Klikkaði viljandi til að slá ekki met hjá strák sem lést í skelfilegu slysi fyrir 25 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 13:30 Jordan Bohannon. Vísir/Getty Flestir íþróttamenn vilja eignast met ef þau eru á annað borð í boði en svo var þó ekki með ungan körfuboltamann frá Iowa á dögunum. Jordan Bohannon spilar með Iowa háskólanum og er flottur leikmaður. Hann átti möguleika á að bæta félagsmet Chris Street í leik Iowa á móti Northwestern. Jordan Bohannon var búinn að hitta úr 34 vítaskotum í röð og hafði með því jafnað met Chris Street. Met Chris Street var frá árinu 1993 en hann er ekki enn meðal okkar. Chris lést í bílslysi skömmu fyrir 21 árs afmælisdaginn sinn þegar bíllinn hans lenti framan á snjóplóg. Jordan Bohannon fór á vítalínuna en í stað þess að setja niður 35. vítaskotið sitt í röð þá klikkaði hann viljandi eins og sjá má hér fyrir neðan.Coolest miss you'll ever see. @JordanBo_3 needed one more free throw to break the late Chris Street's @IowaHoops record of 34 consecutive made free throws. After the game, he admitted he missed intentionally to keep the record in Street's name. pic.twitter.com/qHYZZDcOsJ — Big Ten Network (@BigTenNetwork) February 26, 2018 Lýsendurnir voru ekki vissir um hvort Jordan Bohannon hafi klikkað viljandi en það staðfesti hann sjálfur í viðtali eftir leikinn. Jordan Bohannon hafði þá skorað 25 stig og sjö þrista um leið og hann leiddi Iowa liði tl 77-70 sigurs. Viðtalið við Jordan Bohannon má sjá hér fyrir neðan."That's not my record to have. That record deserves to stay in his name." - @IowaHoops' @JordanBo_3 discussed his FT miss to remain tied with Chris Street's record of 34 consecutive made. pic.twitter.com/bzfOfZJD7n — Iowa On BTN (@IowaOnBTN) February 26, 2018 „Ég átti ekki rétt á því að eiga þetta met einn. Hann átti að eiga þetta met áfram. Ég hef verið náinn fjölskyldu hans síðustu ár. Ég varð meyr að hugsa um hans sögu í síðustu leikjum því ég var búinn að ákveða að gera þetta svona,“ sagði Jordan Bohannon í sjónvarpsviðtali við Big Ten Network. „Þetta er svo góður strákur. Hann er svo góðhjartaður. Það var mjög sérstakt að hann hugsaði til Christopher þegar hann gat slegið metið,“ sagði Patty Street móðir Chris Street um Bohannon í viðtali við Des Moines Register. Körfubolti Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Flestir íþróttamenn vilja eignast met ef þau eru á annað borð í boði en svo var þó ekki með ungan körfuboltamann frá Iowa á dögunum. Jordan Bohannon spilar með Iowa háskólanum og er flottur leikmaður. Hann átti möguleika á að bæta félagsmet Chris Street í leik Iowa á móti Northwestern. Jordan Bohannon var búinn að hitta úr 34 vítaskotum í röð og hafði með því jafnað met Chris Street. Met Chris Street var frá árinu 1993 en hann er ekki enn meðal okkar. Chris lést í bílslysi skömmu fyrir 21 árs afmælisdaginn sinn þegar bíllinn hans lenti framan á snjóplóg. Jordan Bohannon fór á vítalínuna en í stað þess að setja niður 35. vítaskotið sitt í röð þá klikkaði hann viljandi eins og sjá má hér fyrir neðan.Coolest miss you'll ever see. @JordanBo_3 needed one more free throw to break the late Chris Street's @IowaHoops record of 34 consecutive made free throws. After the game, he admitted he missed intentionally to keep the record in Street's name. pic.twitter.com/qHYZZDcOsJ — Big Ten Network (@BigTenNetwork) February 26, 2018 Lýsendurnir voru ekki vissir um hvort Jordan Bohannon hafi klikkað viljandi en það staðfesti hann sjálfur í viðtali eftir leikinn. Jordan Bohannon hafði þá skorað 25 stig og sjö þrista um leið og hann leiddi Iowa liði tl 77-70 sigurs. Viðtalið við Jordan Bohannon má sjá hér fyrir neðan."That's not my record to have. That record deserves to stay in his name." - @IowaHoops' @JordanBo_3 discussed his FT miss to remain tied with Chris Street's record of 34 consecutive made. pic.twitter.com/bzfOfZJD7n — Iowa On BTN (@IowaOnBTN) February 26, 2018 „Ég átti ekki rétt á því að eiga þetta met einn. Hann átti að eiga þetta met áfram. Ég hef verið náinn fjölskyldu hans síðustu ár. Ég varð meyr að hugsa um hans sögu í síðustu leikjum því ég var búinn að ákveða að gera þetta svona,“ sagði Jordan Bohannon í sjónvarpsviðtali við Big Ten Network. „Þetta er svo góður strákur. Hann er svo góðhjartaður. Það var mjög sérstakt að hann hugsaði til Christopher þegar hann gat slegið metið,“ sagði Patty Street móðir Chris Street um Bohannon í viðtali við Des Moines Register.
Körfubolti Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum