Dómarar leiksins minntu helst á sirkusatriði | Sjáðu rauða spjaldið umdeilda Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2018 10:30 Bjarni Viggósson gefur hér vitlausum manni rauða spjaldið. Dómaraparið Bjarni Viggósson og Jón Karl Björnsson var mikið í umræðunni eftir leik Fram og Vals og Olís-deild karla í gær. Óhætt er að segja að þeir hafi ekki átt sinn besta dag. Þeir ráku Framarann Arnar Birki Hálfdánarson af velli með rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik fyrir litlar sakir. Þeim tókst meira að segja að klúðra brottrekstrinum því í fyrstu gaf Bjarni vitlausum Framara rauða spjaldið. Það var ekki fyrr en eftir ábendingar frá bekk Valsmanna að Bjarni gaf loksins réttum manni rauða spjaldið. Ótrúleg uppákoma. „Dómara leiksins minntu helst á sirkusatriði og voru með öllu óskiljanlegir frá upphafi til enda, ótrúlegt að þurfa að horfa upp á svona frammistöðu í efstu deild handboltans. Þeir réðu ekkert við þennan leik og því varð þessi leikur eins og hann var, grófur, ljótur og leiðinlegur algjörlega á ábyrgð dómara leiksins,“ var skrifað á heimasíðu Fram eftir leikinn. Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, var verulega ósáttur við framgöngu dómaranna allan leikinn en reyndi að halda aftur af sér í viðtali við Vísi eftir leikinn. „„Ég ætla að skoða þetta aftur. Ég þarf bara að bíta í tunguna á mér núna en dómaranefndin fær þá bara klippur til að skoða. Þetta rauða spjald á Arnar Birki var ekkert eina atriðið í leiknum. Það eru ótal atriði sem ég bara skil ekki. Þetta eru einhverjar reglur sem ég fatta ekki og ég er búinn að vera í þessu í þó nokkur ár,“ sagði þjálfarinn við Vísi. Þessa uppákomu má sjá í klippunni hér að neðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram 24-28 Valur | Valur með þægilegan sigur Íslandsmeistarar Vals halda góðu gengi áfram í Olísdeild karla í handbolta. Valsmenn heimsóttu Fram í Safamýrina í kvöld og unnu 24-28 25. febrúar 2018 22:15 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Sjá meira
Dómaraparið Bjarni Viggósson og Jón Karl Björnsson var mikið í umræðunni eftir leik Fram og Vals og Olís-deild karla í gær. Óhætt er að segja að þeir hafi ekki átt sinn besta dag. Þeir ráku Framarann Arnar Birki Hálfdánarson af velli með rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik fyrir litlar sakir. Þeim tókst meira að segja að klúðra brottrekstrinum því í fyrstu gaf Bjarni vitlausum Framara rauða spjaldið. Það var ekki fyrr en eftir ábendingar frá bekk Valsmanna að Bjarni gaf loksins réttum manni rauða spjaldið. Ótrúleg uppákoma. „Dómara leiksins minntu helst á sirkusatriði og voru með öllu óskiljanlegir frá upphafi til enda, ótrúlegt að þurfa að horfa upp á svona frammistöðu í efstu deild handboltans. Þeir réðu ekkert við þennan leik og því varð þessi leikur eins og hann var, grófur, ljótur og leiðinlegur algjörlega á ábyrgð dómara leiksins,“ var skrifað á heimasíðu Fram eftir leikinn. Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, var verulega ósáttur við framgöngu dómaranna allan leikinn en reyndi að halda aftur af sér í viðtali við Vísi eftir leikinn. „„Ég ætla að skoða þetta aftur. Ég þarf bara að bíta í tunguna á mér núna en dómaranefndin fær þá bara klippur til að skoða. Þetta rauða spjald á Arnar Birki var ekkert eina atriðið í leiknum. Það eru ótal atriði sem ég bara skil ekki. Þetta eru einhverjar reglur sem ég fatta ekki og ég er búinn að vera í þessu í þó nokkur ár,“ sagði þjálfarinn við Vísi. Þessa uppákomu má sjá í klippunni hér að neðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram 24-28 Valur | Valur með þægilegan sigur Íslandsmeistarar Vals halda góðu gengi áfram í Olísdeild karla í handbolta. Valsmenn heimsóttu Fram í Safamýrina í kvöld og unnu 24-28 25. febrúar 2018 22:15 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram 24-28 Valur | Valur með þægilegan sigur Íslandsmeistarar Vals halda góðu gengi áfram í Olísdeild karla í handbolta. Valsmenn heimsóttu Fram í Safamýrina í kvöld og unnu 24-28 25. febrúar 2018 22:15