Lífeyrissjóðir gætu gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu leigumarkaðar hér á landi að sögn hagfræðings. Þá sé of rík áhersla á séreignarstefnu og þarf hugarfarsbreytingu til að útrýma fordómum gagnvart leigumarkaði.
Ólafur Margeirsson er doktor í hagfræði og starfar við greiningu húsnæðismarkaðar hjá trygginga- og leigufyrirtæki í Sviss. Hann segir aðstæður á leigumarkaði hér á landi ekki vera til fyrirmyndar en hann hélt erindi á vegum stéttarfélagsins Eflingar á Grand hótel í dag. „Það er of lítil samkeppni með leiguhúsnæði, einfaldlega vegna þess að það er ekki nægilega mikið af leiguhúsnæði í boði,“ segir Ólafur í samtali við Stöð 2.
Því þurfi að breyta og er aðkoma hins opinbera ekki nauðsynleg til að svo verði að sögn Ólafs. Þátttaka lífeyrissjóða á leigumarkaði geti til að mynda verið heppilegur fjárfestingakostur sem gæti einnig haft í för með sér þjóðhagslegan ávinning.
„Meira framboð myndi ýta leiguverðinu niður og það er á sama tíma náttúrlega jákvætt líka uppá til dæmis verðbólguþróun og stöðugleika hagkerfisins líka. Og lægri verðbólga og lægra leiguverð það ýtir líka undir það að nafnlaunahækkanir, þær þurfa ekki að vera jafn miklar til þess að sérstaklega þeir sem eru á leigumarkaði hafi það ágætt,“ útskýrir Ólafur.
Auk lífeyrissjóða gætu önnur félög og fyrirtæki, ýmist óhagnaðardrifin eða í gróðaskyni, haslað sér völl á leigumarkaði sem myndi skila sér í jákvæðri samkeppni. „Það er stabílla heldur en þessi séreignarstefna sem er því miður búið að keyra á á Íslandi í of langan tíma þar sem það er keyrt á því að þú eigir að eiga það húsnæði sem þú býrð í,“ segir Ólafur.
Of mikil áhersla á séreignarstefnu á íslenskum húsnæðismarkaði að mati hagfræðings
Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar

Mest lesið


Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin
Viðskipti innlent

Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum
Viðskipti innlent

Gengi Novo Nordisk steypist niður
Viðskipti erlent

Vara við eggjum í kleinuhringjum
Neytendur

Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig
Viðskipti innlent

Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar
Viðskipti innlent

Á ég að greiða inn á lánið eða spara?
Viðskipti innlent

