Fordæmalausar sektarheimildir María Kristjánsdóttir skrifar 20. júní 2018 07:00 Eitt af síðustu verkum Alþingis þann 13. júní 2018 áður en þingmenn héldu í sumarfrí var að samþykkja ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frumvarpið var keyrt í gegnum Alþingi á miklum hraða á síðustu dögum þingsins, sem er sérstakt og í raun gagnrýnivert í ljósi þess um hversu veigamikið og flókið mál er að ræða. Með lögunum er ný persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins innleidd í íslensk lög, en reglugerðin felur í sér umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á þessu réttarsviði í tvo áratugi og markar því mikilvæg tímamót. Ein veigamesta nýjungin eru stórauknar valdheimildir sem Persónuvernd eru fengnar í hendur í tengslum við viðurlög við brotum á ákvæðum laganna. Þau viðurlög sem kveðið er á um í nýju lögunum eru stjórnvaldssektir og refsingar, en að auki er heimilt að beita dagsektum í ákveðnum tilvikum. Helsta nýmæli laganna hvað þetta varðar er heimild til að leggja stjórnvaldssekt á þá sem brjóta gegn ákvæðum laganna, bæði einkaaðila og opinbera aðila. Sektarfjárhæðirnar sem mælt er fyrir um eru með því hæsta sem þekkist í íslenskum lögum, en sektarramminn er frá 100 þúsund krónum til 2,4 milljarða króna fyrir alvarlegustu brotin. Í þeim tilfellum sem fyrirtæki hefur gerst brotlegt við ákvæði laganna getur sektin numið 4% af árlegri heildarveltu á heimsvísu og því ekki útilokað að sektarfjárhæðin verði hærri en 2,4 milljarðar króna. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að afar ólíklegt verður að teljast að lögð verði sekt að fjárhæð 2,4 milljarðar króna á íslensk fyrirtæki. Sektarhámarkið tekur mið af því umhverfi sem persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins er sett í og að öllum líkindum aðeins stór alþjóðleg fyrirtæki með tugmilljarða króna í veltu sem munu sjá slíkar sektarfjárhæðir. Engu að síður er ljóst að sektir sem lagðar verða á íslensk fyrirtæki geta numið afar háum fjárhæðum og varða lögin því mikilvæga hagsmuni fyrirtækja. Víða í íslenskum lögum er mælt fyrir um heimild til að leggja á stjórnvaldssektir. Algengt er að hámark sektarfjárhæðar á lögaðila sé á bilinu 10-50 milljónir króna. Fjármálaeftirlitið hefur þó heimild til að leggja stjórnvaldssekt allt að 800 milljónir króna á eftirlitsskylda lögaðila, þ. á m. fjármálafyrirtæki. Þá er ennfremur rétt að nefna að samkeppnislög heimila Samkeppniseftirlitinu að leggja á sektir sem geta numið allt að 10% af heildarveltu fyrirtækja. Það er því ljóst að fjárhæð stjórnvaldssekta sem mælt er fyrir um í hinum nýju lögum um persónuvernd er langtum hærri en það sem áður hefur þekkst í íslensku lagaumhverfi. Til þess að spá fyrir um beitingu stjórnvaldssekta samkvæmt nýjum lögum um persónuvernd er áhugavert að skoða framkvæmd á beitingu stjórnvaldssekta í samkeppnisrétti hingað til. Núgildandi samkeppnislög voru sett 2005 og sama ár var Samkeppniseftirlitið sett á stofn. Á rúmlega tíu ára tímabili frá miðju ári 2005 til fyrri hluta árs 2016 sektaði stofnunin 63 fyrirtæki fyrir brot gegn samkeppnislögum og nam samanlögð fjárhæð stjórnvaldssekta í umræddum málum rúmlega 8 milljörðum. Sektir Samkeppniseftirlitsins í einstökum málum hafa jafnframt numið hundruðum milljóna, allt að 650 milljónum króna. Framkvæmd og beiting stjórnvaldssekta á sviði samkeppnisréttar sýnir glögglega að eftirlitsstofnanir hér á landi veigra sér ekki við að beita þeim valdheimildum sem þær hafa. Það er engin ástæða til að ætla annað en að hið sama muni gilda um Persónuvernd. Á þessu ári hafa fjárheimildir til Persónuverndar verið auknar verulega í þeim tilgangi að styrkja starfsemi stofnunarinnar til að geta betur sinnt eftirlitshlutverki sínu samkvæmt nýjum lögum. Þá er jafnframt gert ráð fyrir því að fjárheimildir Persónuverndar muni enn aukast á næstu árum með tilheyrandi fjölgun starfsfólks. Af framangreindu er ljóst að ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga fela í sér stórauknar valdheimildir Persónuverndar með heimild til að leggja á hæstu sektir sem um getur í íslensku lagaumhverfi. Ekkert bendir til annars en að heimild þessari verði beitt gagnvart brotlegum aðilum. Allir aðilar sem vinna með persónuupplýsingar einstaklinga hafa því gífurlega hagsmuni af því að starfsemi þeirra uppfylli ákvæði laganna. Lögin munu taka gildi 15. júlí næstkomandi og því ekki seinna vænna að taka meðferð persónuupplýsinga innan fyrirtækja til gaumgæfilegrar skoðunar út frá ákvæðum hinna nýju laga.Höfundur er lögmaður á LEX. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Eitt af síðustu verkum Alþingis þann 13. júní 2018 áður en þingmenn héldu í sumarfrí var að samþykkja ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frumvarpið var keyrt í gegnum Alþingi á miklum hraða á síðustu dögum þingsins, sem er sérstakt og í raun gagnrýnivert í ljósi þess um hversu veigamikið og flókið mál er að ræða. Með lögunum er ný persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins innleidd í íslensk lög, en reglugerðin felur í sér umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á þessu réttarsviði í tvo áratugi og markar því mikilvæg tímamót. Ein veigamesta nýjungin eru stórauknar valdheimildir sem Persónuvernd eru fengnar í hendur í tengslum við viðurlög við brotum á ákvæðum laganna. Þau viðurlög sem kveðið er á um í nýju lögunum eru stjórnvaldssektir og refsingar, en að auki er heimilt að beita dagsektum í ákveðnum tilvikum. Helsta nýmæli laganna hvað þetta varðar er heimild til að leggja stjórnvaldssekt á þá sem brjóta gegn ákvæðum laganna, bæði einkaaðila og opinbera aðila. Sektarfjárhæðirnar sem mælt er fyrir um eru með því hæsta sem þekkist í íslenskum lögum, en sektarramminn er frá 100 þúsund krónum til 2,4 milljarða króna fyrir alvarlegustu brotin. Í þeim tilfellum sem fyrirtæki hefur gerst brotlegt við ákvæði laganna getur sektin numið 4% af árlegri heildarveltu á heimsvísu og því ekki útilokað að sektarfjárhæðin verði hærri en 2,4 milljarðar króna. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að afar ólíklegt verður að teljast að lögð verði sekt að fjárhæð 2,4 milljarðar króna á íslensk fyrirtæki. Sektarhámarkið tekur mið af því umhverfi sem persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins er sett í og að öllum líkindum aðeins stór alþjóðleg fyrirtæki með tugmilljarða króna í veltu sem munu sjá slíkar sektarfjárhæðir. Engu að síður er ljóst að sektir sem lagðar verða á íslensk fyrirtæki geta numið afar háum fjárhæðum og varða lögin því mikilvæga hagsmuni fyrirtækja. Víða í íslenskum lögum er mælt fyrir um heimild til að leggja á stjórnvaldssektir. Algengt er að hámark sektarfjárhæðar á lögaðila sé á bilinu 10-50 milljónir króna. Fjármálaeftirlitið hefur þó heimild til að leggja stjórnvaldssekt allt að 800 milljónir króna á eftirlitsskylda lögaðila, þ. á m. fjármálafyrirtæki. Þá er ennfremur rétt að nefna að samkeppnislög heimila Samkeppniseftirlitinu að leggja á sektir sem geta numið allt að 10% af heildarveltu fyrirtækja. Það er því ljóst að fjárhæð stjórnvaldssekta sem mælt er fyrir um í hinum nýju lögum um persónuvernd er langtum hærri en það sem áður hefur þekkst í íslensku lagaumhverfi. Til þess að spá fyrir um beitingu stjórnvaldssekta samkvæmt nýjum lögum um persónuvernd er áhugavert að skoða framkvæmd á beitingu stjórnvaldssekta í samkeppnisrétti hingað til. Núgildandi samkeppnislög voru sett 2005 og sama ár var Samkeppniseftirlitið sett á stofn. Á rúmlega tíu ára tímabili frá miðju ári 2005 til fyrri hluta árs 2016 sektaði stofnunin 63 fyrirtæki fyrir brot gegn samkeppnislögum og nam samanlögð fjárhæð stjórnvaldssekta í umræddum málum rúmlega 8 milljörðum. Sektir Samkeppniseftirlitsins í einstökum málum hafa jafnframt numið hundruðum milljóna, allt að 650 milljónum króna. Framkvæmd og beiting stjórnvaldssekta á sviði samkeppnisréttar sýnir glögglega að eftirlitsstofnanir hér á landi veigra sér ekki við að beita þeim valdheimildum sem þær hafa. Það er engin ástæða til að ætla annað en að hið sama muni gilda um Persónuvernd. Á þessu ári hafa fjárheimildir til Persónuverndar verið auknar verulega í þeim tilgangi að styrkja starfsemi stofnunarinnar til að geta betur sinnt eftirlitshlutverki sínu samkvæmt nýjum lögum. Þá er jafnframt gert ráð fyrir því að fjárheimildir Persónuverndar muni enn aukast á næstu árum með tilheyrandi fjölgun starfsfólks. Af framangreindu er ljóst að ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga fela í sér stórauknar valdheimildir Persónuverndar með heimild til að leggja á hæstu sektir sem um getur í íslensku lagaumhverfi. Ekkert bendir til annars en að heimild þessari verði beitt gagnvart brotlegum aðilum. Allir aðilar sem vinna með persónuupplýsingar einstaklinga hafa því gífurlega hagsmuni af því að starfsemi þeirra uppfylli ákvæði laganna. Lögin munu taka gildi 15. júlí næstkomandi og því ekki seinna vænna að taka meðferð persónuupplýsinga innan fyrirtækja til gaumgæfilegrar skoðunar út frá ákvæðum hinna nýju laga.Höfundur er lögmaður á LEX.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun