Álögur lækki í Reykjavík Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 23. maí 2018 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur fyrir þessar borgarstjórnarkosningar kynnt skynsamlega og metnaðarfulla stefnu í mörgum málum sem auka mun lífsgæði borgaranna og bæta daglegt líf, til að mynda í dagvistunar- og leikskólamálum. Fleiri valkostir, fjölbreyttari þjónusta. Ekki er vanþörf á því að nýleg þjónustukönnun í stærstu sveitarfélögum landsins sýnir að hvergi eru íbúarnir óánægðari með þjónustu leikskóla og grunnskóla en í Reykjavík, sjálfri höfuðborg landsins. Borgin hefur brugðist á fleiri sviðum. Hún fær falleinkunn á fimm af níu mælikvörðum fjármála í nýrri skýrslu Samtaka atvinnulífsins. Og hún er Íslandsmeistari í skattbyrði í flokki stærstu sveitarfélaga landsins, því að ekkert þeirra tekur til sín hærra hlutfall af tekjum íbúanna en Reykjavík gerir. Þetta er afleitt og þessu ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að breyta. Það má ekki alltaf vera fyrsta svar hins opinbera að seilast dýpra og dýpra ofan í vasa heimilanna í landinu, oft til að fjármagna óskilvirkt og þunglamalegt bákn. Stjórnvöld verða að líta í eigin barm, hagræða og forgangsraða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því boðað að hann ætli að lækka útsvar borgarbúa í þrepum á hverju ári þar til það verður komið undir 14%. Þetta eru góð og skynsamleg áform sem auka munu ráðstöfunartekjur einstaklinga og fjölskyldna í Reykjavík. Það er kominn tími til að breyta í borginni.Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fyrir þessar borgarstjórnarkosningar kynnt skynsamlega og metnaðarfulla stefnu í mörgum málum sem auka mun lífsgæði borgaranna og bæta daglegt líf, til að mynda í dagvistunar- og leikskólamálum. Fleiri valkostir, fjölbreyttari þjónusta. Ekki er vanþörf á því að nýleg þjónustukönnun í stærstu sveitarfélögum landsins sýnir að hvergi eru íbúarnir óánægðari með þjónustu leikskóla og grunnskóla en í Reykjavík, sjálfri höfuðborg landsins. Borgin hefur brugðist á fleiri sviðum. Hún fær falleinkunn á fimm af níu mælikvörðum fjármála í nýrri skýrslu Samtaka atvinnulífsins. Og hún er Íslandsmeistari í skattbyrði í flokki stærstu sveitarfélaga landsins, því að ekkert þeirra tekur til sín hærra hlutfall af tekjum íbúanna en Reykjavík gerir. Þetta er afleitt og þessu ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að breyta. Það má ekki alltaf vera fyrsta svar hins opinbera að seilast dýpra og dýpra ofan í vasa heimilanna í landinu, oft til að fjármagna óskilvirkt og þunglamalegt bákn. Stjórnvöld verða að líta í eigin barm, hagræða og forgangsraða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því boðað að hann ætli að lækka útsvar borgarbúa í þrepum á hverju ári þar til það verður komið undir 14%. Þetta eru góð og skynsamleg áform sem auka munu ráðstöfunartekjur einstaklinga og fjölskyldna í Reykjavík. Það er kominn tími til að breyta í borginni.Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar