Sálfræðiþjónusta í alla framhaldsskóla Steinn Jóhannsson og Bóas Valdórsson skrifar 2. febrúar 2018 10:00 Á Íslandi stunda um 20.000 nemendur nám á framhaldsskólastigi. Eins og gefur að skilja eru fjölmargir nemendur í þessum hópi að glíma við áskoranir í sínu lífi. Stundum er um að ræða eðlileg og krefjandi viðfangsefni sem allir þurfa að ganga í gegnum á þessu aldursskeiði samhliða vaxandi álagi í námi og auknu persónulegu sjálfstæði. Í þessum stóra hópi ungs fólks eru einnig nemendur sem glíma við andlega vanlíðan og áskoranir sem þau eiga erfitt með að takast á við án aðstoðar. Í því samhengi getur verið nauðsynlegt að grípa inn í og veita ráðgjöf, stuðning eða meðferð eftir því sem við á hverju sinni. Það er ljóst að ef andleg líðan nemenda er ekki góð þá hefur það neikvæð áhrif á námsgengi þeirra, getur aukið líkur á brotthvarfi eða seinkað námslokum verulega. Sérfræðingar hafa bent á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar þegar um er að ræða andlega vanlíðan svo draga megi úr líkum þess að vandinn verði flóknari síðar á lífsleiðinni og dragi þannig úr lífsgæðum einstaklingsins og hafi í för með sér aukinn samfélagslegan kostnað. En hvað er til ráða fyrir stjórnvöld og framhaldsskólana? Lausnin gæti m.a. falist í því að bjóða upp á sálfræðiþjónustu í öllum framhaldsskólum en með því að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu er líklegra að nemendur leiti sér aðstoðar fyrr og nái fyrr betri tökum á lífi sínu. Tilraunaverkefni Undanfarin misseri hafa nokkrir framhaldsskólar farið af stað með tilraunaverkefni sem byggja á því að auðvelda aðgengi nemenda að sálfræðiþjónustu innan skólanna og hefur reynslan af því verið mjög jákvæð. Nemendur hafa nýtt sér þessa þjónustu vel og greinilegt er að um raunverulega þörf er að ræða. Í sumum tilvikum hafa sálfræðingar verið ráðnir inn í framhaldsskóla með fasta viðveru en einnig hafa verið gerðir samstarfssamningar við sérfræðiþjónustu sveitarfélaga eða sjálfstætt starfandi sálfræðinga um afmörkuð verkefni. Þjónustan hefur meðal annars falið í sér persónulega sálfræðiráðgjöf og stuðning til nemenda, námskeiðahald og fyrirlestra um sálfræðileg málefni, samstarf við foreldra, frummat á vanda og tilvísun til viðeigandi meðferðaraðila innan heilbrigðiskerfisins ef þörf hefur verið á. Því má segja að hlutverk sálfræðinga í framhaldsskólum geti bæði tengst forvarnar- og fræðsluverkefnum í bland við persónulega og faglega þjónustu handa nemendum. Það er mikilvægt að foreldrar fylgist vel með andlegri líðan ungmenna sinna sem stunda nám á framhaldsskólastigi og bregðist tímanlega við verði þeir varir við breytingar á andlegri líðan. Það er ekki síður mikilvægt að ungt fólk eigi greiðan aðgang á eigin forsendum að úrræðum og þjónustu ef því líður illa eða þarf að ræða viðkvæm málefni. Það hentar nemendum vel að geta leitað sér sálfræðiþjónustu innan skólanna enda er unga fólkið okkar opið og meðvitað um mikilvægi þess að ræða eigin líðan og leita sér aðstoðar. Það eru mikil samfélagsleg tækifæri fólgin í því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanemendur. Nemendurnir hafa ríka þörf fyrir slíka þjónustu og hafa meðtekið þau skilaboð hversu mikilvægt það er að sækja sér aðstoð ef eitthvað bjátar á. Það skiptir því höfuðmáli að slík þjónusta standi þeim til boða og innan skólanna er tilvalið tækifæri til að mæta þessari þörf með það fyrir augum að auka lífsgæði nemenda á framhaldsskólastigi og auka þar með líkurnar á farsælli skólagöngu og farsælli framtíð. Bóas Valdórsson er sálfræðingur MH. Steinn Jóhannsson er konrektor MH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinn Jóhannsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi stunda um 20.000 nemendur nám á framhaldsskólastigi. Eins og gefur að skilja eru fjölmargir nemendur í þessum hópi að glíma við áskoranir í sínu lífi. Stundum er um að ræða eðlileg og krefjandi viðfangsefni sem allir þurfa að ganga í gegnum á þessu aldursskeiði samhliða vaxandi álagi í námi og auknu persónulegu sjálfstæði. Í þessum stóra hópi ungs fólks eru einnig nemendur sem glíma við andlega vanlíðan og áskoranir sem þau eiga erfitt með að takast á við án aðstoðar. Í því samhengi getur verið nauðsynlegt að grípa inn í og veita ráðgjöf, stuðning eða meðferð eftir því sem við á hverju sinni. Það er ljóst að ef andleg líðan nemenda er ekki góð þá hefur það neikvæð áhrif á námsgengi þeirra, getur aukið líkur á brotthvarfi eða seinkað námslokum verulega. Sérfræðingar hafa bent á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar þegar um er að ræða andlega vanlíðan svo draga megi úr líkum þess að vandinn verði flóknari síðar á lífsleiðinni og dragi þannig úr lífsgæðum einstaklingsins og hafi í för með sér aukinn samfélagslegan kostnað. En hvað er til ráða fyrir stjórnvöld og framhaldsskólana? Lausnin gæti m.a. falist í því að bjóða upp á sálfræðiþjónustu í öllum framhaldsskólum en með því að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu er líklegra að nemendur leiti sér aðstoðar fyrr og nái fyrr betri tökum á lífi sínu. Tilraunaverkefni Undanfarin misseri hafa nokkrir framhaldsskólar farið af stað með tilraunaverkefni sem byggja á því að auðvelda aðgengi nemenda að sálfræðiþjónustu innan skólanna og hefur reynslan af því verið mjög jákvæð. Nemendur hafa nýtt sér þessa þjónustu vel og greinilegt er að um raunverulega þörf er að ræða. Í sumum tilvikum hafa sálfræðingar verið ráðnir inn í framhaldsskóla með fasta viðveru en einnig hafa verið gerðir samstarfssamningar við sérfræðiþjónustu sveitarfélaga eða sjálfstætt starfandi sálfræðinga um afmörkuð verkefni. Þjónustan hefur meðal annars falið í sér persónulega sálfræðiráðgjöf og stuðning til nemenda, námskeiðahald og fyrirlestra um sálfræðileg málefni, samstarf við foreldra, frummat á vanda og tilvísun til viðeigandi meðferðaraðila innan heilbrigðiskerfisins ef þörf hefur verið á. Því má segja að hlutverk sálfræðinga í framhaldsskólum geti bæði tengst forvarnar- og fræðsluverkefnum í bland við persónulega og faglega þjónustu handa nemendum. Það er mikilvægt að foreldrar fylgist vel með andlegri líðan ungmenna sinna sem stunda nám á framhaldsskólastigi og bregðist tímanlega við verði þeir varir við breytingar á andlegri líðan. Það er ekki síður mikilvægt að ungt fólk eigi greiðan aðgang á eigin forsendum að úrræðum og þjónustu ef því líður illa eða þarf að ræða viðkvæm málefni. Það hentar nemendum vel að geta leitað sér sálfræðiþjónustu innan skólanna enda er unga fólkið okkar opið og meðvitað um mikilvægi þess að ræða eigin líðan og leita sér aðstoðar. Það eru mikil samfélagsleg tækifæri fólgin í því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanemendur. Nemendurnir hafa ríka þörf fyrir slíka þjónustu og hafa meðtekið þau skilaboð hversu mikilvægt það er að sækja sér aðstoð ef eitthvað bjátar á. Það skiptir því höfuðmáli að slík þjónusta standi þeim til boða og innan skólanna er tilvalið tækifæri til að mæta þessari þörf með það fyrir augum að auka lífsgæði nemenda á framhaldsskólastigi og auka þar með líkurnar á farsælli skólagöngu og farsælli framtíð. Bóas Valdórsson er sálfræðingur MH. Steinn Jóhannsson er konrektor MH.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun