Kennari úr Verzló opnaði snúðavagn með syni sínum Stefán Árni Pálsson skrifar 15. september 2018 11:00 Danival Örn Egilsson opnaði snúðavagn með Agli Helga Lárussyni. „Við vorum í London 2016, vorum að fara saman á leik og förum á stað sem gerir út á að vera með nýbakaða kanilsnúða. Þá í rauninni kviknaði áhugi á kanilsnúðum, ekkert endilega vagni eða neitt slíkt heldur bara á snúðunum,“ segir Danival Örn Egilsson, sem hóf í sumar rekstur snúðavagns á Skólavörðuholti ásamt föður sínum, Agli Helga Lárussyni. Sá kennir viðskiptagreinar í Verzlunarskóla Íslands og voru því hæg heimantökin að reyna við eigin rekstur. „Svo fórum við að gera þetta í afmælum og fjölskylduveislum, svo þegar viðbrögðin urðu alveg rosaleg í afmælum datt okkur í hug að þetta gæti verið eitthvað meira en bara fjölskyldubakkelsi,“ segir Egill.Hörð samkeppni í matvögnumStaðurinn opnar í sumar, en fjölbreyttir matarvagnar hafa sprottið upp á landinu undanfarin ár, þá sérstaklega í miðborg Reykjavíkur þar sem kaupa má ýmiss konar fisk, humar, hamborgara og pylsur úr slíkum vögnum – svo dæmi séu tekin – auk þess sem hinn rótgróni Vöffluvagn hefur staðið örfáum metrum frá snúðavagni feðganna í sumar. „Það er ekki mikið mál að koma þessu af stað, kaupa vagn, koma honum til landsins og annað. Þegar þú ert kominn af stað þá hins verður þetta erfitt, enda þarftu að hafa úthaldið og áhugann til að keyra þetta áfram,“ segir Egill.Nánari feðgar fyrir vikiðSonurinn tekur að miklu leyti við keflinu í vetur, svo Egill hafi sjálfur tími til að sinna kennslunni. Þeir segja ýmsa hnökra hafa komið upp við undirbúning, t.a.m. þegar þeir mættu til Manchester að sækja vagninn stuttu áður en til stóð að hefja rekstur – en koma þar að hálfkláruðum vagni. Aftur á móti hafi reksturinn og samvinna við að sigrast á hinum ýmsu hindrunum orðið til þess að gera þá feðga enn nánari. „Okkur hefur alltaf langað að gera eitthvað saman, fara út í einhvers konar rekstur eða annað ef tækifæri gæfist, þannig að við ákváðum að láta bara verða af þessu,“ segir Danival.Rætt var við þá Egil og Danival í Íslandi í dag í gærkvöldi. Þar var auk þess litið við á slökkvistöðinni í Hafnarfirði, þar sem undirbúningur var í fullum gangi fyrir Íslandsmót slökkviliða sem haldið verður í fyrsta sinn í dag. Þar var m.a. rætt um starfið, álagið og áhugaverðan bakgrunn íslenskra slökkviliðsmanna – en fram til ársins 2015 var aðeins ein kona í hópnum. Innslagið um feðgana hefst eftir um fimm og hálfa mínútu. Ísland í dag Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
„Við vorum í London 2016, vorum að fara saman á leik og förum á stað sem gerir út á að vera með nýbakaða kanilsnúða. Þá í rauninni kviknaði áhugi á kanilsnúðum, ekkert endilega vagni eða neitt slíkt heldur bara á snúðunum,“ segir Danival Örn Egilsson, sem hóf í sumar rekstur snúðavagns á Skólavörðuholti ásamt föður sínum, Agli Helga Lárussyni. Sá kennir viðskiptagreinar í Verzlunarskóla Íslands og voru því hæg heimantökin að reyna við eigin rekstur. „Svo fórum við að gera þetta í afmælum og fjölskylduveislum, svo þegar viðbrögðin urðu alveg rosaleg í afmælum datt okkur í hug að þetta gæti verið eitthvað meira en bara fjölskyldubakkelsi,“ segir Egill.Hörð samkeppni í matvögnumStaðurinn opnar í sumar, en fjölbreyttir matarvagnar hafa sprottið upp á landinu undanfarin ár, þá sérstaklega í miðborg Reykjavíkur þar sem kaupa má ýmiss konar fisk, humar, hamborgara og pylsur úr slíkum vögnum – svo dæmi séu tekin – auk þess sem hinn rótgróni Vöffluvagn hefur staðið örfáum metrum frá snúðavagni feðganna í sumar. „Það er ekki mikið mál að koma þessu af stað, kaupa vagn, koma honum til landsins og annað. Þegar þú ert kominn af stað þá hins verður þetta erfitt, enda þarftu að hafa úthaldið og áhugann til að keyra þetta áfram,“ segir Egill.Nánari feðgar fyrir vikiðSonurinn tekur að miklu leyti við keflinu í vetur, svo Egill hafi sjálfur tími til að sinna kennslunni. Þeir segja ýmsa hnökra hafa komið upp við undirbúning, t.a.m. þegar þeir mættu til Manchester að sækja vagninn stuttu áður en til stóð að hefja rekstur – en koma þar að hálfkláruðum vagni. Aftur á móti hafi reksturinn og samvinna við að sigrast á hinum ýmsu hindrunum orðið til þess að gera þá feðga enn nánari. „Okkur hefur alltaf langað að gera eitthvað saman, fara út í einhvers konar rekstur eða annað ef tækifæri gæfist, þannig að við ákváðum að láta bara verða af þessu,“ segir Danival.Rætt var við þá Egil og Danival í Íslandi í dag í gærkvöldi. Þar var auk þess litið við á slökkvistöðinni í Hafnarfirði, þar sem undirbúningur var í fullum gangi fyrir Íslandsmót slökkviliða sem haldið verður í fyrsta sinn í dag. Þar var m.a. rætt um starfið, álagið og áhugaverðan bakgrunn íslenskra slökkviliðsmanna – en fram til ársins 2015 var aðeins ein kona í hópnum. Innslagið um feðgana hefst eftir um fimm og hálfa mínútu.
Ísland í dag Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira