Áskoranir í mannvirkjagerð Hilmar Harðarson skrifar 18. janúar 2018 07:00 Að byggja mannvirki er skapandi og skemmtilegt starf. Slíkt verk krefst fjölbreyttrar aðkomu alls kyns fagstétta með sérhæfða þekkingu á ólíkum viðfangsefnum. Það er gaman að taka þátt í því að byggja vandað hús yfir mannlíf eða leggja vegi og byggja brýr, sem síðar verða undirstaða grósku og nýrra tækifæra. Mannvirkjagerð er mikilvæg undirstöðuatvinnugrein í hverju þjóðfélagi. Það er mikilvægt að huga vel að þróun hennar og aðbúnaði þeirra sem þar starfa. Bæði ungt fólk, með nýja þekkingu, og eldra fólk með áratugareynslu þarf að una hag sínum vel. Aðbúnaður þarf að vera góður og kjör viðunandi. Misrétti milli starfsfólks og láglaunastefna í þágu skammtímahugsunar má ekki festa rætur. Það kemur bæði niður á gæðum mannvirkja og gæðum mannlífsins.Breytingar á vinnumarkaði Miklar breytingar hafa átt sér stað á íslenskum vinnumarkaði. Hann er orðinn alþjóðlegur. Erlent vinnuafl streymir hingað til starfa, og þá ekki síst í mannvirkjagerð. Við Íslendingar megum vera þakklát fyrir aðkomu hins erlenda vinnuafls. Í því felst mikil auðlind. En hér er líka margt að varast. EES-samningurinn kveður skýrt á um að ekki megi mismuna fólki eftir þjóðerni. Ekki má greiða erlendu vinnuafli lægri laun en íslensku fyrir sambærileg störf. Að undanförnu hefur Samiðn heimsótt fyrirtæki í mannvirkjagerð og kannað hvort erlent starfsfólk sé ráðið til vinnu á viðunandi kjörum, hver menntun þess er og hver aðbúnaður þess er. Það má ekki líðast að fyrirtæki ráði til sín erlenda starfskrafta, oft í gegnum starfsmannaleigur, á lúsarlaunum og að þeim sé jafnvel boðið upp á aðbúnað sem ekki telst með nokkru móti viðunandi. Sem betur fer hefur Samiðn orðið þess áskynja að flest fyrirtæki virða réttindi þessa starfsfólks. En þó svo að sú mynd sem birtist í vinnustaðaheimsóknum sé að flestu leyti ánægjuleg, eru því miður til slæm dæmi um hið gagnstæða, þar sem réttindi erlendra starfsmanna eru þverbrotin. Við hjá Samiðn viljum skapa breiða samstöðu um það, að útrýma að fullu slíku háttalagi fárra aðila. Við lítum á það sem mikilvæga áskorun á nýju ári.Hvar er fagþekkingin? Önnur mikilvæg áskorun á nýju ári er að skapa samstöðu um mikilvægi þess, að mannvirki séu reist af fólki með fagþekkingu. Í kjölfar heimsókna Samiðnar á vinnustaði hafa áleitnar spurningar vaknað. Svo virðist sem erlent starfsfólk sé í langflestum tilvikum skráð sem ófaglært verkafólk og nýtur launakjara í samræmi við það. Ef þessar skráningar eru réttar er ljóst að heilu stórhýsin eru reist hér á landi um þessar mundir án þess að faglærðir iðnaðarmenn komi að því verki, nema í eftirlitshlutverki. Það er að sjálfsögðu óviðunandi. Annað hvort er skráningin röng – og um faglært fólk er að ræða sem nýtur þá ekki kjara í samræmi við menntun sína – eða hús eru einfaldlega reist á Íslandi af ófaglærðu fólki. Hvort sem er raunin, þá er ljóst að þetta er mikið áhyggjuefni.Þörf á átaki Þörfin í mannvirkjagerð er ákaflega mikil á Íslandi. Það er skortur á íbúðum og þörf er á mikilli uppbyggingu alls kyns innviða, sem felur í sér bæði byggingu og viðhald mannvirkja. Það er gríðarlega brýnt að í því átaksverkefni sem fram undan er í þessum efnum, sé gætt að því að skammtímahugsun ráði ekki för, með von um skammtímagróða. Gæðin verða að vera mikil. Í byggingariðnaði þarf allt starfsfólk að búa við sömu kjör fyrir sambærileg störf og misrétti þarf að útrýma. Fagmennska, nýsköpun og reynsla þarf að vera í hávegum höfð. Ungt, menntað fólk þarf að laðast að greininni. Á nýju ári kallar Samiðn eftir samhentu átaki allra hagsmunaaðila til að tryggja að þessi markmið náist, íslensku þjóðfélagi til heilla á þessum miklu uppbyggingartímum. Höfundur er formaður Samiðnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Að byggja mannvirki er skapandi og skemmtilegt starf. Slíkt verk krefst fjölbreyttrar aðkomu alls kyns fagstétta með sérhæfða þekkingu á ólíkum viðfangsefnum. Það er gaman að taka þátt í því að byggja vandað hús yfir mannlíf eða leggja vegi og byggja brýr, sem síðar verða undirstaða grósku og nýrra tækifæra. Mannvirkjagerð er mikilvæg undirstöðuatvinnugrein í hverju þjóðfélagi. Það er mikilvægt að huga vel að þróun hennar og aðbúnaði þeirra sem þar starfa. Bæði ungt fólk, með nýja þekkingu, og eldra fólk með áratugareynslu þarf að una hag sínum vel. Aðbúnaður þarf að vera góður og kjör viðunandi. Misrétti milli starfsfólks og láglaunastefna í þágu skammtímahugsunar má ekki festa rætur. Það kemur bæði niður á gæðum mannvirkja og gæðum mannlífsins.Breytingar á vinnumarkaði Miklar breytingar hafa átt sér stað á íslenskum vinnumarkaði. Hann er orðinn alþjóðlegur. Erlent vinnuafl streymir hingað til starfa, og þá ekki síst í mannvirkjagerð. Við Íslendingar megum vera þakklát fyrir aðkomu hins erlenda vinnuafls. Í því felst mikil auðlind. En hér er líka margt að varast. EES-samningurinn kveður skýrt á um að ekki megi mismuna fólki eftir þjóðerni. Ekki má greiða erlendu vinnuafli lægri laun en íslensku fyrir sambærileg störf. Að undanförnu hefur Samiðn heimsótt fyrirtæki í mannvirkjagerð og kannað hvort erlent starfsfólk sé ráðið til vinnu á viðunandi kjörum, hver menntun þess er og hver aðbúnaður þess er. Það má ekki líðast að fyrirtæki ráði til sín erlenda starfskrafta, oft í gegnum starfsmannaleigur, á lúsarlaunum og að þeim sé jafnvel boðið upp á aðbúnað sem ekki telst með nokkru móti viðunandi. Sem betur fer hefur Samiðn orðið þess áskynja að flest fyrirtæki virða réttindi þessa starfsfólks. En þó svo að sú mynd sem birtist í vinnustaðaheimsóknum sé að flestu leyti ánægjuleg, eru því miður til slæm dæmi um hið gagnstæða, þar sem réttindi erlendra starfsmanna eru þverbrotin. Við hjá Samiðn viljum skapa breiða samstöðu um það, að útrýma að fullu slíku háttalagi fárra aðila. Við lítum á það sem mikilvæga áskorun á nýju ári.Hvar er fagþekkingin? Önnur mikilvæg áskorun á nýju ári er að skapa samstöðu um mikilvægi þess, að mannvirki séu reist af fólki með fagþekkingu. Í kjölfar heimsókna Samiðnar á vinnustaði hafa áleitnar spurningar vaknað. Svo virðist sem erlent starfsfólk sé í langflestum tilvikum skráð sem ófaglært verkafólk og nýtur launakjara í samræmi við það. Ef þessar skráningar eru réttar er ljóst að heilu stórhýsin eru reist hér á landi um þessar mundir án þess að faglærðir iðnaðarmenn komi að því verki, nema í eftirlitshlutverki. Það er að sjálfsögðu óviðunandi. Annað hvort er skráningin röng – og um faglært fólk er að ræða sem nýtur þá ekki kjara í samræmi við menntun sína – eða hús eru einfaldlega reist á Íslandi af ófaglærðu fólki. Hvort sem er raunin, þá er ljóst að þetta er mikið áhyggjuefni.Þörf á átaki Þörfin í mannvirkjagerð er ákaflega mikil á Íslandi. Það er skortur á íbúðum og þörf er á mikilli uppbyggingu alls kyns innviða, sem felur í sér bæði byggingu og viðhald mannvirkja. Það er gríðarlega brýnt að í því átaksverkefni sem fram undan er í þessum efnum, sé gætt að því að skammtímahugsun ráði ekki för, með von um skammtímagróða. Gæðin verða að vera mikil. Í byggingariðnaði þarf allt starfsfólk að búa við sömu kjör fyrir sambærileg störf og misrétti þarf að útrýma. Fagmennska, nýsköpun og reynsla þarf að vera í hávegum höfð. Ungt, menntað fólk þarf að laðast að greininni. Á nýju ári kallar Samiðn eftir samhentu átaki allra hagsmunaaðila til að tryggja að þessi markmið náist, íslensku þjóðfélagi til heilla á þessum miklu uppbyggingartímum. Höfundur er formaður Samiðnar.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun