Metmengun þrátt fyrir aðvaranir – hvað nú? Hrund Ólöf Andradóttir skrifar 4. janúar 2018 07:00 Óhófleg notkun flugelda olli umhverfisslysi á höfuðborgarsvæðinu. Met svifryksmengun sem samsvaraði 90 földum heilsuverndarmörkum mældist stuttu eftir áramót við Dalsmára í Kópavogi. Mengunin flokkaðist sem hættuleg í marga klukkutíma um nóttina skv. fimm þrepa loftgæðastaðli (e. Air Quality Index). Á annan tug manna leituðu á bráðamóttöku vegna andþyngsla. Þetta er í annað sinn í röð sem mjög há svifryksmengun mælist um áramót, þrátt fyrir víðtæka umfjöllun um yfirvofandi mengunarslys.Er „fullkomlega óábyrgt stjórnleysi“ frábært? Erlendir gestir lýstu flugeldagleðinni sem „sturlaðri sýningu“, „fullkomlega óábyrgt“ og „við vorum mjög hrifin“ í kvöldfréttum RÚV á nýárskvöld. Einnig var nefnt að „flugeldarnir þutu upp úr öllum áttum“, „svo mikil óreiða“, „við vorum eiginlega skelfingu lostin“ og „að í Bandaríkjunum væri búið að stöðva þetta fyrir að vera hættulegt og stjórnlaust“. Meðan algert stjórnleysi getur verið skemmtileg tilbreyting fyrir ferðamenn sem heimsækja landið einu sinni á ævinni, gegnir það sama fyrir íbúana sem upplifa tilheyrandi mengunarský og rusl árlega? Hvert gramm af mengun sem losað er í umhverfið er baggi fyrir framtíðarkynslóðir. Sumir telja að þetta sé jú bara dropi í hafið, bara einn dagur á ári, en þegar droparnir frá hverjum ármótum, bílaumferð og öðrum mengunaruppsprettum leggjast saman yfir áratugina þá kemur að því að „margt smátt gerir eitt stórt“, eins og máltakið segir. Langvarandi innöndun mengunar er mesta umhverfisvandamál heimsins skv. Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.Aðgerðir eru nauðsynlegar Ef við viljum standa undir nafni að vera hreint land, með fyrirmyndar umhverfisgæði, þá þurfum við að sýna það í verki. Svifryksmælingarnar í höfuðborginni sl. tvenn áramót eru ákall um að grípa inn í og takmarka flugeldaskot. Það verður að leita leiða fyrir sjálfbæra áramótagleði sem reynir eftir fremsta megni að þjóna sem breiðustu hagsmunum og ná sem mestri sátt. Sem dæmi mætti stofna nefnd sem ynni tillögur sem styðji við stefnumótun stjórnvalda „hreint loft til framtíðar“ sem kom út sl. nóvember. Nefndin yrði skipuð að fulltrúum hagmunaðila s.s. Landsbjörg, fagfólks í umhverfismálum og heilsuvernd, svo og fulltrúa ferðaþjónustu, íbúa, og þjóðfélagshópa viðkvæma fyrir loftmengun eins og barna, aldraðra og lungnasjúklinga.Víðtæk samræða Góð lausn er grunduð á víðtækri samræðu sem tekur á mörgum sjónarhornum. Svara þarf spurningum eins og: Eru flugeldar venjuleg heimilisvara eða sértæk vara? Hversu miklu magni af flugeldum má skjóta upp? Hverjir eiga að skjóta flugeldum? Hvar, hvenær og hversu lengi ætti að skjóta flugeldum? Hvernig getum við aukið gegnsæi á efnainnihald flugelda? Hvernig eiga björgunarsveitirnar að fjármagna sig? Með því að draga úr mengun má auka umhverfisgæði, sem bæði dregur úr sjúkdómum vegna mengunar og stuðlar að vellíðan í þjóðfélaginu. Höfundur er prófessor í umhverfisverkfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Óhófleg notkun flugelda olli umhverfisslysi á höfuðborgarsvæðinu. Met svifryksmengun sem samsvaraði 90 földum heilsuverndarmörkum mældist stuttu eftir áramót við Dalsmára í Kópavogi. Mengunin flokkaðist sem hættuleg í marga klukkutíma um nóttina skv. fimm þrepa loftgæðastaðli (e. Air Quality Index). Á annan tug manna leituðu á bráðamóttöku vegna andþyngsla. Þetta er í annað sinn í röð sem mjög há svifryksmengun mælist um áramót, þrátt fyrir víðtæka umfjöllun um yfirvofandi mengunarslys.Er „fullkomlega óábyrgt stjórnleysi“ frábært? Erlendir gestir lýstu flugeldagleðinni sem „sturlaðri sýningu“, „fullkomlega óábyrgt“ og „við vorum mjög hrifin“ í kvöldfréttum RÚV á nýárskvöld. Einnig var nefnt að „flugeldarnir þutu upp úr öllum áttum“, „svo mikil óreiða“, „við vorum eiginlega skelfingu lostin“ og „að í Bandaríkjunum væri búið að stöðva þetta fyrir að vera hættulegt og stjórnlaust“. Meðan algert stjórnleysi getur verið skemmtileg tilbreyting fyrir ferðamenn sem heimsækja landið einu sinni á ævinni, gegnir það sama fyrir íbúana sem upplifa tilheyrandi mengunarský og rusl árlega? Hvert gramm af mengun sem losað er í umhverfið er baggi fyrir framtíðarkynslóðir. Sumir telja að þetta sé jú bara dropi í hafið, bara einn dagur á ári, en þegar droparnir frá hverjum ármótum, bílaumferð og öðrum mengunaruppsprettum leggjast saman yfir áratugina þá kemur að því að „margt smátt gerir eitt stórt“, eins og máltakið segir. Langvarandi innöndun mengunar er mesta umhverfisvandamál heimsins skv. Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.Aðgerðir eru nauðsynlegar Ef við viljum standa undir nafni að vera hreint land, með fyrirmyndar umhverfisgæði, þá þurfum við að sýna það í verki. Svifryksmælingarnar í höfuðborginni sl. tvenn áramót eru ákall um að grípa inn í og takmarka flugeldaskot. Það verður að leita leiða fyrir sjálfbæra áramótagleði sem reynir eftir fremsta megni að þjóna sem breiðustu hagsmunum og ná sem mestri sátt. Sem dæmi mætti stofna nefnd sem ynni tillögur sem styðji við stefnumótun stjórnvalda „hreint loft til framtíðar“ sem kom út sl. nóvember. Nefndin yrði skipuð að fulltrúum hagmunaðila s.s. Landsbjörg, fagfólks í umhverfismálum og heilsuvernd, svo og fulltrúa ferðaþjónustu, íbúa, og þjóðfélagshópa viðkvæma fyrir loftmengun eins og barna, aldraðra og lungnasjúklinga.Víðtæk samræða Góð lausn er grunduð á víðtækri samræðu sem tekur á mörgum sjónarhornum. Svara þarf spurningum eins og: Eru flugeldar venjuleg heimilisvara eða sértæk vara? Hversu miklu magni af flugeldum má skjóta upp? Hverjir eiga að skjóta flugeldum? Hvar, hvenær og hversu lengi ætti að skjóta flugeldum? Hvernig getum við aukið gegnsæi á efnainnihald flugelda? Hvernig eiga björgunarsveitirnar að fjármagna sig? Með því að draga úr mengun má auka umhverfisgæði, sem bæði dregur úr sjúkdómum vegna mengunar og stuðlar að vellíðan í þjóðfélaginu. Höfundur er prófessor í umhverfisverkfræði við HÍ.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun