Golfstöðin sýnir milljarðaviðureign Tiger og Mickelson Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2018 09:15 Phil og Tiger á góðri stundu. Vísir/Getty Einstæður viðburður fer fram í Las Vegas þann 23. nóvember næstkomandi þegar stórkylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson munu spila einn golfhring þar sem risastórar upphæðir eru í boði. Sýn hf. hefur tryggt sér sýningarréttinn á beinni útsendingu frá viðburðinum hér á landi. Sýnt verður frá viðureigninni, eða The Match eins og hún er kölluð vestanhafs, klukkan 20.00. Upphitun hefst klukkutíma fyrr en reiknað er með að útsendingin standi yfir til eitt eftir miðnætti. Útsendingin verður einnig seld sem stakur viðburður í myndlyklum Vodafone og Símans. Níu milljónir dollara, jafnvirði 1,1 milljarða króna, er í húfi fyrir þann sem spilar átján holurnar á Shadow Greek Gold Course-vellinum í Las Vegas á færri höggum. En auk þess að spila upp á stór peningaverðlaun munu þeir Tiger og Phil einnig setja ýmsilegt undir í hliðarveðmálum á meðan þeir spila hringinn. Til dæmis hver eigi lengsta upphafshöggið, hver komist næst holu, hver geti sett niður ákveðin pútt og svo framvegis. Sjónvarpsútsendingin sjálf mun einnig veita áhorfendum innsýn í heim kylfinganna sem þeir hafa ekki fengist að kynnast áður. Þannig verða báðir kylfingar með hljóðnema á sér á meðan þeir spila, drónar notaðir til að veita ný sjónarhorn í útsendinguna og ýmis tölfræði notuð til að reikna út líkur á ákveðnum niðurstöðum út frá spilamennsku kappanna. Tiger og Mickelson eru í hópi sigursælustu kylfinga sögunnar. Tiger hefur unnið fjórtán stórmót á ferlinum en Mickelson fimm, auk þess sem hann hefur sex sinnum hafnað í öðru sæti opna bandaríska meistaramótsins. Golf Tengdar fréttir Tiger og Mickelson spiluðu golf pong | Myndband Stjörnukylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson eru á fullu þessa dagana að auglýsa einvígi sitt sem fer fram í Las Vegas síðar í mánuðinum. 7. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Einstæður viðburður fer fram í Las Vegas þann 23. nóvember næstkomandi þegar stórkylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson munu spila einn golfhring þar sem risastórar upphæðir eru í boði. Sýn hf. hefur tryggt sér sýningarréttinn á beinni útsendingu frá viðburðinum hér á landi. Sýnt verður frá viðureigninni, eða The Match eins og hún er kölluð vestanhafs, klukkan 20.00. Upphitun hefst klukkutíma fyrr en reiknað er með að útsendingin standi yfir til eitt eftir miðnætti. Útsendingin verður einnig seld sem stakur viðburður í myndlyklum Vodafone og Símans. Níu milljónir dollara, jafnvirði 1,1 milljarða króna, er í húfi fyrir þann sem spilar átján holurnar á Shadow Greek Gold Course-vellinum í Las Vegas á færri höggum. En auk þess að spila upp á stór peningaverðlaun munu þeir Tiger og Phil einnig setja ýmsilegt undir í hliðarveðmálum á meðan þeir spila hringinn. Til dæmis hver eigi lengsta upphafshöggið, hver komist næst holu, hver geti sett niður ákveðin pútt og svo framvegis. Sjónvarpsútsendingin sjálf mun einnig veita áhorfendum innsýn í heim kylfinganna sem þeir hafa ekki fengist að kynnast áður. Þannig verða báðir kylfingar með hljóðnema á sér á meðan þeir spila, drónar notaðir til að veita ný sjónarhorn í útsendinguna og ýmis tölfræði notuð til að reikna út líkur á ákveðnum niðurstöðum út frá spilamennsku kappanna. Tiger og Mickelson eru í hópi sigursælustu kylfinga sögunnar. Tiger hefur unnið fjórtán stórmót á ferlinum en Mickelson fimm, auk þess sem hann hefur sex sinnum hafnað í öðru sæti opna bandaríska meistaramótsins.
Golf Tengdar fréttir Tiger og Mickelson spiluðu golf pong | Myndband Stjörnukylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson eru á fullu þessa dagana að auglýsa einvígi sitt sem fer fram í Las Vegas síðar í mánuðinum. 7. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger og Mickelson spiluðu golf pong | Myndband Stjörnukylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson eru á fullu þessa dagana að auglýsa einvígi sitt sem fer fram í Las Vegas síðar í mánuðinum. 7. nóvember 2018 12:30