Dómarar leiksins minntu helst á sirkusatriði | Sjáðu rauða spjaldið umdeilda Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2018 10:30 Bjarni Viggósson gefur hér vitlausum manni rauða spjaldið. Dómaraparið Bjarni Viggósson og Jón Karl Björnsson var mikið í umræðunni eftir leik Fram og Vals og Olís-deild karla í gær. Óhætt er að segja að þeir hafi ekki átt sinn besta dag. Þeir ráku Framarann Arnar Birki Hálfdánarson af velli með rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik fyrir litlar sakir. Þeim tókst meira að segja að klúðra brottrekstrinum því í fyrstu gaf Bjarni vitlausum Framara rauða spjaldið. Það var ekki fyrr en eftir ábendingar frá bekk Valsmanna að Bjarni gaf loksins réttum manni rauða spjaldið. Ótrúleg uppákoma. „Dómara leiksins minntu helst á sirkusatriði og voru með öllu óskiljanlegir frá upphafi til enda, ótrúlegt að þurfa að horfa upp á svona frammistöðu í efstu deild handboltans. Þeir réðu ekkert við þennan leik og því varð þessi leikur eins og hann var, grófur, ljótur og leiðinlegur algjörlega á ábyrgð dómara leiksins,“ var skrifað á heimasíðu Fram eftir leikinn. Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, var verulega ósáttur við framgöngu dómaranna allan leikinn en reyndi að halda aftur af sér í viðtali við Vísi eftir leikinn. „„Ég ætla að skoða þetta aftur. Ég þarf bara að bíta í tunguna á mér núna en dómaranefndin fær þá bara klippur til að skoða. Þetta rauða spjald á Arnar Birki var ekkert eina atriðið í leiknum. Það eru ótal atriði sem ég bara skil ekki. Þetta eru einhverjar reglur sem ég fatta ekki og ég er búinn að vera í þessu í þó nokkur ár,“ sagði þjálfarinn við Vísi. Þessa uppákomu má sjá í klippunni hér að neðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram 24-28 Valur | Valur með þægilegan sigur Íslandsmeistarar Vals halda góðu gengi áfram í Olísdeild karla í handbolta. Valsmenn heimsóttu Fram í Safamýrina í kvöld og unnu 24-28 25. febrúar 2018 22:15 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Dómaraparið Bjarni Viggósson og Jón Karl Björnsson var mikið í umræðunni eftir leik Fram og Vals og Olís-deild karla í gær. Óhætt er að segja að þeir hafi ekki átt sinn besta dag. Þeir ráku Framarann Arnar Birki Hálfdánarson af velli með rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik fyrir litlar sakir. Þeim tókst meira að segja að klúðra brottrekstrinum því í fyrstu gaf Bjarni vitlausum Framara rauða spjaldið. Það var ekki fyrr en eftir ábendingar frá bekk Valsmanna að Bjarni gaf loksins réttum manni rauða spjaldið. Ótrúleg uppákoma. „Dómara leiksins minntu helst á sirkusatriði og voru með öllu óskiljanlegir frá upphafi til enda, ótrúlegt að þurfa að horfa upp á svona frammistöðu í efstu deild handboltans. Þeir réðu ekkert við þennan leik og því varð þessi leikur eins og hann var, grófur, ljótur og leiðinlegur algjörlega á ábyrgð dómara leiksins,“ var skrifað á heimasíðu Fram eftir leikinn. Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, var verulega ósáttur við framgöngu dómaranna allan leikinn en reyndi að halda aftur af sér í viðtali við Vísi eftir leikinn. „„Ég ætla að skoða þetta aftur. Ég þarf bara að bíta í tunguna á mér núna en dómaranefndin fær þá bara klippur til að skoða. Þetta rauða spjald á Arnar Birki var ekkert eina atriðið í leiknum. Það eru ótal atriði sem ég bara skil ekki. Þetta eru einhverjar reglur sem ég fatta ekki og ég er búinn að vera í þessu í þó nokkur ár,“ sagði þjálfarinn við Vísi. Þessa uppákomu má sjá í klippunni hér að neðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram 24-28 Valur | Valur með þægilegan sigur Íslandsmeistarar Vals halda góðu gengi áfram í Olísdeild karla í handbolta. Valsmenn heimsóttu Fram í Safamýrina í kvöld og unnu 24-28 25. febrúar 2018 22:15 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram 24-28 Valur | Valur með þægilegan sigur Íslandsmeistarar Vals halda góðu gengi áfram í Olísdeild karla í handbolta. Valsmenn heimsóttu Fram í Safamýrina í kvöld og unnu 24-28 25. febrúar 2018 22:15
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita