„Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. október 2018 17:00 Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Í hagspánni segir að helstu áhættuþættir sem hagkerfið standi frammi fyrir um þessar mundir séu spenna á vinnumarkaði og staða ferðaþjónustunnar. Greiningardeildin spáir launahækkunum umfram það sem samrýmist verðstöðugleika og lítilsháttar vexti í komum ferðamanna. „Við erum að sjá að það er að snöggkólna í hagkerfinu. Það mun hægja á hagvexti en við erum að spá 1,3 prósent hagvexti á næsta ári. Miðað við hvernig efnahagshorfurnar hafa verið að þróast þá myndi ég segja að óvissan hafi aukist og áhættan er meiri niður á við heldur en hún hefur verið áður,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Verðbólgan mælist nú 2,8 prósent sem er 0,3 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiði. Greiningardeild Arion banka spáir því að verðbólga fari yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans strax á næsta ári en þau eru við 4 prósenta verðbólgu. „Þetta eru fyrst og fremst innlendar kostnaðarhækkanir sem eru að drífa áfram verðbólguna. Við erum að gera ráð fyrir launahækkunum. Við erum að gera ráð fyrir því að krónan veikist til lengri tíma litið og við höfum séð mjög snarpa gengisveikingu að undanförnu sem er að koma inn í verðbólguna. Þannig að verðbólgan er að hækka hratt,“ segir Erna. Það verður áhugavert að sjá hvort Seðlabanki Íslands muni taka undir þessa spá Arion banka en Seðlabankinn birtir uppfærða þjóðhags- og verðbólguspá sína í ritinu Peningamálum hinn 7. nóvember næstkomandi. Uppfærðar spár verða kynntar þennan dag samhliða vaxatákvörðun peningastefnunefndar bankans. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaTakmarkað svigrúm til að auka útlán Það er fleira en kólnun hagkerfisins og aukin verðbólga sem veldur starfsmönnum greiningardeildar Arion banka áhyggjum. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildarinnar segir að lítil krónueign stóru bankanna þriggja og stífar eiginfjár- og lausafjárkröfur Fjármálaeftirlitsins muni takmarka svigrúm bankanna til að auka útlán sín nógu mikið til að standa undir áframhaldandi hagvexti. „Ég held að bankarnir munu halda áfram að vaxa og auka útlán en til lengri tíma litið kann þetta að hafa þau áhrif að vextir munu hækka og eftirspurn eftir krónum er þá meiri en framboð af krónum til að lána inn í þessa eftirspurn. Þannig hefur maður áhyggjur af því að vaxtastig hækki umfram það sem gerist eingöngu við stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans,“ segir Stefán Broddi. Íslenska krónan Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Í hagspánni segir að helstu áhættuþættir sem hagkerfið standi frammi fyrir um þessar mundir séu spenna á vinnumarkaði og staða ferðaþjónustunnar. Greiningardeildin spáir launahækkunum umfram það sem samrýmist verðstöðugleika og lítilsháttar vexti í komum ferðamanna. „Við erum að sjá að það er að snöggkólna í hagkerfinu. Það mun hægja á hagvexti en við erum að spá 1,3 prósent hagvexti á næsta ári. Miðað við hvernig efnahagshorfurnar hafa verið að þróast þá myndi ég segja að óvissan hafi aukist og áhættan er meiri niður á við heldur en hún hefur verið áður,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Verðbólgan mælist nú 2,8 prósent sem er 0,3 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiði. Greiningardeild Arion banka spáir því að verðbólga fari yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans strax á næsta ári en þau eru við 4 prósenta verðbólgu. „Þetta eru fyrst og fremst innlendar kostnaðarhækkanir sem eru að drífa áfram verðbólguna. Við erum að gera ráð fyrir launahækkunum. Við erum að gera ráð fyrir því að krónan veikist til lengri tíma litið og við höfum séð mjög snarpa gengisveikingu að undanförnu sem er að koma inn í verðbólguna. Þannig að verðbólgan er að hækka hratt,“ segir Erna. Það verður áhugavert að sjá hvort Seðlabanki Íslands muni taka undir þessa spá Arion banka en Seðlabankinn birtir uppfærða þjóðhags- og verðbólguspá sína í ritinu Peningamálum hinn 7. nóvember næstkomandi. Uppfærðar spár verða kynntar þennan dag samhliða vaxatákvörðun peningastefnunefndar bankans. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaTakmarkað svigrúm til að auka útlán Það er fleira en kólnun hagkerfisins og aukin verðbólga sem veldur starfsmönnum greiningardeildar Arion banka áhyggjum. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildarinnar segir að lítil krónueign stóru bankanna þriggja og stífar eiginfjár- og lausafjárkröfur Fjármálaeftirlitsins muni takmarka svigrúm bankanna til að auka útlán sín nógu mikið til að standa undir áframhaldandi hagvexti. „Ég held að bankarnir munu halda áfram að vaxa og auka útlán en til lengri tíma litið kann þetta að hafa þau áhrif að vextir munu hækka og eftirspurn eftir krónum er þá meiri en framboð af krónum til að lána inn í þessa eftirspurn. Þannig hefur maður áhyggjur af því að vaxtastig hækki umfram það sem gerist eingöngu við stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans,“ segir Stefán Broddi.
Íslenska krónan Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent