Verkefni kynslóðanna Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. september 2018 07:00 Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til ársins 2030, sem forsætisráðherra og sex aðrir ráðherrar kynntu í gær, mun vafalaust marka viss þáttaskil í málaflokknum á Íslandi. Þörf var á metnaðarfullri áætlun sem tekur af allan vafa um að yfirvöld hér á landi hafi vilja og getu til að horfast í augu við breytta tíma. Aðgerðaáætlunin ber vitni um þennan metnað og gefur tóninn fyrir þau krefjandi verkefni sem ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og almenningur þurfa að takast á við á næstu áratugum. Áætlunin byggir bæði á áformum um kolefnishlutleysi á Íslandi árið 2040 og á skuldbindingum landsins gagnvart alþjóðlegum samþykktum sem þjóðir heims hafa sameinast um. Áform ríkisstjórnarinnar eru tiltekin í 34 atriðum sem eiga að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni kolefnisbindingu úr andrúmslofti. Markmiðin eru einföld og skýr, en í framkvæmd útheimta þau margþætt og flókið átak. Átak sem krefst þess að við horfum lengra en fjögur ár fram í tímann, átak sem er dauðadæmt án vilja til að styðja við nýsköpun og framfarir í vísindum. Þetta er átak sem þarfnast bæði efnahagslegra hvata og aukinnar vitundar um óseðjandi neyslu okkar. Verkefni þetta er okkar kynslóðar að móta og ýta úr vör, þeirrar næstu að halda á lofti og framfylgja, og afkomenda þeirra að bæta og efla, á sama tíma og þau takast á við afleiðingar losunar okkar og forvera okkar. Í aðgerðaáætluninni er að finna vísi að þessu mikla kynslóðaverkefni sem felst í því að stemma stigu við losun. Og sem upphafspunktur á slíkri vegferð er hún til fyrirmyndar. Hins vegar er engin þjóð eyland í loftslagsmálum. Núverandi og yfirvofandi breytingar á veðurfari plánetunnar þekkja engin landamæri. Á næstu áratugum verður það ekki umflúið að aðlagast loftslagsbreytingum og hér á landi hefur ekki verið unnin heildstæð stefnumótun um slíka aðlögun. Slíkt þarf að gera sem fyrst, ekki aðeins vegna óvissu um áhrif loftslagsbreytinga á mikilvæga innviði landsins, heldur einnig vegna þess að samlegðaráhrif aðlögunar og samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda geta verið mikil. Um miðbik þessarar aldar munu allir jarðarbúar finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, ýmist beint eða óbeint. Fátækustu þjóðirnar munu finna mest fyrir áhrifunum, einmitt þjóðirnar sem minnsta ábyrgð bera á losuninni. Það verður aldrei nóg að einblína á áskoranir sem rúmast innan tiltekinna landamæra. Okkur ber siðferðileg skylda til að aðstoða þau sem ekki geta verndað sig fyrir loftslagsbreytingum. Og það er ekki síður mikilvægt verkefni kynslóðanna en markmið um minni losun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til ársins 2030, sem forsætisráðherra og sex aðrir ráðherrar kynntu í gær, mun vafalaust marka viss þáttaskil í málaflokknum á Íslandi. Þörf var á metnaðarfullri áætlun sem tekur af allan vafa um að yfirvöld hér á landi hafi vilja og getu til að horfast í augu við breytta tíma. Aðgerðaáætlunin ber vitni um þennan metnað og gefur tóninn fyrir þau krefjandi verkefni sem ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og almenningur þurfa að takast á við á næstu áratugum. Áætlunin byggir bæði á áformum um kolefnishlutleysi á Íslandi árið 2040 og á skuldbindingum landsins gagnvart alþjóðlegum samþykktum sem þjóðir heims hafa sameinast um. Áform ríkisstjórnarinnar eru tiltekin í 34 atriðum sem eiga að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni kolefnisbindingu úr andrúmslofti. Markmiðin eru einföld og skýr, en í framkvæmd útheimta þau margþætt og flókið átak. Átak sem krefst þess að við horfum lengra en fjögur ár fram í tímann, átak sem er dauðadæmt án vilja til að styðja við nýsköpun og framfarir í vísindum. Þetta er átak sem þarfnast bæði efnahagslegra hvata og aukinnar vitundar um óseðjandi neyslu okkar. Verkefni þetta er okkar kynslóðar að móta og ýta úr vör, þeirrar næstu að halda á lofti og framfylgja, og afkomenda þeirra að bæta og efla, á sama tíma og þau takast á við afleiðingar losunar okkar og forvera okkar. Í aðgerðaáætluninni er að finna vísi að þessu mikla kynslóðaverkefni sem felst í því að stemma stigu við losun. Og sem upphafspunktur á slíkri vegferð er hún til fyrirmyndar. Hins vegar er engin þjóð eyland í loftslagsmálum. Núverandi og yfirvofandi breytingar á veðurfari plánetunnar þekkja engin landamæri. Á næstu áratugum verður það ekki umflúið að aðlagast loftslagsbreytingum og hér á landi hefur ekki verið unnin heildstæð stefnumótun um slíka aðlögun. Slíkt þarf að gera sem fyrst, ekki aðeins vegna óvissu um áhrif loftslagsbreytinga á mikilvæga innviði landsins, heldur einnig vegna þess að samlegðaráhrif aðlögunar og samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda geta verið mikil. Um miðbik þessarar aldar munu allir jarðarbúar finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, ýmist beint eða óbeint. Fátækustu þjóðirnar munu finna mest fyrir áhrifunum, einmitt þjóðirnar sem minnsta ábyrgð bera á losuninni. Það verður aldrei nóg að einblína á áskoranir sem rúmast innan tiltekinna landamæra. Okkur ber siðferðileg skylda til að aðstoða þau sem ekki geta verndað sig fyrir loftslagsbreytingum. Og það er ekki síður mikilvægt verkefni kynslóðanna en markmið um minni losun.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun