Greiðir yfir níu milljarða fyrir hlutinn í HS Orku Hörður Ægisson skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Gengið var frá kaupunum í byrjun síðasta mánaðar en seljandi er fagfjárfestasjóðurinn ORK. VÍSIR/ANDRI MARINÓ Svissneska fjárfestingarfélagið DC Renewable Energy AG, sem er í eigu Bretans Edmunds Truell sem hefur lengi unnið að því að koma á sæstreng á milli Íslands og Bretlands, greiðir allt að rúmlega níu milljarða króna fyrir 12,7 prósenta hlut í HS Orku. Hluti greiðslunnar, eða um einn milljarður, er árangurstengdur afkomu HS Orku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við kaupverðið er markaðsvirði HS Orku í dag því um 72 milljarðar króna. Gengið var frá kaupunum í byrjun síðasta mánaðar, eins og fyrst var greint frá í Fréttablaðinu, en seljandi er fagfjárfestasjóðurinn ORK. Meirihluti söluandvirðisins, eða í kringum fimm milljarðar, fer í að greiða upp skuldabréf sem ORK gaf út 2012 í tengslum við kaup sjóðsins á svonefndu Magma-skuldabréfi af Reykjanesbæ en eftirstöðvarnar – mögulega allt að fjórir milljarðar – falla í skaut Reykjanesbæjar. Í árslok 2017 var langtímakrafa Reykjanesbæjar á fagfjárfestasjóðinn ORK metinn á 1.332 milljónir í ársreikningi og því gæti bókfærður hagnaður bæjarsjóðs vegna sölu ORK á hlutnum í HS Orku numið um 2.800 milljónum króna. Tilboð DC Renewable Energy í hlutinn í HS Orku var talsvert hærra en annarra fjárfesta sem gerðu tilboð en það var fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hafði umsjón með söluferlinu. Nafnvirði hlutafjárins sem félagið kaupir er um 997 milljónir og hljóðaði tilboðið upp á rúmlega átta krónur fyrir hvern hlut, án tillits til árangurstengdrar greiðslu. Til samanburðar verðmat Jarðvarmi, samlagshlutafélag fjórtán lífeyrissjóða sem eiga þriðjungshlut í HS Orku, hlutafé sitt á 6,22 krónur á hlut í árslok 2017. Stjórn Jarðvarma hefur nú til skoðunar, í samræmi við samþykktir HS Orku, hvort félagið hyggist nýta sér forkaupsrétt og bæta þannig við sig 12,7 prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Markaðarins er hins vegar ólíklegt að það verði niðurstaðan en félagið hefur frest til að taka afstöðu til forkaupsréttarins fram í byrjun næsta mánaðar. Þá hefur stærsti hluthafi HS Orku, kanadíska orkufyrirtækið Innergex, boðið til sölu tæplega 54 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu, eins og upplýst var um í Markaðnum þann 24. október síðastliðinn. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum rann út síðastliðinn föstudag en ráðgjafar Innergex í söluferlinu eru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory. Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Svissneska fjárfestingarfélagið DC Renewable Energy AG, sem er í eigu Bretans Edmunds Truell sem hefur lengi unnið að því að koma á sæstreng á milli Íslands og Bretlands, greiðir allt að rúmlega níu milljarða króna fyrir 12,7 prósenta hlut í HS Orku. Hluti greiðslunnar, eða um einn milljarður, er árangurstengdur afkomu HS Orku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við kaupverðið er markaðsvirði HS Orku í dag því um 72 milljarðar króna. Gengið var frá kaupunum í byrjun síðasta mánaðar, eins og fyrst var greint frá í Fréttablaðinu, en seljandi er fagfjárfestasjóðurinn ORK. Meirihluti söluandvirðisins, eða í kringum fimm milljarðar, fer í að greiða upp skuldabréf sem ORK gaf út 2012 í tengslum við kaup sjóðsins á svonefndu Magma-skuldabréfi af Reykjanesbæ en eftirstöðvarnar – mögulega allt að fjórir milljarðar – falla í skaut Reykjanesbæjar. Í árslok 2017 var langtímakrafa Reykjanesbæjar á fagfjárfestasjóðinn ORK metinn á 1.332 milljónir í ársreikningi og því gæti bókfærður hagnaður bæjarsjóðs vegna sölu ORK á hlutnum í HS Orku numið um 2.800 milljónum króna. Tilboð DC Renewable Energy í hlutinn í HS Orku var talsvert hærra en annarra fjárfesta sem gerðu tilboð en það var fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hafði umsjón með söluferlinu. Nafnvirði hlutafjárins sem félagið kaupir er um 997 milljónir og hljóðaði tilboðið upp á rúmlega átta krónur fyrir hvern hlut, án tillits til árangurstengdrar greiðslu. Til samanburðar verðmat Jarðvarmi, samlagshlutafélag fjórtán lífeyrissjóða sem eiga þriðjungshlut í HS Orku, hlutafé sitt á 6,22 krónur á hlut í árslok 2017. Stjórn Jarðvarma hefur nú til skoðunar, í samræmi við samþykktir HS Orku, hvort félagið hyggist nýta sér forkaupsrétt og bæta þannig við sig 12,7 prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Markaðarins er hins vegar ólíklegt að það verði niðurstaðan en félagið hefur frest til að taka afstöðu til forkaupsréttarins fram í byrjun næsta mánaðar. Þá hefur stærsti hluthafi HS Orku, kanadíska orkufyrirtækið Innergex, boðið til sölu tæplega 54 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu, eins og upplýst var um í Markaðnum þann 24. október síðastliðinn. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum rann út síðastliðinn föstudag en ráðgjafar Innergex í söluferlinu eru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira