Tiger bjargaði pari með ótrúlegu höggi úr skóginum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. mars 2018 08:30 Tiger Woods í erfiðri stöðu en leysti þetta vel. vísir/getty Tiger Woods heldur áfram að spila ágætlega í endurkomu sinni á PGA-mótaröðina, en hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum eftir fyrsta hringinn á Valspar-meistaramótinu sem hófst í gærkvöldi. Tiger kom í hús á 70 höggum eða einu höggi undir pari eftir nokkuð skrautlegan hring þar sem að hann fékk fimm fugla og fjóra skolla og sýndi nokkur ótrúleg tilþrif. Þau allra flottustu sáust á 16. braut þar sem Tiger sló boltann út í skóg úr teighögginu og þurfti að koma sér inn á braut og að flöt með því að slá boltann alveg upp við tré. Töframaðurinn Tiger sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum og kom sér úr skóginum í fína stöðu til að bjarga pari sem og hann gerði. Geggjað högg sem má sjá hér að neðan sem og það helsta frá fyrsta hringnum hans. Kanadamaðurin Corey Conners er efstur á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta hring en Whee Kim frá Suður-Kóreu er höggi á eftir sem og Bandaríkjamennirnir Nick Whatney og Keegan Bradley.Staðan á mótinu.Trouble in the trees for Tiger. #QuickHits pic.twitter.com/SGVRs1t5oz— PGA TOUR (@PGATOUR) March 8, 2018 Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods heldur áfram að spila ágætlega í endurkomu sinni á PGA-mótaröðina, en hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum eftir fyrsta hringinn á Valspar-meistaramótinu sem hófst í gærkvöldi. Tiger kom í hús á 70 höggum eða einu höggi undir pari eftir nokkuð skrautlegan hring þar sem að hann fékk fimm fugla og fjóra skolla og sýndi nokkur ótrúleg tilþrif. Þau allra flottustu sáust á 16. braut þar sem Tiger sló boltann út í skóg úr teighögginu og þurfti að koma sér inn á braut og að flöt með því að slá boltann alveg upp við tré. Töframaðurinn Tiger sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum og kom sér úr skóginum í fína stöðu til að bjarga pari sem og hann gerði. Geggjað högg sem má sjá hér að neðan sem og það helsta frá fyrsta hringnum hans. Kanadamaðurin Corey Conners er efstur á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta hring en Whee Kim frá Suður-Kóreu er höggi á eftir sem og Bandaríkjamennirnir Nick Whatney og Keegan Bradley.Staðan á mótinu.Trouble in the trees for Tiger. #QuickHits pic.twitter.com/SGVRs1t5oz— PGA TOUR (@PGATOUR) March 8, 2018
Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira