyrir stuðningin, sorry með skituna. Góðir hlutir munu gerast, um það er ég handviss,“ skrifaði Rúnar. EM 2018 í handbolta Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason hefur í dag gert upp Evrópumótið í Króatíu á Twitter-reikningi sínum en íslenska handboltalandsliðið missti af sæti í millriðli þrátt fyrir að vinna sannfærandi sigur á Svíum í fyrsta leik sínum. Rúnar var með tíu mörk í þremur leikjum á EM 2018 og skotnýting hans var 46 prósent. Rúnar byrjaði á því að tala um EM 2016 þar sem íslenska liðið missti líka af sæti í millriðli þrátt fyrir frábæran sigur á Noregi í fyrsta leik. „Eitt stærsta persónulega svekkelsi mitt sem handboltamaður var EM í Póllandi, ég hef unnið í mínum málum síðan til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur,“ skrifaði Rúnar en bætti svo við. „Þetta mót er þar af leiðandi svekkelsi af sömu stærðargráðu, nema í staðinn fyrir að vera skúffaður af óréttlæti eru vonbrigðin einungis út í mig sjálfan,“ skrifaði Rúnar.Þetta mót er þar af leiðandi svekkelsi af sömu stærðargráðu, nema í staðinn fyrir að vera skúffaður af óréttlæti eru vonbrigðin einungis út í mig sjálfan — Rúnar Kárason (@runarkarason) January 18, 2018 Rúnar er staðráðinn að gera árið 2018 að betra ári en árið í fyrra. Hann þarf að fá að spila meira með sínu félagsliði og tekst vonandi að koma sér í betri aðstæður. „Og það er bara hægt að halda áfram, ég veit það. Er sannfærður um að með eigin eljusemi og nýju liði á næsta ári eigi ég eftir að byrja sjá það besta frá sjálfum mér,“ skrifaði Rúnar. Hann hefur líka fengið stuðning á samfélagsmiðlum og er þakklátur fyrir það: „Takk fyrir stuðningin, sorry með skituna. Góðir hlutir munu gerast, um það er ég handviss,“ skrifaði Rúnar.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni