Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék fyrsta hringinn á Rocco Forte mótinu í Sikiley á einu höggi yfir pari. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.
Birgir er sem stendur jafn í 53. sæti mótsins en hann lék hringinn á 72 höggum. Hann fékk einn örn, tvo fugla, þrjá skolla, einn tvöfaldan skolla og ellefu pör.
Alls verða leiknir fjórir hringir en Birgir á næst leik á morgun.
Hægt er að sjá stöðu mótsins hér.
Birgir Leifur einu höggi yfir pari
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið





Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn