Viðskipti erlent

Stefna Google fyrir að „mismuna“ hvítum karlmönnum

Kjartan Kjartansson skrifar
Fyrrverandi forritari Google málaði sig sem píslarvott málfrelsis þegar hann var rekinn vegna minnisblaðs þar sem hann gaf í skyn að konur væru síður hæfar í starfi en karlar vegna kynferðis þeirra.
Fyrrverandi forritari Google málaði sig sem píslarvott málfrelsis þegar hann var rekinn vegna minnisblaðs þar sem hann gaf í skyn að konur væru síður hæfar í starfi en karlar vegna kynferðis þeirra. Vísir/AFP

Tveir fyrrverandi starfsmenn tæknirisans Google hafa stefnt fyrirtækinu  vegna þess sem þeir telja  mismunun gegn íhaldssömum hvítum karlmönnum. Annar mannanna vakti athygli í fyrra þegar hann skrifaði umdeilt minnisblað þar sem hann hélt því fram að konur væru fámennar í hópi stjórnenda tæknifyrirtækja vegna líffræðilegs munar á þeim og karlmönnum.

Fullyrt er í stefnu tvímenninganna að Google notist við ólöglega ráðningarkvóta til þess að hygla konum og minnihlutahópum. Þeir saka Google um að verja ekki starfsmenn með íhaldssamar skoðanir, meðal annars þá sem styðja Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Þeir fullyrða ennfremur að innan veggja fyrirtækisins verði karlmenn fyrir aðkasti, ógnunum og hefndaraðgerðum vegna þess að þeir séu taldir íhaldssamir í skoðunum, karlmenn og hvítir. Lýsa þeir fyrirtækinu sem „hugmyndafræðilegum bergmálshelli“.

Lögmenn Google segjast hlakka til að verja fyrirtækið fyrir ásökununum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Þegar annar fyrrverandi starfsmaðurinn var rekinn sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að hlutar minnisblaðsins sem hann skrifaði hafi brotið gegn siðareglum starfsmanna. Það hafi einnig stuðlað að skaðlegum staðalmyndum kynjanna á vinnustaðnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.