Siggi heldur sig við Norður-Ameríku Haraldur Guðmundsson skrifar 29. október 2014 07:30 Sigurður hefur búið í New York frá árinu 2002 og er nú með skrifstofu í Chelsea-hverfinu á Manhattan. „Maður er bara að reyna sitt besta á hverjum degi og halda í sitt en ekki að sigra heiminn heldur aðeins gera betur í dag en í gær,“ segir Sigurður Kjartan Hilmarsson, stofnandi og einn af eigendum bandaríska mjólkurframleiðandans The Icelandic Milk and Skyr Corporation. Sigurður framleiðir meðal annars skyrið Siggi's sem er byggt á íslenskri uppskrift og selt í yfir fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Sala á vörum fyrirtækisins skilaði um sautján milljónum dala, tæpum tveimur milljörðum króna, í fyrra og Sigurður segir stefna í söluaukningu á þessu ári. „Það er einhver aukning en þetta er í takt við okkar væntingar. Við reynum að halda áfram að vaxa og þetta snýst mikið um að koma fleiri strikamerkjum inn í fleiri verslanir. Það er það sem við erum að reyna þessa dagana.“Hefur í nógu að snúast Sigurður sagði í samtali við Markaðinn í janúar síðastliðnum að skyrframleiðslan hefði byrjað sem áhugamál árið 2004. Það ár fór hann að búa til skyr í íbúðinni sinni í Tribeca-hverfinu á Manhattan og tveimur árum síðar varð fyrirtækið til. Bandaríska matvælakeðjan Whole Foods er í dag stærsti viðskiptavinurinn en vörurnar eru einnig fáanlegar í öðrum keðjum eins og Safeway og HEB sem rekur yfir 300 verslanir í Texas. „Þessar eru svona með þeim stærri en maður er alltaf að vinna í verslanakeðjum hér og þar en það hefur ekki orðið nein stór breyting þar á. Það fer hins vegar mestur tími í hefðbundinn rekstur. Maður er alltaf að djöflast í einhverjum málum, reyna að fjölga strikamerkjum, bæta flutningsleiðir og fjölga vöruhúsum. Ég hef verið að vinna í að fá tilboð í flutninga og betri kjör á trukkunum,“ segir Sigurður og það er augljóst að hann vill ekki gera of mikið úr eigin árangri.Skyrið ekki á leið til Evrópu Svissneski mjólkurframleiðandinn Emmi Group eignaðist fjórðungshlut í The Icelandic Milk and Skyr Corporation í desember í fyrra. Sigurður segir kaupin ekki hafa haft nein áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins. „Það var í rauninni engin breyting. Emmi var búið að eiga mjög lengi hlut í fyrirtækinu og tók bara aðeins fleiri bréf sem annar fjárfestir var að selja,“ segir Sigurður. Hann segir engin áform uppi um að hefja sölu á vörum fyrirtækisins í Evrópu. „Við horfum eingöngu til Norður-Ameríku og Kanada gæti kannski bæst við. Það væri mjög „lógískt“ en reglur um innflutning á landbúnaðarvörum eru mjög strangar í Kanada. Þá þyrfti ég að eiga ákveðinn innflutningskvóta en ég er ekki að fara að byggja verksmiðju í Kanada til að framleiða þar.“ Skyrið er nú fáanlegt í þrettán bragðtegundum. Nýjustu vörurnar eru árstíðabundnar og einungis fáanlegar í völdum verslunum. Þar er um ræða graskersskyr, peruskyr og kaffiskyr. „Graskersskyrið er búið að vera til lengi. Við höfum komið með það á haustin enda vinsælt bragð í Bandaríkjunum. Peruskyrið er einnig árstíðabundin vara sem er seld í Whole Foods og kemur inn og fer út og það sama má segja um kaffiskyrið en það er framleitt fyrir aðra verslun.“ Siggi hefur vakið talsverða athygli fjölmiðla síðustu ár. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun CNN um hann og viðtal frá Entrepreneur Summit. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Maður er bara að reyna sitt besta á hverjum degi og halda í sitt en ekki að sigra heiminn heldur aðeins gera betur í dag en í gær,“ segir Sigurður Kjartan Hilmarsson, stofnandi og einn af eigendum bandaríska mjólkurframleiðandans The Icelandic Milk and Skyr Corporation. Sigurður framleiðir meðal annars skyrið Siggi's sem er byggt á íslenskri uppskrift og selt í yfir fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Sala á vörum fyrirtækisins skilaði um sautján milljónum dala, tæpum tveimur milljörðum króna, í fyrra og Sigurður segir stefna í söluaukningu á þessu ári. „Það er einhver aukning en þetta er í takt við okkar væntingar. Við reynum að halda áfram að vaxa og þetta snýst mikið um að koma fleiri strikamerkjum inn í fleiri verslanir. Það er það sem við erum að reyna þessa dagana.“Hefur í nógu að snúast Sigurður sagði í samtali við Markaðinn í janúar síðastliðnum að skyrframleiðslan hefði byrjað sem áhugamál árið 2004. Það ár fór hann að búa til skyr í íbúðinni sinni í Tribeca-hverfinu á Manhattan og tveimur árum síðar varð fyrirtækið til. Bandaríska matvælakeðjan Whole Foods er í dag stærsti viðskiptavinurinn en vörurnar eru einnig fáanlegar í öðrum keðjum eins og Safeway og HEB sem rekur yfir 300 verslanir í Texas. „Þessar eru svona með þeim stærri en maður er alltaf að vinna í verslanakeðjum hér og þar en það hefur ekki orðið nein stór breyting þar á. Það fer hins vegar mestur tími í hefðbundinn rekstur. Maður er alltaf að djöflast í einhverjum málum, reyna að fjölga strikamerkjum, bæta flutningsleiðir og fjölga vöruhúsum. Ég hef verið að vinna í að fá tilboð í flutninga og betri kjör á trukkunum,“ segir Sigurður og það er augljóst að hann vill ekki gera of mikið úr eigin árangri.Skyrið ekki á leið til Evrópu Svissneski mjólkurframleiðandinn Emmi Group eignaðist fjórðungshlut í The Icelandic Milk and Skyr Corporation í desember í fyrra. Sigurður segir kaupin ekki hafa haft nein áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins. „Það var í rauninni engin breyting. Emmi var búið að eiga mjög lengi hlut í fyrirtækinu og tók bara aðeins fleiri bréf sem annar fjárfestir var að selja,“ segir Sigurður. Hann segir engin áform uppi um að hefja sölu á vörum fyrirtækisins í Evrópu. „Við horfum eingöngu til Norður-Ameríku og Kanada gæti kannski bæst við. Það væri mjög „lógískt“ en reglur um innflutning á landbúnaðarvörum eru mjög strangar í Kanada. Þá þyrfti ég að eiga ákveðinn innflutningskvóta en ég er ekki að fara að byggja verksmiðju í Kanada til að framleiða þar.“ Skyrið er nú fáanlegt í þrettán bragðtegundum. Nýjustu vörurnar eru árstíðabundnar og einungis fáanlegar í völdum verslunum. Þar er um ræða graskersskyr, peruskyr og kaffiskyr. „Graskersskyrið er búið að vera til lengi. Við höfum komið með það á haustin enda vinsælt bragð í Bandaríkjunum. Peruskyrið er einnig árstíðabundin vara sem er seld í Whole Foods og kemur inn og fer út og það sama má segja um kaffiskyrið en það er framleitt fyrir aðra verslun.“ Siggi hefur vakið talsverða athygli fjölmiðla síðustu ár. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun CNN um hann og viðtal frá Entrepreneur Summit.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira