Spieth leiðir Masters eftir fimm fugla í röð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. apríl 2018 23:11 Spieth spilaði frábært golf í dag visir/getty Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth leiðir Mastersmótið í golfi eftir fyrsta keppnisdag á Augusta National vellinum. Mótið er fyrsta risamót ársins í karlagolfinu. Spieth spilaði frábæran hring í dag og fékk fimm fugla í röð á 13. - 17. holu. Hann lenti í smá ógöngum á síðustu holunni og fékk skolla þar en endaði leik á sex höggum undir pari.Five. Count 'em. FIVE birdies in a row.@JordanSpieth leads by THREE at #theMasterspic.twitter.com/NqSr0c4mfS — PGA TOUR (@PGATOUR) April 5, 2018 Hann er með tveggja högga forystu á Tony Finau og Matt Kuchar sem fóru báðir hringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Tiger Woods lauk leik á einu höggi yfir pari sem skilaði honum í 29. - 41. sæti. Norður-írinn Rory McIlroy lauk leik á þremur höggum undir pari líkt og sex aðrir kylfingar. Einn sigurstranglegasti kylfingurinn, Bubba Watson, er líkt og Woods á einu höggi yfir pari. Hann spilaði mjög stöðugt golf í dag og fékk einn fugl, tvo skolla og paraði rest. Phil Mickelson er á tveimur höggum undir pari og Justin Thomas er tveimur höggum yfir pari.Phil Mickelson began #theMasters with a 46-foot birdie! pic.twitter.com/oTgwfYRgFb — PGA TOUR (@PGATOUR) April 5, 2018 Bein útsending frá öðrum keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 19:00 annað kvöld. Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth leiðir Mastersmótið í golfi eftir fyrsta keppnisdag á Augusta National vellinum. Mótið er fyrsta risamót ársins í karlagolfinu. Spieth spilaði frábæran hring í dag og fékk fimm fugla í röð á 13. - 17. holu. Hann lenti í smá ógöngum á síðustu holunni og fékk skolla þar en endaði leik á sex höggum undir pari.Five. Count 'em. FIVE birdies in a row.@JordanSpieth leads by THREE at #theMasterspic.twitter.com/NqSr0c4mfS — PGA TOUR (@PGATOUR) April 5, 2018 Hann er með tveggja högga forystu á Tony Finau og Matt Kuchar sem fóru báðir hringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Tiger Woods lauk leik á einu höggi yfir pari sem skilaði honum í 29. - 41. sæti. Norður-írinn Rory McIlroy lauk leik á þremur höggum undir pari líkt og sex aðrir kylfingar. Einn sigurstranglegasti kylfingurinn, Bubba Watson, er líkt og Woods á einu höggi yfir pari. Hann spilaði mjög stöðugt golf í dag og fékk einn fugl, tvo skolla og paraði rest. Phil Mickelson er á tveimur höggum undir pari og Justin Thomas er tveimur höggum yfir pari.Phil Mickelson began #theMasters with a 46-foot birdie! pic.twitter.com/oTgwfYRgFb — PGA TOUR (@PGATOUR) April 5, 2018 Bein útsending frá öðrum keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 19:00 annað kvöld.
Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira