Fíllinn í stofunni Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2018 17:09 Það er ekki hægt að ræða skort á byggingarlandi í eigu borgarinnar án þess að minnast á flugvöllinn. Flugvöllurinn er besta byggingarlandið í borginni og það er kominn tími til að það verði nýtt í annað en lúxusstæði fyrir einkaþotur og dýrt innanlandsflug sem fáir nýta sér og getur vel flust annað. Flugvallarsvæðið er jafn stórt og vesturbærinn, miðborgin eða hlíðarnar. Þarna mun byggjast upp 20 þúsund manna blönduð byggð með íbúðum fyrir almennan markað, leiguíbúðir og stúdentaíbúðir með mikilli og öflugri þjónustu og atvinnuhúsnæði. Vatnsmýrin er rennislétt landsvæði á suðurströnd borgarinnar með háskólana tvo og Landspítalann í túnfætinum. Hverfi sem gerir ráð fyrir góðum almenningssamgöngum og hjólastígum frá fyrsta degi. Þétt borgarhverfi með góðri nærþjónustu í tengslum við stóra vinnustaði. Hverfi sem tengir saman hlíðarnar, miðborgina og vesturbæinn og svo Kópavoginn með brú yfir á Kársnesið. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær og það er algjörlega háð því hverjir stjórna. Á meðan umræðan um flugvöllinn kemst aldrei af öskurstiginu þar sem að rök og staðreyndir eru púaðar niður með tilfiningaþrungnum staðhæfingum um sjúkraflug þá er hætt við að allir hrökklist í burtu og að fíllinn fái hreinlega að taka sitt pláss í stofunni. Sjúkraflug er mjög mikilvægt og því þarf að sinna. Því getur vel verið sinnt úr Hvassahrauni. Það er staðreynd. Nú hefur „neyðarbrautin“ verið lokuð í ár og uppbygging á Hlíðarendasvæðinu komin vel af stað. Á þessum 12 mánuðum hefur ekkert alvarlegt atvik komið upp í tengslum við sjúkraflug. Á sama tímbili hafa 14 látist og 165 slasast alvarlvega í umferðarslysum og auk þess má að líkindum rekja 80 ótímabær dauðsföll til svifryksmengunar á sama tímabili. Staðreyndin er nefnilega sú að það er ekki nákvæm staðsetning innanlandsflugvallar sem ógnar lífi og heilsu landsmanna heldur mikil og hröð bílaumferð og mengunin sem henni fylgir. Í því samhengi er nauðsynlegt að benda á að það mun muna 50 milljónum ekinna kílómetra á ári á því hvort 20 þúsund manna byggð verði í Vatnsmýrinni eða austan Elliðaá. Þessi aukni akstur þýðir aukin umferð, meiri tafir, meiri mengun og aukið svifryk. Við það að keyra þessa 50 milljón kílómetra má gera ráð fyrir að 10 manns slasist í umferðinni og þar af tveir alvarlega. Ég vil því fílinn burt, flugvöll í Hvassahrauni og blómlega byggð í Vatnsmýrinni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að ræða skort á byggingarlandi í eigu borgarinnar án þess að minnast á flugvöllinn. Flugvöllurinn er besta byggingarlandið í borginni og það er kominn tími til að það verði nýtt í annað en lúxusstæði fyrir einkaþotur og dýrt innanlandsflug sem fáir nýta sér og getur vel flust annað. Flugvallarsvæðið er jafn stórt og vesturbærinn, miðborgin eða hlíðarnar. Þarna mun byggjast upp 20 þúsund manna blönduð byggð með íbúðum fyrir almennan markað, leiguíbúðir og stúdentaíbúðir með mikilli og öflugri þjónustu og atvinnuhúsnæði. Vatnsmýrin er rennislétt landsvæði á suðurströnd borgarinnar með háskólana tvo og Landspítalann í túnfætinum. Hverfi sem gerir ráð fyrir góðum almenningssamgöngum og hjólastígum frá fyrsta degi. Þétt borgarhverfi með góðri nærþjónustu í tengslum við stóra vinnustaði. Hverfi sem tengir saman hlíðarnar, miðborgina og vesturbæinn og svo Kópavoginn með brú yfir á Kársnesið. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær og það er algjörlega háð því hverjir stjórna. Á meðan umræðan um flugvöllinn kemst aldrei af öskurstiginu þar sem að rök og staðreyndir eru púaðar niður með tilfiningaþrungnum staðhæfingum um sjúkraflug þá er hætt við að allir hrökklist í burtu og að fíllinn fái hreinlega að taka sitt pláss í stofunni. Sjúkraflug er mjög mikilvægt og því þarf að sinna. Því getur vel verið sinnt úr Hvassahrauni. Það er staðreynd. Nú hefur „neyðarbrautin“ verið lokuð í ár og uppbygging á Hlíðarendasvæðinu komin vel af stað. Á þessum 12 mánuðum hefur ekkert alvarlegt atvik komið upp í tengslum við sjúkraflug. Á sama tímbili hafa 14 látist og 165 slasast alvarlvega í umferðarslysum og auk þess má að líkindum rekja 80 ótímabær dauðsföll til svifryksmengunar á sama tímabili. Staðreyndin er nefnilega sú að það er ekki nákvæm staðsetning innanlandsflugvallar sem ógnar lífi og heilsu landsmanna heldur mikil og hröð bílaumferð og mengunin sem henni fylgir. Í því samhengi er nauðsynlegt að benda á að það mun muna 50 milljónum ekinna kílómetra á ári á því hvort 20 þúsund manna byggð verði í Vatnsmýrinni eða austan Elliðaá. Þessi aukni akstur þýðir aukin umferð, meiri tafir, meiri mengun og aukið svifryk. Við það að keyra þessa 50 milljón kílómetra má gera ráð fyrir að 10 manns slasist í umferðinni og þar af tveir alvarlega. Ég vil því fílinn burt, flugvöll í Hvassahrauni og blómlega byggð í Vatnsmýrinni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar í Reykjavík.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun