Tilraunir í eldhúsinu urðu að 30 milljarða viðskiptasamningi: Lykillinn að „djöflast svolítið í þessu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2018 22:14 Sigurður Kjartan Hilmarsson, betur þekktur sem Siggi, stofnandi fyrirtækisins The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir mikilvægt að vera á staðnum ætli menn sér að ná árangri á bandarískum markaði. Þá segir hann að oft og tíðum hafi gengið brösulega að koma framleiðslu sinni, hinu margfræga Siggi‘s skyr, á markað ytra en Siggi hóf söluna á útimarkaði í New York-borg árið 2006.Sigurður Kjartan Hilmarsson er einn eigenda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York. Vinsælasta varan, Siggi's skyr, er byggð á íslenskri uppskrift.Vill ekki tjá sig um kaupverðiðVísir greindi frá því í dag að franski mjólkurrisinn Lactalis hafi ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga. Kaupverðið fylgdi ekki sögunni í tilkynningu frá fyrirtæki Sigga í dag en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er áætlað að söluverðið kunni að hafa verið í kringum 300 milljónir dala, jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna. Siggi var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðspurður vildi hann ekkert gefa upp um kaupverðið en eignarhlutur Sigga sjálfs í fyrirtækinu er um 25 prósent.Óx smám saman í New YorkSiggi hóf fyrstu tilraunir í skyrgerð jólin 2004 úti í New York og sumarið 2006 hóf hann sölu á skyrinu á útimarkaði á Manhattan og í lítilli ostabúð. Mikið vatn hefur því runnið til sjávar. „Vissulega er þetta mikið stökk og var brösótt oft á köflum og horfði til beggja átta mjög oft. Eftir að við byrjuðum á markaðnum þá óx þetta bara hérna í New York,“ segir Siggi og bætir við að aukin eftirspurn í Bandaríkjunum eftir hollari mat hafi haft mikið að segja um velgengni skyrsins.Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi's skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Fór í heimsókn á hverju ári í átta árEn hver er lykillinn að því að komast inn á Bandaríkjamarkað? „Það er náttúrulega alltaf erfitt að segja hver er lykillinn að árangri en þetta tók gífurlegan tíma og mikla vinnu. Ég var mjög lánsamur með mína fjárfesta, þeir voru mjög þolinmóðir og sýndu mikla biðlund þegar ekki gekk vel og gáfu mér tíma til að vinna,“ segir Siggi. Hann tekur samskipti sín við verslunarkeðjuna Publix sem dæmi en Siggi fékk aðeins nýlega inni fyrir vörur sínar hjá keðjunni. „Ég var búinn að heimsækja þau á hverju ári í átta ár áður en við komumst inn. Þannig að þetta er í raun og veru bara, eins og maður segir á íslensku, að djöflast svolítið í þessu.“Sjá einnig: Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Þá segir Siggi ómögulegt að ætla sér að ná inn á bandarískan markað án þess að vera á staðnum. „Ef þú ætlar að selja hérna, þá verðurðu eiginlega að vera hérna. Það er að segja að þú verður að hitta fólk reglulega,“ segir Siggi. „Maður verður að vera á staðnum og koma milljón sinnum og mæta á sýningarnar, mæta á alla fundi sem maður getur, jafnvel þótt líkurnar séu litlar.“Fullkomin lendingEngar teljanlegar breytingar verða á starfsmannahaldi fyrirtækisins, að sögn Sigga, en hann verður áfram forstjóri fyrirtækisins. „Þetta var í raun og veru fullkomin lending að geta fengið ávöxtun fyrir mína þolinmóðu fjárfesta og á sama tíma að passa upp á að starfsmennirnir geti haldið áfram þar sem frá var horfið.“ Lactalis, franski mjólkurrisinn sem keypti fyrirtæki Sigga, er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna. Tengdar fréttir Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20. desember 2017 07:45 Siggi heldur sig við Norður-Ameríku Sigurður Kjartan Hilmarsson, eigandi The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir sölu á vörum fyrirtækisins vera í takt við væntingar. Hefur engin áform um að hefja sölu á skyrinu Siggi's í löndum utan Norður-Ameríku. 29. október 2014 07:30 Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24 Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. 13. október 2017 07:36 Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Sigurður Kjartan Hilmarsson, betur þekktur sem Siggi, stofnandi fyrirtækisins The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir mikilvægt að vera á staðnum ætli menn sér að ná árangri á bandarískum markaði. Þá segir hann að oft og tíðum hafi gengið brösulega að koma framleiðslu sinni, hinu margfræga Siggi‘s skyr, á markað ytra en Siggi hóf söluna á útimarkaði í New York-borg árið 2006.Sigurður Kjartan Hilmarsson er einn eigenda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York. Vinsælasta varan, Siggi's skyr, er byggð á íslenskri uppskrift.Vill ekki tjá sig um kaupverðiðVísir greindi frá því í dag að franski mjólkurrisinn Lactalis hafi ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga. Kaupverðið fylgdi ekki sögunni í tilkynningu frá fyrirtæki Sigga í dag en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er áætlað að söluverðið kunni að hafa verið í kringum 300 milljónir dala, jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna. Siggi var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðspurður vildi hann ekkert gefa upp um kaupverðið en eignarhlutur Sigga sjálfs í fyrirtækinu er um 25 prósent.Óx smám saman í New YorkSiggi hóf fyrstu tilraunir í skyrgerð jólin 2004 úti í New York og sumarið 2006 hóf hann sölu á skyrinu á útimarkaði á Manhattan og í lítilli ostabúð. Mikið vatn hefur því runnið til sjávar. „Vissulega er þetta mikið stökk og var brösótt oft á köflum og horfði til beggja átta mjög oft. Eftir að við byrjuðum á markaðnum þá óx þetta bara hérna í New York,“ segir Siggi og bætir við að aukin eftirspurn í Bandaríkjunum eftir hollari mat hafi haft mikið að segja um velgengni skyrsins.Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi's skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Fór í heimsókn á hverju ári í átta árEn hver er lykillinn að því að komast inn á Bandaríkjamarkað? „Það er náttúrulega alltaf erfitt að segja hver er lykillinn að árangri en þetta tók gífurlegan tíma og mikla vinnu. Ég var mjög lánsamur með mína fjárfesta, þeir voru mjög þolinmóðir og sýndu mikla biðlund þegar ekki gekk vel og gáfu mér tíma til að vinna,“ segir Siggi. Hann tekur samskipti sín við verslunarkeðjuna Publix sem dæmi en Siggi fékk aðeins nýlega inni fyrir vörur sínar hjá keðjunni. „Ég var búinn að heimsækja þau á hverju ári í átta ár áður en við komumst inn. Þannig að þetta er í raun og veru bara, eins og maður segir á íslensku, að djöflast svolítið í þessu.“Sjá einnig: Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Þá segir Siggi ómögulegt að ætla sér að ná inn á bandarískan markað án þess að vera á staðnum. „Ef þú ætlar að selja hérna, þá verðurðu eiginlega að vera hérna. Það er að segja að þú verður að hitta fólk reglulega,“ segir Siggi. „Maður verður að vera á staðnum og koma milljón sinnum og mæta á sýningarnar, mæta á alla fundi sem maður getur, jafnvel þótt líkurnar séu litlar.“Fullkomin lendingEngar teljanlegar breytingar verða á starfsmannahaldi fyrirtækisins, að sögn Sigga, en hann verður áfram forstjóri fyrirtækisins. „Þetta var í raun og veru fullkomin lending að geta fengið ávöxtun fyrir mína þolinmóðu fjárfesta og á sama tíma að passa upp á að starfsmennirnir geti haldið áfram þar sem frá var horfið.“ Lactalis, franski mjólkurrisinn sem keypti fyrirtæki Sigga, er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna.
Tengdar fréttir Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20. desember 2017 07:45 Siggi heldur sig við Norður-Ameríku Sigurður Kjartan Hilmarsson, eigandi The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir sölu á vörum fyrirtækisins vera í takt við væntingar. Hefur engin áform um að hefja sölu á skyrinu Siggi's í löndum utan Norður-Ameríku. 29. október 2014 07:30 Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24 Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. 13. október 2017 07:36 Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20. desember 2017 07:45
Siggi heldur sig við Norður-Ameríku Sigurður Kjartan Hilmarsson, eigandi The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir sölu á vörum fyrirtækisins vera í takt við væntingar. Hefur engin áform um að hefja sölu á skyrinu Siggi's í löndum utan Norður-Ameríku. 29. október 2014 07:30
Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24
Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. 13. október 2017 07:36
Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent