Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2018 07:00 Birna Einarsdóttir bankastjóri segir Íslandsbanka nú þegar hafa undirbúið sig í marga mánuði. Vísir/eyþór „Þetta er risabreyting,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um breytingar sem verða á fjármálakerfinu vegna nýrrar Evróputilskipunar, sem kölluð er PSD2. Gert er ráð fyrir að með tilkomu PSD2 aukist samkeppni á fjármálamarkaði mikið og tekjumódel bankanna gerbreytist. Samkvæmt tilskipuninni verður bönkum skylt að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að greiðslumiðlum sínum. Tilskipunin hefur þegar tekið gildi innan ESB og tekur gildi hér á landi á næsta ári. Birna nefnir Facebook sem dæmi um þriðja aðila í samstarfinu. Viðskiptavinir bankanna geti þá óskað eftir því við bankann að mögulegt verði að birta persónulegar upplýsingar um þá, reikningsinnistæður og fleira. Þriðji aðili, eins og Facebook, myndi þó aðeins veita slíkar upplýsingar með vilja reikningseigenda og þyrfti jafnframt að vera vaktaður. „Þú getur séð fyrir þér til dæmis Facebook-síðuna þína. Þegar þú ferð þangað inn að þá sé þar hnappur og þú kemst inn á bankareikningana þína og jafnvel að staðan á reikningnum þínum birtist í hvert skipti sem þú ferð inn á Facebook. Við erum að byggja okkar kerfi þannig að þetta sé mögulegt,“ segir Birna. Fyrirkomulagið á færslum mun líka breytast. „Þannig að nú geta seljendur átt beina leið inn á reikning til að taka út af honum, ekki í gegnum kort eða í gegnum greiðslumiðlunarkerfi bankanna. Við þurfum að geta gert það að verkum að það sé hægt,“ bætir Birna við.Virkni Facebook er við það að verða enn fjölbreyttari.Vísir/afpÍslandsbanki opnar bankann sinn í dag fyrir samstarfi við önnur fyrirtæki. „Við ætlum að vera á undan löggjöfinni og erum búin að vera að undirbúa okkur í marga mánuði. Við ætlum ekkert að bíða eftir því að okkur verði ýtt út í þetta,“ segir Birna. Bankinn opnar vefsíðu þar sem fjártæknifyrirtæki geta með aðstoð starfsfólks Íslandsbanka þróað leið í samstarfi við bankann í þessu. „Við vitum að það eru mörg lítil fjártæknifyrirtæki sem eru að velta fyrir sér ýmiss konar lausnum,“ segir Birna. Hagkvæmasta leiðin sé að bankinn og önnur fjártæknifyrirtæki vinni í samstarfi. „Við viljum bara opna bankann fyrir nýjum tækifærum og gefa þeim aðgang að svæði þar sem þau getað prófað sig áfram og við getum hjálpað þeim. Við gætum alveg farið aðra leið, að ráða fullt af fólki og allar hugmyndirnar um hvað hægt væri að gera kæmu frá okkur. En það er miklu betra að litlu fyrirtækin og þau stóru komi og vinni saman að lausnum,“ segir Birna. Gæta verði ýtrasta öryggis við þessa vinnu. Birna vekur athygli á því að ýmis vinna sé eftir í íslenskri löggjöf til að hægt sé að innleiða PSD2-tilskipunina hér á landi. Til dæmist á eftir að vinna staðla sem þriðji aðili þarf að uppfylla. Svo á eftir að ákveða hver verður vottunaraðili og votta það að þriðji aðili sé til þess bær að taka við upplýsingunum. Þessi vottunaraðili gæti til dæmis orðið Fjármálaeftirlitið. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
„Þetta er risabreyting,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um breytingar sem verða á fjármálakerfinu vegna nýrrar Evróputilskipunar, sem kölluð er PSD2. Gert er ráð fyrir að með tilkomu PSD2 aukist samkeppni á fjármálamarkaði mikið og tekjumódel bankanna gerbreytist. Samkvæmt tilskipuninni verður bönkum skylt að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að greiðslumiðlum sínum. Tilskipunin hefur þegar tekið gildi innan ESB og tekur gildi hér á landi á næsta ári. Birna nefnir Facebook sem dæmi um þriðja aðila í samstarfinu. Viðskiptavinir bankanna geti þá óskað eftir því við bankann að mögulegt verði að birta persónulegar upplýsingar um þá, reikningsinnistæður og fleira. Þriðji aðili, eins og Facebook, myndi þó aðeins veita slíkar upplýsingar með vilja reikningseigenda og þyrfti jafnframt að vera vaktaður. „Þú getur séð fyrir þér til dæmis Facebook-síðuna þína. Þegar þú ferð þangað inn að þá sé þar hnappur og þú kemst inn á bankareikningana þína og jafnvel að staðan á reikningnum þínum birtist í hvert skipti sem þú ferð inn á Facebook. Við erum að byggja okkar kerfi þannig að þetta sé mögulegt,“ segir Birna. Fyrirkomulagið á færslum mun líka breytast. „Þannig að nú geta seljendur átt beina leið inn á reikning til að taka út af honum, ekki í gegnum kort eða í gegnum greiðslumiðlunarkerfi bankanna. Við þurfum að geta gert það að verkum að það sé hægt,“ bætir Birna við.Virkni Facebook er við það að verða enn fjölbreyttari.Vísir/afpÍslandsbanki opnar bankann sinn í dag fyrir samstarfi við önnur fyrirtæki. „Við ætlum að vera á undan löggjöfinni og erum búin að vera að undirbúa okkur í marga mánuði. Við ætlum ekkert að bíða eftir því að okkur verði ýtt út í þetta,“ segir Birna. Bankinn opnar vefsíðu þar sem fjártæknifyrirtæki geta með aðstoð starfsfólks Íslandsbanka þróað leið í samstarfi við bankann í þessu. „Við vitum að það eru mörg lítil fjártæknifyrirtæki sem eru að velta fyrir sér ýmiss konar lausnum,“ segir Birna. Hagkvæmasta leiðin sé að bankinn og önnur fjártæknifyrirtæki vinni í samstarfi. „Við viljum bara opna bankann fyrir nýjum tækifærum og gefa þeim aðgang að svæði þar sem þau getað prófað sig áfram og við getum hjálpað þeim. Við gætum alveg farið aðra leið, að ráða fullt af fólki og allar hugmyndirnar um hvað hægt væri að gera kæmu frá okkur. En það er miklu betra að litlu fyrirtækin og þau stóru komi og vinni saman að lausnum,“ segir Birna. Gæta verði ýtrasta öryggis við þessa vinnu. Birna vekur athygli á því að ýmis vinna sé eftir í íslenskri löggjöf til að hægt sé að innleiða PSD2-tilskipunina hér á landi. Til dæmist á eftir að vinna staðla sem þriðji aðili þarf að uppfylla. Svo á eftir að ákveða hver verður vottunaraðili og votta það að þriðji aðili sé til þess bær að taka við upplýsingunum. Þessi vottunaraðili gæti til dæmis orðið Fjármálaeftirlitið.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira