Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2018 07:00 Birna Einarsdóttir bankastjóri segir Íslandsbanka nú þegar hafa undirbúið sig í marga mánuði. Vísir/eyþór „Þetta er risabreyting,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um breytingar sem verða á fjármálakerfinu vegna nýrrar Evróputilskipunar, sem kölluð er PSD2. Gert er ráð fyrir að með tilkomu PSD2 aukist samkeppni á fjármálamarkaði mikið og tekjumódel bankanna gerbreytist. Samkvæmt tilskipuninni verður bönkum skylt að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að greiðslumiðlum sínum. Tilskipunin hefur þegar tekið gildi innan ESB og tekur gildi hér á landi á næsta ári. Birna nefnir Facebook sem dæmi um þriðja aðila í samstarfinu. Viðskiptavinir bankanna geti þá óskað eftir því við bankann að mögulegt verði að birta persónulegar upplýsingar um þá, reikningsinnistæður og fleira. Þriðji aðili, eins og Facebook, myndi þó aðeins veita slíkar upplýsingar með vilja reikningseigenda og þyrfti jafnframt að vera vaktaður. „Þú getur séð fyrir þér til dæmis Facebook-síðuna þína. Þegar þú ferð þangað inn að þá sé þar hnappur og þú kemst inn á bankareikningana þína og jafnvel að staðan á reikningnum þínum birtist í hvert skipti sem þú ferð inn á Facebook. Við erum að byggja okkar kerfi þannig að þetta sé mögulegt,“ segir Birna. Fyrirkomulagið á færslum mun líka breytast. „Þannig að nú geta seljendur átt beina leið inn á reikning til að taka út af honum, ekki í gegnum kort eða í gegnum greiðslumiðlunarkerfi bankanna. Við þurfum að geta gert það að verkum að það sé hægt,“ bætir Birna við.Virkni Facebook er við það að verða enn fjölbreyttari.Vísir/afpÍslandsbanki opnar bankann sinn í dag fyrir samstarfi við önnur fyrirtæki. „Við ætlum að vera á undan löggjöfinni og erum búin að vera að undirbúa okkur í marga mánuði. Við ætlum ekkert að bíða eftir því að okkur verði ýtt út í þetta,“ segir Birna. Bankinn opnar vefsíðu þar sem fjártæknifyrirtæki geta með aðstoð starfsfólks Íslandsbanka þróað leið í samstarfi við bankann í þessu. „Við vitum að það eru mörg lítil fjártæknifyrirtæki sem eru að velta fyrir sér ýmiss konar lausnum,“ segir Birna. Hagkvæmasta leiðin sé að bankinn og önnur fjártæknifyrirtæki vinni í samstarfi. „Við viljum bara opna bankann fyrir nýjum tækifærum og gefa þeim aðgang að svæði þar sem þau getað prófað sig áfram og við getum hjálpað þeim. Við gætum alveg farið aðra leið, að ráða fullt af fólki og allar hugmyndirnar um hvað hægt væri að gera kæmu frá okkur. En það er miklu betra að litlu fyrirtækin og þau stóru komi og vinni saman að lausnum,“ segir Birna. Gæta verði ýtrasta öryggis við þessa vinnu. Birna vekur athygli á því að ýmis vinna sé eftir í íslenskri löggjöf til að hægt sé að innleiða PSD2-tilskipunina hér á landi. Til dæmist á eftir að vinna staðla sem þriðji aðili þarf að uppfylla. Svo á eftir að ákveða hver verður vottunaraðili og votta það að þriðji aðili sé til þess bær að taka við upplýsingunum. Þessi vottunaraðili gæti til dæmis orðið Fjármálaeftirlitið. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Þetta er risabreyting,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um breytingar sem verða á fjármálakerfinu vegna nýrrar Evróputilskipunar, sem kölluð er PSD2. Gert er ráð fyrir að með tilkomu PSD2 aukist samkeppni á fjármálamarkaði mikið og tekjumódel bankanna gerbreytist. Samkvæmt tilskipuninni verður bönkum skylt að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að greiðslumiðlum sínum. Tilskipunin hefur þegar tekið gildi innan ESB og tekur gildi hér á landi á næsta ári. Birna nefnir Facebook sem dæmi um þriðja aðila í samstarfinu. Viðskiptavinir bankanna geti þá óskað eftir því við bankann að mögulegt verði að birta persónulegar upplýsingar um þá, reikningsinnistæður og fleira. Þriðji aðili, eins og Facebook, myndi þó aðeins veita slíkar upplýsingar með vilja reikningseigenda og þyrfti jafnframt að vera vaktaður. „Þú getur séð fyrir þér til dæmis Facebook-síðuna þína. Þegar þú ferð þangað inn að þá sé þar hnappur og þú kemst inn á bankareikningana þína og jafnvel að staðan á reikningnum þínum birtist í hvert skipti sem þú ferð inn á Facebook. Við erum að byggja okkar kerfi þannig að þetta sé mögulegt,“ segir Birna. Fyrirkomulagið á færslum mun líka breytast. „Þannig að nú geta seljendur átt beina leið inn á reikning til að taka út af honum, ekki í gegnum kort eða í gegnum greiðslumiðlunarkerfi bankanna. Við þurfum að geta gert það að verkum að það sé hægt,“ bætir Birna við.Virkni Facebook er við það að verða enn fjölbreyttari.Vísir/afpÍslandsbanki opnar bankann sinn í dag fyrir samstarfi við önnur fyrirtæki. „Við ætlum að vera á undan löggjöfinni og erum búin að vera að undirbúa okkur í marga mánuði. Við ætlum ekkert að bíða eftir því að okkur verði ýtt út í þetta,“ segir Birna. Bankinn opnar vefsíðu þar sem fjártæknifyrirtæki geta með aðstoð starfsfólks Íslandsbanka þróað leið í samstarfi við bankann í þessu. „Við vitum að það eru mörg lítil fjártæknifyrirtæki sem eru að velta fyrir sér ýmiss konar lausnum,“ segir Birna. Hagkvæmasta leiðin sé að bankinn og önnur fjártæknifyrirtæki vinni í samstarfi. „Við viljum bara opna bankann fyrir nýjum tækifærum og gefa þeim aðgang að svæði þar sem þau getað prófað sig áfram og við getum hjálpað þeim. Við gætum alveg farið aðra leið, að ráða fullt af fólki og allar hugmyndirnar um hvað hægt væri að gera kæmu frá okkur. En það er miklu betra að litlu fyrirtækin og þau stóru komi og vinni saman að lausnum,“ segir Birna. Gæta verði ýtrasta öryggis við þessa vinnu. Birna vekur athygli á því að ýmis vinna sé eftir í íslenskri löggjöf til að hægt sé að innleiða PSD2-tilskipunina hér á landi. Til dæmist á eftir að vinna staðla sem þriðji aðili þarf að uppfylla. Svo á eftir að ákveða hver verður vottunaraðili og votta það að þriðji aðili sé til þess bær að taka við upplýsingunum. Þessi vottunaraðili gæti til dæmis orðið Fjármálaeftirlitið.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira