Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. október 2017 07:36 Sigurður Kjartan Hilmarsson er einn eigenda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York. Vinsælasta varan, Siggi's skyr, er byggð á íslenskri uppskrift. Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. Samkvæmt heimildarmönnum CNBC hefur fyrirtækið leitað til fjárfestingarbankans JPMorgan eftir aðstoð við söluna en mögulegt virði fyrirtækisins er ekki sagt liggja fyrir að svo stöddu. Vörur fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í mjólkurvörum með lágu sykurmagni, eru seldar í um 25 þúsund verslunum vestanhafs en vinsælasta vörutegundin, Siggi’s skyr, er byggð á íslenskri uppskrift og fæst í 13 bragðtegundum.Sjá einnig: Tók skyrið fram yfir Wall Street Allt frá stofnun fyrirtækisins árið 2004 hefur það vaxið hratt, eða um næstum 50% á ári. Talið er að sala þess á næsta ári muni nema um 200 milljónum dala, 22 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtæki Sigurðar samdi í september í fyrra við Starbucks og nú er hægt að kaupa Siggi’s-vörur í um sjö þúsund verslunum kaffihúsakeðjunnar í Bandaríkjunum.Greint var frá því í vor að fyrirtækið væri nú með um tveggja prósenta markaðshlutdeild af jógúrtsölu í Bandaríkjunum. Í dag selur The Icelandic Milk and Skyr Corporation um 30 vörutegundir, er með um 40 starfsmenn í vinnu og mörg hundruð undirverktaka sem framleiða vörurnar. Í frétt CNBC er ýjað að því að stórfyrirtæki á borð við Dean Food, General Mills og Pepsi gætu haft áhuga á því að kaupa Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem myndi auka dreifingu vara þess umtalsvert frá því sem nú er. Þó sé ekki vitað til þess að þau hafi eða muni bjóða í fyrirtækið. Tengdar fréttir Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30 Tók skyrið fram yfir Wall Street Vörur The Icelandic Milk and Skyr Corporation, fyrirtækis sem Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði árið 2006, eru nú fáanlegar í um fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Ævintýrið hófst þegar Sigurður fór að búa til skyr í íbúð sinni á Manhattan. 22. janúar 2014 08:38 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. Samkvæmt heimildarmönnum CNBC hefur fyrirtækið leitað til fjárfestingarbankans JPMorgan eftir aðstoð við söluna en mögulegt virði fyrirtækisins er ekki sagt liggja fyrir að svo stöddu. Vörur fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í mjólkurvörum með lágu sykurmagni, eru seldar í um 25 þúsund verslunum vestanhafs en vinsælasta vörutegundin, Siggi’s skyr, er byggð á íslenskri uppskrift og fæst í 13 bragðtegundum.Sjá einnig: Tók skyrið fram yfir Wall Street Allt frá stofnun fyrirtækisins árið 2004 hefur það vaxið hratt, eða um næstum 50% á ári. Talið er að sala þess á næsta ári muni nema um 200 milljónum dala, 22 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtæki Sigurðar samdi í september í fyrra við Starbucks og nú er hægt að kaupa Siggi’s-vörur í um sjö þúsund verslunum kaffihúsakeðjunnar í Bandaríkjunum.Greint var frá því í vor að fyrirtækið væri nú með um tveggja prósenta markaðshlutdeild af jógúrtsölu í Bandaríkjunum. Í dag selur The Icelandic Milk and Skyr Corporation um 30 vörutegundir, er með um 40 starfsmenn í vinnu og mörg hundruð undirverktaka sem framleiða vörurnar. Í frétt CNBC er ýjað að því að stórfyrirtæki á borð við Dean Food, General Mills og Pepsi gætu haft áhuga á því að kaupa Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem myndi auka dreifingu vara þess umtalsvert frá því sem nú er. Þó sé ekki vitað til þess að þau hafi eða muni bjóða í fyrirtækið.
Tengdar fréttir Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30 Tók skyrið fram yfir Wall Street Vörur The Icelandic Milk and Skyr Corporation, fyrirtækis sem Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði árið 2006, eru nú fáanlegar í um fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Ævintýrið hófst þegar Sigurður fór að búa til skyr í íbúð sinni á Manhattan. 22. janúar 2014 08:38 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30
Tók skyrið fram yfir Wall Street Vörur The Icelandic Milk and Skyr Corporation, fyrirtækis sem Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði árið 2006, eru nú fáanlegar í um fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Ævintýrið hófst þegar Sigurður fór að búa til skyr í íbúð sinni á Manhattan. 22. janúar 2014 08:38