Tilraunir í eldhúsinu urðu að 30 milljarða viðskiptasamningi: Lykillinn að „djöflast svolítið í þessu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2018 22:14 Sigurður Kjartan Hilmarsson, betur þekktur sem Siggi, stofnandi fyrirtækisins The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir mikilvægt að vera á staðnum ætli menn sér að ná árangri á bandarískum markaði. Þá segir hann að oft og tíðum hafi gengið brösulega að koma framleiðslu sinni, hinu margfræga Siggi‘s skyr, á markað ytra en Siggi hóf söluna á útimarkaði í New York-borg árið 2006.Sigurður Kjartan Hilmarsson er einn eigenda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York. Vinsælasta varan, Siggi's skyr, er byggð á íslenskri uppskrift.Vill ekki tjá sig um kaupverðiðVísir greindi frá því í dag að franski mjólkurrisinn Lactalis hafi ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga. Kaupverðið fylgdi ekki sögunni í tilkynningu frá fyrirtæki Sigga í dag en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er áætlað að söluverðið kunni að hafa verið í kringum 300 milljónir dala, jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna. Siggi var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðspurður vildi hann ekkert gefa upp um kaupverðið en eignarhlutur Sigga sjálfs í fyrirtækinu er um 25 prósent.Óx smám saman í New YorkSiggi hóf fyrstu tilraunir í skyrgerð jólin 2004 úti í New York og sumarið 2006 hóf hann sölu á skyrinu á útimarkaði á Manhattan og í lítilli ostabúð. Mikið vatn hefur því runnið til sjávar. „Vissulega er þetta mikið stökk og var brösótt oft á köflum og horfði til beggja átta mjög oft. Eftir að við byrjuðum á markaðnum þá óx þetta bara hérna í New York,“ segir Siggi og bætir við að aukin eftirspurn í Bandaríkjunum eftir hollari mat hafi haft mikið að segja um velgengni skyrsins.Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi's skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Fór í heimsókn á hverju ári í átta árEn hver er lykillinn að því að komast inn á Bandaríkjamarkað? „Það er náttúrulega alltaf erfitt að segja hver er lykillinn að árangri en þetta tók gífurlegan tíma og mikla vinnu. Ég var mjög lánsamur með mína fjárfesta, þeir voru mjög þolinmóðir og sýndu mikla biðlund þegar ekki gekk vel og gáfu mér tíma til að vinna,“ segir Siggi. Hann tekur samskipti sín við verslunarkeðjuna Publix sem dæmi en Siggi fékk aðeins nýlega inni fyrir vörur sínar hjá keðjunni. „Ég var búinn að heimsækja þau á hverju ári í átta ár áður en við komumst inn. Þannig að þetta er í raun og veru bara, eins og maður segir á íslensku, að djöflast svolítið í þessu.“Sjá einnig: Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Þá segir Siggi ómögulegt að ætla sér að ná inn á bandarískan markað án þess að vera á staðnum. „Ef þú ætlar að selja hérna, þá verðurðu eiginlega að vera hérna. Það er að segja að þú verður að hitta fólk reglulega,“ segir Siggi. „Maður verður að vera á staðnum og koma milljón sinnum og mæta á sýningarnar, mæta á alla fundi sem maður getur, jafnvel þótt líkurnar séu litlar.“Fullkomin lendingEngar teljanlegar breytingar verða á starfsmannahaldi fyrirtækisins, að sögn Sigga, en hann verður áfram forstjóri fyrirtækisins. „Þetta var í raun og veru fullkomin lending að geta fengið ávöxtun fyrir mína þolinmóðu fjárfesta og á sama tíma að passa upp á að starfsmennirnir geti haldið áfram þar sem frá var horfið.“ Lactalis, franski mjólkurrisinn sem keypti fyrirtæki Sigga, er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna. Tengdar fréttir Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20. desember 2017 07:45 Siggi heldur sig við Norður-Ameríku Sigurður Kjartan Hilmarsson, eigandi The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir sölu á vörum fyrirtækisins vera í takt við væntingar. Hefur engin áform um að hefja sölu á skyrinu Siggi's í löndum utan Norður-Ameríku. 29. október 2014 07:30 Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24 Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. 13. október 2017 07:36 Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Sigurður Kjartan Hilmarsson, betur þekktur sem Siggi, stofnandi fyrirtækisins The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir mikilvægt að vera á staðnum ætli menn sér að ná árangri á bandarískum markaði. Þá segir hann að oft og tíðum hafi gengið brösulega að koma framleiðslu sinni, hinu margfræga Siggi‘s skyr, á markað ytra en Siggi hóf söluna á útimarkaði í New York-borg árið 2006.Sigurður Kjartan Hilmarsson er einn eigenda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York. Vinsælasta varan, Siggi's skyr, er byggð á íslenskri uppskrift.Vill ekki tjá sig um kaupverðiðVísir greindi frá því í dag að franski mjólkurrisinn Lactalis hafi ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga. Kaupverðið fylgdi ekki sögunni í tilkynningu frá fyrirtæki Sigga í dag en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er áætlað að söluverðið kunni að hafa verið í kringum 300 milljónir dala, jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna. Siggi var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðspurður vildi hann ekkert gefa upp um kaupverðið en eignarhlutur Sigga sjálfs í fyrirtækinu er um 25 prósent.Óx smám saman í New YorkSiggi hóf fyrstu tilraunir í skyrgerð jólin 2004 úti í New York og sumarið 2006 hóf hann sölu á skyrinu á útimarkaði á Manhattan og í lítilli ostabúð. Mikið vatn hefur því runnið til sjávar. „Vissulega er þetta mikið stökk og var brösótt oft á köflum og horfði til beggja átta mjög oft. Eftir að við byrjuðum á markaðnum þá óx þetta bara hérna í New York,“ segir Siggi og bætir við að aukin eftirspurn í Bandaríkjunum eftir hollari mat hafi haft mikið að segja um velgengni skyrsins.Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi's skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Fór í heimsókn á hverju ári í átta árEn hver er lykillinn að því að komast inn á Bandaríkjamarkað? „Það er náttúrulega alltaf erfitt að segja hver er lykillinn að árangri en þetta tók gífurlegan tíma og mikla vinnu. Ég var mjög lánsamur með mína fjárfesta, þeir voru mjög þolinmóðir og sýndu mikla biðlund þegar ekki gekk vel og gáfu mér tíma til að vinna,“ segir Siggi. Hann tekur samskipti sín við verslunarkeðjuna Publix sem dæmi en Siggi fékk aðeins nýlega inni fyrir vörur sínar hjá keðjunni. „Ég var búinn að heimsækja þau á hverju ári í átta ár áður en við komumst inn. Þannig að þetta er í raun og veru bara, eins og maður segir á íslensku, að djöflast svolítið í þessu.“Sjá einnig: Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Þá segir Siggi ómögulegt að ætla sér að ná inn á bandarískan markað án þess að vera á staðnum. „Ef þú ætlar að selja hérna, þá verðurðu eiginlega að vera hérna. Það er að segja að þú verður að hitta fólk reglulega,“ segir Siggi. „Maður verður að vera á staðnum og koma milljón sinnum og mæta á sýningarnar, mæta á alla fundi sem maður getur, jafnvel þótt líkurnar séu litlar.“Fullkomin lendingEngar teljanlegar breytingar verða á starfsmannahaldi fyrirtækisins, að sögn Sigga, en hann verður áfram forstjóri fyrirtækisins. „Þetta var í raun og veru fullkomin lending að geta fengið ávöxtun fyrir mína þolinmóðu fjárfesta og á sama tíma að passa upp á að starfsmennirnir geti haldið áfram þar sem frá var horfið.“ Lactalis, franski mjólkurrisinn sem keypti fyrirtæki Sigga, er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna.
Tengdar fréttir Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20. desember 2017 07:45 Siggi heldur sig við Norður-Ameríku Sigurður Kjartan Hilmarsson, eigandi The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir sölu á vörum fyrirtækisins vera í takt við væntingar. Hefur engin áform um að hefja sölu á skyrinu Siggi's í löndum utan Norður-Ameríku. 29. október 2014 07:30 Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24 Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. 13. október 2017 07:36 Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20. desember 2017 07:45
Siggi heldur sig við Norður-Ameríku Sigurður Kjartan Hilmarsson, eigandi The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir sölu á vörum fyrirtækisins vera í takt við væntingar. Hefur engin áform um að hefja sölu á skyrinu Siggi's í löndum utan Norður-Ameríku. 29. október 2014 07:30
Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24
Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. 13. október 2017 07:36
Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30