Þessar tíu viðskiptahugmyndir keppa til úrslita í Gullegginu Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. október 2018 12:00 Hér ber að líta fulltrúa fimm hugmynda sem keppa munu til úrslita í Gullegginu í nóvemberbyrjun. Vísir/Gulleggið Endurvinnsla á kaffikorg, kartöflubjór og ferðamannasamfélagsvefur eru meðal þeirra 10 hugmynda sem keppa munu til úrslita í frumkvöðlakeppninni Gullegginu, sem Icelandic Startups blæs til árlega. Keppninni bárust rúmlega 130 margvíslegar viðskiptahugmyndir og hafa þátttakendur Gulleggsins unnið að því síðustu mánuði að þróa markvissar og raunhæfar áætlanir úr hugmyndum sínum. Að þeirri vinnu lokinni bárust aðstandendum Gulleggsins um 40 viðskiptaáætlanir. Áætlanirnar voru vegnar og metnar af fjölmennum rýnihópi fagaðila sem veittu þeim einkunn. Tíu stigahæstu hugmyndirnar, sem keppa munu til úrslita á lokadegi Gulleggsins þann 3. nóvember næstkomandi, eru eftirfarandi:Álfur ætlar sér að brugga bjór úr því sem fellur til við framleiðslu kartöfluvara.Gulleggið9am Iceland 9amIceland er að þróa hugbúnaðarlausn sem mun hjálpa fólki á leið um landið að nálgast samþættar upplýsingar um norðurljós, veður, færð og áhugaverða staði með því að birta gögn frá viðurkenndum stofnunum á einföldu, sérsníðanlegu og gagnvirku korti. Álfur Beer Álfur bruggar bjór úr kartöfluskræli og afskorningum sem verða til afgangs í framleiðslu kartöfluvara og fara annars til spillis. Úr verður léttur og auðdrekkanlegur bjór úr úrvals íslensku hráefni sem minnkar sóun matvæla. Ekki banka: Trygginga- og lánagátt Ekki banka hjálpar neytendum að leita bestu kjara á lána- og tryggingamarkaði.Aðstandendur Flowvr vilja bjóða upp á framúrstefnulega hugleiðslu.GulleggiðByggingasamvinnufélag SUBL Markmiðið er að fá reiti sem liggja miðsvæðis og vel við almennningssamgöngum á höfuðborgar-svæðinu og byggja þar þétta, lágvaxna og vistvæna byggð þar sem aðrir samgöngumátar en bíllinn hafa forgang.Eirium Eirium þróar dreifðan hugbúnað sem eykur gegnsæi, traust og nýtni í því fjármagni sem lagt er til hjálparstarfs, neyðar- og þróunaraðstoðar um allan heim.Flowvr Flowvr býður uppá áhrifaríka hugleiðslu í alltumlykjandi sýndarveruleika. Värk-verjar vilja virkja kaffikorg.GulleggiðGreiði Greiði er app og markaður fyrir öll möguleg verk sem finnast í samfélagi okkar. Þar geta verkkaupar auðveldlega leitað að fjölbreyttri þjónustu, fundið verktaka í málið, borið saman verð og pantað þjónustu á skilvirkan máta. Vantar þig einhvern til að slá grasið þitt? Passa hundinn í fríinu? Laga pípulagnirnar? Frönskukennslu? Aðstoð við að flytja? Greiðinn getur hjálpað þér við þetta og margt annað.Koride Koride er samfélagsvefur sem tengir saman ferðamenn og auðveldar þeim að kynnast, skipuleggja ferðir saman og deila kostnaði af þeim.TAPP TAPP er hugbúnaður hannaður fyrir kvikmyndagerðarfólk og aðra verktaka. TAPP mun halda utan um verkefni, unna tíma og útlagðan kostnað og rukka fyrir þá vinnu með útsendingu reikninga og innheimtu í gegnum kerfið. Fyrirtæki geta einnig nýtt sér TAPP til að fylgjast með tímaskráningu starfsmanna sinna í rauntíma og borið þá saman við fjárhagsáætlun hvers verkefnis fyrir sig.VÄRK Vara sem gerir fólki kleift að endurvinna kaffikorg til þess að rækta ostrusveppi heima hjá sér.Greiði vill auðvelda fólki að ganga í hin ýmsu verk.GulleggiðSem fyrr segir munu hóparnir kynna hugmyndir sínar fyrir dómnefnd á lokadegi Gulleggsins 3. nóvember næstkomandi. Síðar þann dag kemur í ljós hvaða hugmynd hlýtur Gulleggið í ár og eina milljón króna í verðlaun. Keppnin er nú haldin í tólfta sinn en Gullegið hefur alið af sér fjöldan allan af sprotafyrirtækjum sem mörg eru orðin að stórum fyrirtækjum. Sem dæmi um fyrri þátttakendur má nefna Meniga, Karolina Fund, Clara, eTactica, Controlant, Nude Magazine, Róró Lulla doll, Pink Iceland, Videntifier og Cooori. Sigurvegarar Gulleggsins í fyrra voru Atmonia, fyrirtæki sem þróar byltingarkennt ferli til umhverfisvænnar áburðarframleiðslu á smáskala.Koride vill tengja ferðamenn betur saman.Gulleggið Hjálparstarf Nýsköpun Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Endurvinnsla á kaffikorg, kartöflubjór og ferðamannasamfélagsvefur eru meðal þeirra 10 hugmynda sem keppa munu til úrslita í frumkvöðlakeppninni Gullegginu, sem Icelandic Startups blæs til árlega. Keppninni bárust rúmlega 130 margvíslegar viðskiptahugmyndir og hafa þátttakendur Gulleggsins unnið að því síðustu mánuði að þróa markvissar og raunhæfar áætlanir úr hugmyndum sínum. Að þeirri vinnu lokinni bárust aðstandendum Gulleggsins um 40 viðskiptaáætlanir. Áætlanirnar voru vegnar og metnar af fjölmennum rýnihópi fagaðila sem veittu þeim einkunn. Tíu stigahæstu hugmyndirnar, sem keppa munu til úrslita á lokadegi Gulleggsins þann 3. nóvember næstkomandi, eru eftirfarandi:Álfur ætlar sér að brugga bjór úr því sem fellur til við framleiðslu kartöfluvara.Gulleggið9am Iceland 9amIceland er að þróa hugbúnaðarlausn sem mun hjálpa fólki á leið um landið að nálgast samþættar upplýsingar um norðurljós, veður, færð og áhugaverða staði með því að birta gögn frá viðurkenndum stofnunum á einföldu, sérsníðanlegu og gagnvirku korti. Álfur Beer Álfur bruggar bjór úr kartöfluskræli og afskorningum sem verða til afgangs í framleiðslu kartöfluvara og fara annars til spillis. Úr verður léttur og auðdrekkanlegur bjór úr úrvals íslensku hráefni sem minnkar sóun matvæla. Ekki banka: Trygginga- og lánagátt Ekki banka hjálpar neytendum að leita bestu kjara á lána- og tryggingamarkaði.Aðstandendur Flowvr vilja bjóða upp á framúrstefnulega hugleiðslu.GulleggiðByggingasamvinnufélag SUBL Markmiðið er að fá reiti sem liggja miðsvæðis og vel við almennningssamgöngum á höfuðborgar-svæðinu og byggja þar þétta, lágvaxna og vistvæna byggð þar sem aðrir samgöngumátar en bíllinn hafa forgang.Eirium Eirium þróar dreifðan hugbúnað sem eykur gegnsæi, traust og nýtni í því fjármagni sem lagt er til hjálparstarfs, neyðar- og þróunaraðstoðar um allan heim.Flowvr Flowvr býður uppá áhrifaríka hugleiðslu í alltumlykjandi sýndarveruleika. Värk-verjar vilja virkja kaffikorg.GulleggiðGreiði Greiði er app og markaður fyrir öll möguleg verk sem finnast í samfélagi okkar. Þar geta verkkaupar auðveldlega leitað að fjölbreyttri þjónustu, fundið verktaka í málið, borið saman verð og pantað þjónustu á skilvirkan máta. Vantar þig einhvern til að slá grasið þitt? Passa hundinn í fríinu? Laga pípulagnirnar? Frönskukennslu? Aðstoð við að flytja? Greiðinn getur hjálpað þér við þetta og margt annað.Koride Koride er samfélagsvefur sem tengir saman ferðamenn og auðveldar þeim að kynnast, skipuleggja ferðir saman og deila kostnaði af þeim.TAPP TAPP er hugbúnaður hannaður fyrir kvikmyndagerðarfólk og aðra verktaka. TAPP mun halda utan um verkefni, unna tíma og útlagðan kostnað og rukka fyrir þá vinnu með útsendingu reikninga og innheimtu í gegnum kerfið. Fyrirtæki geta einnig nýtt sér TAPP til að fylgjast með tímaskráningu starfsmanna sinna í rauntíma og borið þá saman við fjárhagsáætlun hvers verkefnis fyrir sig.VÄRK Vara sem gerir fólki kleift að endurvinna kaffikorg til þess að rækta ostrusveppi heima hjá sér.Greiði vill auðvelda fólki að ganga í hin ýmsu verk.GulleggiðSem fyrr segir munu hóparnir kynna hugmyndir sínar fyrir dómnefnd á lokadegi Gulleggsins 3. nóvember næstkomandi. Síðar þann dag kemur í ljós hvaða hugmynd hlýtur Gulleggið í ár og eina milljón króna í verðlaun. Keppnin er nú haldin í tólfta sinn en Gullegið hefur alið af sér fjöldan allan af sprotafyrirtækjum sem mörg eru orðin að stórum fyrirtækjum. Sem dæmi um fyrri þátttakendur má nefna Meniga, Karolina Fund, Clara, eTactica, Controlant, Nude Magazine, Róró Lulla doll, Pink Iceland, Videntifier og Cooori. Sigurvegarar Gulleggsins í fyrra voru Atmonia, fyrirtæki sem þróar byltingarkennt ferli til umhverfisvænnar áburðarframleiðslu á smáskala.Koride vill tengja ferðamenn betur saman.Gulleggið
Hjálparstarf Nýsköpun Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent