Hlutkesti réði ákvörðun um málshöfðun í lóðamáli Sigmars og Skúla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2018 14:00 Sigmar Vilhjálmsson fyrir utan dómsal í héraðsdómi þegar málið var tekið fyrir. Vísir/Vilhelm Ákvörðun hluthafafundar félagsins Stemmu hf. um að selja fyrirtækinu FOX ehf. tvær lóðir á Hvolsvelli þar sem byggt var eldfjallasetur var til þess fallin að afla öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað hluthafa eða félagsins. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigmars Vilhjálmsonar gegn fyrrverandi viðskiptafélaga hans, Skúla Gunnari Sigfússyni, í gegnum félagið Sjarm og garm ehf. en félagið er í eigu þeirra beggja. Stefnan beindist gegn félaginu Stemmu ehf. sem er í meirihlutaeigu Skúla. Sjarmur og garmur á 36 prósenta hlut í Stemmu. Krafðist Sigmar þess að ákvörðun hluthafafundar Stemmu þann 9. maí árið 2016 þar sem samþykkt var að selja fyrirtækinu FOX ehf. tvær lóðir á Hvolsvelli þar sem byggt var eldfjallasetur yrði ógild. Ítarlega var fjallað um dómsmálið þegar aðalmeðferð þess fór fram.Sjá einnig: „Ég hef engan áhuga á því að taka þátt í frekari viðskiptum við Sigmar Vilhjálmsson“ Í dómi Héraðsdóms sem féll fyrir helgi en birtur var í dag kemur fram að hlutkesti hafi ráðið því að ákvörðun var tekin um málshöfðun Sjarms og garms ehf í málinu. Sem fyrr segir er félagið í eigu Skúla og Sigmars. Atkvæði féllu jöfn á hluthafafundi félagsins þann 23. desember 2016 þegar taka átti atkvæði um málshöfðunina og því þurfti að varpa hlutkesti sem virðist hafa fallið Sigmari í vil. Fyrir dómi var meðal annars tekist á um hvort sú ákvörðun hafi verið tekin með lögmætum hætti en í dómi héraðsdóms segir að ekkert í samþykktum félagsins kveði á um hvernig með skuli fara ef atkvæði falla jöfn, því væri ákvörðunin lögleg.Sigmar Vilhjálmsson bar málsgögn inn í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar málið var tekið fyrir.Vísir/VilhelmSigmar fékk betra tilboð frá Íslandshótelum Upphaf málsins má rekja til hugmyndar sem Skúli kynnti fyrir Sigmari árið 2014 um að byggja eldfjalla- og jarðhræringasetur á Hvolsvelli. Síðar kom svo bygging hótels inn í verkefnið.Árið 2015 fór samstarfið þó að súrna og svo fór að í september árið 2015 var lagt fram tilboð í lóðirnar sem deilt var um. Tilboðið var frá Þingvangi og FOX ehf. upp á 25 milljónir króna fyrir réttinn til bygginga á báðum lóðum. Tilboðinu var hafnað.Sjá einnig: Sigmar segir „samlokusalann“ Skúla hafa stundað „siðlausa viðskiptahættiFór Sigmar þá á fund með Íslandshótelum til þess að fá betra tilboð en borist hafði í lóðirnar. Fékk hann tilboð upp á 50 milljónir króna í lóðirnar frá Íslandshótelunum en tilboðinu var ekki svarað af Stemmu.Nokkrum mánuðum síðar var á hluthafafundi Stemmu 9. maí 2016 tekið fyrir annað tilboð frá FOX ehf. um kaup á lóðunum tveimur og öðrum réttindum upp á 25 milljónir auk annarra 15 milljóna. Var því tilboði tekið og var það ákvörðun sem Sigmar vildi fá hnekkt.Sigmar Vilhjálmsson og Skúli Gunnar Sigfússon á meðan allt lék í lyndi, á yfirborðinu hið minnsta.Fréttablaðið/StefánLóðirnar mun verðmætari en þeir voru seldar á að mati matsmanna Fyrir dómi var kynnt matsgerð og var niðurstaða hennar að virði lóðarréttindanna hafi verið umtalsvert meira en það verð sem stefndi seldi þau á, önnur lóðin væri metin á 100-110 milljónir en hin á 25 milljónir. Í dómi héraðsdóms segir að ágreiningur um virði lóðarréttindanna hafi gefið fullt tilefni til þess að afla verðmats eða setja af stað söluferli svo að auðveldara væri að leggja mat á virði lóðanna og að stefndi yrði að bera hallann af því að það var ekki gert.Sjá einnig: Sigmar segir sigurinn í dómsmálinu gegn Skúla vera súrsætan „Með umræddri ákvörðun var eign stefnda ráðstafað til aðila sem tengdist ákveðnum hluthafahópi félagsins á verði sem var umtalsvert lægra en virði hennar samkvæmt fyrirliggjandi matsgerð,“ segir í dómi Héraðsdóms sem ógildi ákvörðun hluthafafundarins. Þá þarf Stemma einnig að greiða fjórar milljónir króna í málskostnað vegna málsins, að því er segir í dómi héraðsdóms. Tengdar fréttir Sigmar segir „samlokusalann“ Skúla hafa stundað „siðlausa viðskiptahætti“ Ég ætla ekki að kenna börnum mínum að það sé í lagi að láta svíkja sig, svívirða og niðurlægja án þess að maður standi á rétti sínum, segir Sigmar Vilhjálmsson. 24. maí 2018 00:28 Sigmar segir sigurinn í dómsmálinu gegn Skúla vera súrsætan Sigmar Vilhjálmsson og félag hans Sjarmur og Garmur ehf. unnu í dag sigur í dómsmáli gegn Skúla Gunnari Skúlasyni og félaginu Stemmu, sem er í meirihlutaeigu Skúla. 21. júní 2018 16:34 „Ég hef engan áhuga á því að taka þátt í frekari viðskiptum við Sigmar Vilhjálmsson“ Reynsluleysi athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar í fasteignabransanum, langvarandi deilur hans og Skúla Gunnars Sigfússonar og aðkoma Pálmars Harðarsonar eiganda FOX ehf., að byggingu eldfjallaseturs á Hvolsvelli var á meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferð í máli Sigmars gegn Skúla við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 24. maí 2018 17:15 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Ákvörðun hluthafafundar félagsins Stemmu hf. um að selja fyrirtækinu FOX ehf. tvær lóðir á Hvolsvelli þar sem byggt var eldfjallasetur var til þess fallin að afla öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað hluthafa eða félagsins. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigmars Vilhjálmsonar gegn fyrrverandi viðskiptafélaga hans, Skúla Gunnari Sigfússyni, í gegnum félagið Sjarm og garm ehf. en félagið er í eigu þeirra beggja. Stefnan beindist gegn félaginu Stemmu ehf. sem er í meirihlutaeigu Skúla. Sjarmur og garmur á 36 prósenta hlut í Stemmu. Krafðist Sigmar þess að ákvörðun hluthafafundar Stemmu þann 9. maí árið 2016 þar sem samþykkt var að selja fyrirtækinu FOX ehf. tvær lóðir á Hvolsvelli þar sem byggt var eldfjallasetur yrði ógild. Ítarlega var fjallað um dómsmálið þegar aðalmeðferð þess fór fram.Sjá einnig: „Ég hef engan áhuga á því að taka þátt í frekari viðskiptum við Sigmar Vilhjálmsson“ Í dómi Héraðsdóms sem féll fyrir helgi en birtur var í dag kemur fram að hlutkesti hafi ráðið því að ákvörðun var tekin um málshöfðun Sjarms og garms ehf í málinu. Sem fyrr segir er félagið í eigu Skúla og Sigmars. Atkvæði féllu jöfn á hluthafafundi félagsins þann 23. desember 2016 þegar taka átti atkvæði um málshöfðunina og því þurfti að varpa hlutkesti sem virðist hafa fallið Sigmari í vil. Fyrir dómi var meðal annars tekist á um hvort sú ákvörðun hafi verið tekin með lögmætum hætti en í dómi héraðsdóms segir að ekkert í samþykktum félagsins kveði á um hvernig með skuli fara ef atkvæði falla jöfn, því væri ákvörðunin lögleg.Sigmar Vilhjálmsson bar málsgögn inn í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar málið var tekið fyrir.Vísir/VilhelmSigmar fékk betra tilboð frá Íslandshótelum Upphaf málsins má rekja til hugmyndar sem Skúli kynnti fyrir Sigmari árið 2014 um að byggja eldfjalla- og jarðhræringasetur á Hvolsvelli. Síðar kom svo bygging hótels inn í verkefnið.Árið 2015 fór samstarfið þó að súrna og svo fór að í september árið 2015 var lagt fram tilboð í lóðirnar sem deilt var um. Tilboðið var frá Þingvangi og FOX ehf. upp á 25 milljónir króna fyrir réttinn til bygginga á báðum lóðum. Tilboðinu var hafnað.Sjá einnig: Sigmar segir „samlokusalann“ Skúla hafa stundað „siðlausa viðskiptahættiFór Sigmar þá á fund með Íslandshótelum til þess að fá betra tilboð en borist hafði í lóðirnar. Fékk hann tilboð upp á 50 milljónir króna í lóðirnar frá Íslandshótelunum en tilboðinu var ekki svarað af Stemmu.Nokkrum mánuðum síðar var á hluthafafundi Stemmu 9. maí 2016 tekið fyrir annað tilboð frá FOX ehf. um kaup á lóðunum tveimur og öðrum réttindum upp á 25 milljónir auk annarra 15 milljóna. Var því tilboði tekið og var það ákvörðun sem Sigmar vildi fá hnekkt.Sigmar Vilhjálmsson og Skúli Gunnar Sigfússon á meðan allt lék í lyndi, á yfirborðinu hið minnsta.Fréttablaðið/StefánLóðirnar mun verðmætari en þeir voru seldar á að mati matsmanna Fyrir dómi var kynnt matsgerð og var niðurstaða hennar að virði lóðarréttindanna hafi verið umtalsvert meira en það verð sem stefndi seldi þau á, önnur lóðin væri metin á 100-110 milljónir en hin á 25 milljónir. Í dómi héraðsdóms segir að ágreiningur um virði lóðarréttindanna hafi gefið fullt tilefni til þess að afla verðmats eða setja af stað söluferli svo að auðveldara væri að leggja mat á virði lóðanna og að stefndi yrði að bera hallann af því að það var ekki gert.Sjá einnig: Sigmar segir sigurinn í dómsmálinu gegn Skúla vera súrsætan „Með umræddri ákvörðun var eign stefnda ráðstafað til aðila sem tengdist ákveðnum hluthafahópi félagsins á verði sem var umtalsvert lægra en virði hennar samkvæmt fyrirliggjandi matsgerð,“ segir í dómi Héraðsdóms sem ógildi ákvörðun hluthafafundarins. Þá þarf Stemma einnig að greiða fjórar milljónir króna í málskostnað vegna málsins, að því er segir í dómi héraðsdóms.
Tengdar fréttir Sigmar segir „samlokusalann“ Skúla hafa stundað „siðlausa viðskiptahætti“ Ég ætla ekki að kenna börnum mínum að það sé í lagi að láta svíkja sig, svívirða og niðurlægja án þess að maður standi á rétti sínum, segir Sigmar Vilhjálmsson. 24. maí 2018 00:28 Sigmar segir sigurinn í dómsmálinu gegn Skúla vera súrsætan Sigmar Vilhjálmsson og félag hans Sjarmur og Garmur ehf. unnu í dag sigur í dómsmáli gegn Skúla Gunnari Skúlasyni og félaginu Stemmu, sem er í meirihlutaeigu Skúla. 21. júní 2018 16:34 „Ég hef engan áhuga á því að taka þátt í frekari viðskiptum við Sigmar Vilhjálmsson“ Reynsluleysi athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar í fasteignabransanum, langvarandi deilur hans og Skúla Gunnars Sigfússonar og aðkoma Pálmars Harðarsonar eiganda FOX ehf., að byggingu eldfjallaseturs á Hvolsvelli var á meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferð í máli Sigmars gegn Skúla við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 24. maí 2018 17:15 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Sigmar segir „samlokusalann“ Skúla hafa stundað „siðlausa viðskiptahætti“ Ég ætla ekki að kenna börnum mínum að það sé í lagi að láta svíkja sig, svívirða og niðurlægja án þess að maður standi á rétti sínum, segir Sigmar Vilhjálmsson. 24. maí 2018 00:28
Sigmar segir sigurinn í dómsmálinu gegn Skúla vera súrsætan Sigmar Vilhjálmsson og félag hans Sjarmur og Garmur ehf. unnu í dag sigur í dómsmáli gegn Skúla Gunnari Skúlasyni og félaginu Stemmu, sem er í meirihlutaeigu Skúla. 21. júní 2018 16:34
„Ég hef engan áhuga á því að taka þátt í frekari viðskiptum við Sigmar Vilhjálmsson“ Reynsluleysi athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar í fasteignabransanum, langvarandi deilur hans og Skúla Gunnars Sigfússonar og aðkoma Pálmars Harðarsonar eiganda FOX ehf., að byggingu eldfjallaseturs á Hvolsvelli var á meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferð í máli Sigmars gegn Skúla við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 24. maí 2018 17:15