Tilraunir í eldhúsinu urðu að 30 milljarða viðskiptasamningi: Lykillinn að „djöflast svolítið í þessu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2018 22:14 Sigurður Kjartan Hilmarsson, betur þekktur sem Siggi, stofnandi fyrirtækisins The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir mikilvægt að vera á staðnum ætli menn sér að ná árangri á bandarískum markaði. Þá segir hann að oft og tíðum hafi gengið brösulega að koma framleiðslu sinni, hinu margfræga Siggi‘s skyr, á markað ytra en Siggi hóf söluna á útimarkaði í New York-borg árið 2006.Sigurður Kjartan Hilmarsson er einn eigenda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York. Vinsælasta varan, Siggi's skyr, er byggð á íslenskri uppskrift.Vill ekki tjá sig um kaupverðiðVísir greindi frá því í dag að franski mjólkurrisinn Lactalis hafi ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga. Kaupverðið fylgdi ekki sögunni í tilkynningu frá fyrirtæki Sigga í dag en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er áætlað að söluverðið kunni að hafa verið í kringum 300 milljónir dala, jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna. Siggi var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðspurður vildi hann ekkert gefa upp um kaupverðið en eignarhlutur Sigga sjálfs í fyrirtækinu er um 25 prósent.Óx smám saman í New YorkSiggi hóf fyrstu tilraunir í skyrgerð jólin 2004 úti í New York og sumarið 2006 hóf hann sölu á skyrinu á útimarkaði á Manhattan og í lítilli ostabúð. Mikið vatn hefur því runnið til sjávar. „Vissulega er þetta mikið stökk og var brösótt oft á köflum og horfði til beggja átta mjög oft. Eftir að við byrjuðum á markaðnum þá óx þetta bara hérna í New York,“ segir Siggi og bætir við að aukin eftirspurn í Bandaríkjunum eftir hollari mat hafi haft mikið að segja um velgengni skyrsins.Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi's skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Fór í heimsókn á hverju ári í átta árEn hver er lykillinn að því að komast inn á Bandaríkjamarkað? „Það er náttúrulega alltaf erfitt að segja hver er lykillinn að árangri en þetta tók gífurlegan tíma og mikla vinnu. Ég var mjög lánsamur með mína fjárfesta, þeir voru mjög þolinmóðir og sýndu mikla biðlund þegar ekki gekk vel og gáfu mér tíma til að vinna,“ segir Siggi. Hann tekur samskipti sín við verslunarkeðjuna Publix sem dæmi en Siggi fékk aðeins nýlega inni fyrir vörur sínar hjá keðjunni. „Ég var búinn að heimsækja þau á hverju ári í átta ár áður en við komumst inn. Þannig að þetta er í raun og veru bara, eins og maður segir á íslensku, að djöflast svolítið í þessu.“Sjá einnig: Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Þá segir Siggi ómögulegt að ætla sér að ná inn á bandarískan markað án þess að vera á staðnum. „Ef þú ætlar að selja hérna, þá verðurðu eiginlega að vera hérna. Það er að segja að þú verður að hitta fólk reglulega,“ segir Siggi. „Maður verður að vera á staðnum og koma milljón sinnum og mæta á sýningarnar, mæta á alla fundi sem maður getur, jafnvel þótt líkurnar séu litlar.“Fullkomin lendingEngar teljanlegar breytingar verða á starfsmannahaldi fyrirtækisins, að sögn Sigga, en hann verður áfram forstjóri fyrirtækisins. „Þetta var í raun og veru fullkomin lending að geta fengið ávöxtun fyrir mína þolinmóðu fjárfesta og á sama tíma að passa upp á að starfsmennirnir geti haldið áfram þar sem frá var horfið.“ Lactalis, franski mjólkurrisinn sem keypti fyrirtæki Sigga, er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna. Tengdar fréttir Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20. desember 2017 07:45 Siggi heldur sig við Norður-Ameríku Sigurður Kjartan Hilmarsson, eigandi The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir sölu á vörum fyrirtækisins vera í takt við væntingar. Hefur engin áform um að hefja sölu á skyrinu Siggi's í löndum utan Norður-Ameríku. 29. október 2014 07:30 Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24 Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. 13. október 2017 07:36 Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Sigurður Kjartan Hilmarsson, betur þekktur sem Siggi, stofnandi fyrirtækisins The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir mikilvægt að vera á staðnum ætli menn sér að ná árangri á bandarískum markaði. Þá segir hann að oft og tíðum hafi gengið brösulega að koma framleiðslu sinni, hinu margfræga Siggi‘s skyr, á markað ytra en Siggi hóf söluna á útimarkaði í New York-borg árið 2006.Sigurður Kjartan Hilmarsson er einn eigenda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York. Vinsælasta varan, Siggi's skyr, er byggð á íslenskri uppskrift.Vill ekki tjá sig um kaupverðiðVísir greindi frá því í dag að franski mjólkurrisinn Lactalis hafi ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga. Kaupverðið fylgdi ekki sögunni í tilkynningu frá fyrirtæki Sigga í dag en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er áætlað að söluverðið kunni að hafa verið í kringum 300 milljónir dala, jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna. Siggi var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðspurður vildi hann ekkert gefa upp um kaupverðið en eignarhlutur Sigga sjálfs í fyrirtækinu er um 25 prósent.Óx smám saman í New YorkSiggi hóf fyrstu tilraunir í skyrgerð jólin 2004 úti í New York og sumarið 2006 hóf hann sölu á skyrinu á útimarkaði á Manhattan og í lítilli ostabúð. Mikið vatn hefur því runnið til sjávar. „Vissulega er þetta mikið stökk og var brösótt oft á köflum og horfði til beggja átta mjög oft. Eftir að við byrjuðum á markaðnum þá óx þetta bara hérna í New York,“ segir Siggi og bætir við að aukin eftirspurn í Bandaríkjunum eftir hollari mat hafi haft mikið að segja um velgengni skyrsins.Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi's skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Fór í heimsókn á hverju ári í átta árEn hver er lykillinn að því að komast inn á Bandaríkjamarkað? „Það er náttúrulega alltaf erfitt að segja hver er lykillinn að árangri en þetta tók gífurlegan tíma og mikla vinnu. Ég var mjög lánsamur með mína fjárfesta, þeir voru mjög þolinmóðir og sýndu mikla biðlund þegar ekki gekk vel og gáfu mér tíma til að vinna,“ segir Siggi. Hann tekur samskipti sín við verslunarkeðjuna Publix sem dæmi en Siggi fékk aðeins nýlega inni fyrir vörur sínar hjá keðjunni. „Ég var búinn að heimsækja þau á hverju ári í átta ár áður en við komumst inn. Þannig að þetta er í raun og veru bara, eins og maður segir á íslensku, að djöflast svolítið í þessu.“Sjá einnig: Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Þá segir Siggi ómögulegt að ætla sér að ná inn á bandarískan markað án þess að vera á staðnum. „Ef þú ætlar að selja hérna, þá verðurðu eiginlega að vera hérna. Það er að segja að þú verður að hitta fólk reglulega,“ segir Siggi. „Maður verður að vera á staðnum og koma milljón sinnum og mæta á sýningarnar, mæta á alla fundi sem maður getur, jafnvel þótt líkurnar séu litlar.“Fullkomin lendingEngar teljanlegar breytingar verða á starfsmannahaldi fyrirtækisins, að sögn Sigga, en hann verður áfram forstjóri fyrirtækisins. „Þetta var í raun og veru fullkomin lending að geta fengið ávöxtun fyrir mína þolinmóðu fjárfesta og á sama tíma að passa upp á að starfsmennirnir geti haldið áfram þar sem frá var horfið.“ Lactalis, franski mjólkurrisinn sem keypti fyrirtæki Sigga, er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna.
Tengdar fréttir Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20. desember 2017 07:45 Siggi heldur sig við Norður-Ameríku Sigurður Kjartan Hilmarsson, eigandi The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir sölu á vörum fyrirtækisins vera í takt við væntingar. Hefur engin áform um að hefja sölu á skyrinu Siggi's í löndum utan Norður-Ameríku. 29. október 2014 07:30 Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24 Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. 13. október 2017 07:36 Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20. desember 2017 07:45
Siggi heldur sig við Norður-Ameríku Sigurður Kjartan Hilmarsson, eigandi The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir sölu á vörum fyrirtækisins vera í takt við væntingar. Hefur engin áform um að hefja sölu á skyrinu Siggi's í löndum utan Norður-Ameríku. 29. október 2014 07:30
Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24
Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. 13. október 2017 07:36
Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30