Ekkert bakslag í þessa baráttu Hanna Katrín Friðriksson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Þær eru sláandi nýlegar fréttir af miklum fjölda þeirra sem deyja hér á landi úr of stórum skammti vímuefna. Ýmis ávanabindandi lyfseðilsskyld lyf eru þar ofarlega á blaði. Svipaðar fréttir frá nágrannalöndum okkar eru harkaleg áminning til okkar um það að enginn er eyland þegar kemur að vímuefnabaráttunni. Það á að sjálfsögðu að vera í algjörum forgangi heilbrigðisyfirvalda að grípa til aðgerða til að stemma stigu við þessari ógnvænlegu þróun. Þar skiptir hins vegar ekki bara máli hvað er gert, heldur líka hvernig. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur rætt um ýmsar aðgerðir sem eru í deiglunni hjá yfirvöldum t.d. hert aðgengi að lyfjum og neyslurými. Þetta eru þarfar aðgerðir, en ég vil hnykkja á því að það þarf skýra sýn á heildarmyndina. Heilbrigðisráðherra hefur boðað skipan starfshóps sem á að móta tillögur um hvernig hægt er að draga úr mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Þar munu m.a. fulltrúar Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis eiga sæti. Það er bæði gott og rétt, en með fullri virðingu fyrir þeim stofnunum þá eru önnur sjónarmið nauðsynleg inn í þessa vinnu. Það má t.d. spyrja hvort fulltrúum Rauða krossins, og þá sérstaklega verkefnisins Frú Ragnheiður, verði boðið sæti í nefndinni. Hér er um að ræða aðila sem þekkja vel til þess hóps sem þegar stendur höllum fæti, fólks sem þegar er háð umræddum efnum. Þar er hætta á bakslagi ef ekki er gætt að fjölbreyttum skaðaminnkandi viðhaldsmeðferðum, öðrum sértækum meðferðarúrræðum og aðgengi að neyslurýmum samhliða umræddum aðgerðum heilbrigðisyfirvalda. Það er því einkar mikilvægt að talsmenn þessa jaðarhóps fái sæti við borðið í þeim starfshópi sem ráðherra boðar. Bann- og refsistefna má ekki vera eina leiðarstefið. Við þurfum fjölbreytt úrræði bæði til skaðaminnkunar og til lækninga til viðbótar við nauðsynlegar aðgerðir sem herða aðgengið. Heilbrigðisyfirvöld verða að svara því kalli og það fljótt.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þær eru sláandi nýlegar fréttir af miklum fjölda þeirra sem deyja hér á landi úr of stórum skammti vímuefna. Ýmis ávanabindandi lyfseðilsskyld lyf eru þar ofarlega á blaði. Svipaðar fréttir frá nágrannalöndum okkar eru harkaleg áminning til okkar um það að enginn er eyland þegar kemur að vímuefnabaráttunni. Það á að sjálfsögðu að vera í algjörum forgangi heilbrigðisyfirvalda að grípa til aðgerða til að stemma stigu við þessari ógnvænlegu þróun. Þar skiptir hins vegar ekki bara máli hvað er gert, heldur líka hvernig. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur rætt um ýmsar aðgerðir sem eru í deiglunni hjá yfirvöldum t.d. hert aðgengi að lyfjum og neyslurými. Þetta eru þarfar aðgerðir, en ég vil hnykkja á því að það þarf skýra sýn á heildarmyndina. Heilbrigðisráðherra hefur boðað skipan starfshóps sem á að móta tillögur um hvernig hægt er að draga úr mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Þar munu m.a. fulltrúar Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis eiga sæti. Það er bæði gott og rétt, en með fullri virðingu fyrir þeim stofnunum þá eru önnur sjónarmið nauðsynleg inn í þessa vinnu. Það má t.d. spyrja hvort fulltrúum Rauða krossins, og þá sérstaklega verkefnisins Frú Ragnheiður, verði boðið sæti í nefndinni. Hér er um að ræða aðila sem þekkja vel til þess hóps sem þegar stendur höllum fæti, fólks sem þegar er háð umræddum efnum. Þar er hætta á bakslagi ef ekki er gætt að fjölbreyttum skaðaminnkandi viðhaldsmeðferðum, öðrum sértækum meðferðarúrræðum og aðgengi að neyslurýmum samhliða umræddum aðgerðum heilbrigðisyfirvalda. Það er því einkar mikilvægt að talsmenn þessa jaðarhóps fái sæti við borðið í þeim starfshópi sem ráðherra boðar. Bann- og refsistefna má ekki vera eina leiðarstefið. Við þurfum fjölbreytt úrræði bæði til skaðaminnkunar og til lækninga til viðbótar við nauðsynlegar aðgerðir sem herða aðgengið. Heilbrigðisyfirvöld verða að svara því kalli og það fljótt.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun