Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2018 21:15 Álverið í Straumsvík tók til starfa árið 1969 og verður því fimmtugt á næsta ári. Mynd/Stöð 2. Álframleiðsla verður áfram í Straumsvík um langa framtíð. Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Rio Tinto tilkynnti í haust að álverið í Straumsvík væri til sölu og nú er kominn kaupandi, hið norska Hydro. „Mér líst vel á það. Það er mjög gott að þessu ferli er þannig séð lokið og komið fast tilboð frá Norsk Hydro, sem er alvöru álframleiðandi. Þannig að við erum bara kampakát hér,” segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Kaupin eru með fyrirvörum, svo sem um samþykki samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins. Talsmaður Hydro, Ola Sæter, segir félagið vilja styrkja álframleiðslu sína með kaupunum. „Álframleiðsla er sú málmframleiðsla sem vex hraðast í heiminum. Eftirspurnin er meiri en eftir nokkrum öðrum málmi,” segir Ola Sæter. „Ál sem er framleitt með endurnýjanlegri orku, eins og er í Noregi og hérna á Íslandi, það er með slíkum málmi og slíkri framleiðslu sem við viljum mæta vaxandi eftirspurn markaðarins.” Ola Sæter, framkvæmdastjóri hjá Hydro Aluminium.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Norsk Hydro áformaði fyrir sextán árum að reisa álver á Reyðarfirði en frestaði ákvörðun sem varð til þess að Alcoa fékk samninginn, og á áttunda áratugnum átti fyrirtækið í viðræðum um álver í Eyjafirði. „Norðmenn eru nú okkar vinaþjóð og frændþjóð. Norsk Hydro er bara þekkt fyrir að vera góður álframleiðandi og góður vinnuveitandi,” segir Rannveig. Því hefur af og til verið varpað fram í umræðu hvort kominn sé tími á að þessu elsta álveri Íslands verði lokað en það verður fimmtugt á næsta ári. Þessi kaup núna eru skilaboð um allt annað. „Þótt hlutar þessa álvers séu fimmtíu ára þá eru ekki mörg ár síðan verksmiðjan fjárfesti í nútímatækni sem uppfyllir ströngustu kröfur vandlátustu viðskiptavina í Evrópu, hvort sem það er í byggingariðnaði eða bílaiðnaði. Svo þetta er nútímalegt og vel rekið álver hérna hjá Ísal,” segir Ola Sæter frá Hydro. En hvað segir þetta um framtíðina í Straumsvík? Hvað á álverið marga áratugi eftir? „Bara álíka marga og það á að baki,” svarar Rannveig. „Hvort sem það eru fimmtíu ár eða ekki, þá er þetta álver til framtíðar,” svarar framkvæmdastjóri Hydro, Ola Sæter. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Fá milljarð í tekjur fyrir að hanna álver Norsk Hydro Verkfræðileg hönnun nýs álvers, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum íslenskra verkfræðistofa. 26. febrúar 2016 20:00 Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um lægri verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Álframleiðsla verður áfram í Straumsvík um langa framtíð. Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Rio Tinto tilkynnti í haust að álverið í Straumsvík væri til sölu og nú er kominn kaupandi, hið norska Hydro. „Mér líst vel á það. Það er mjög gott að þessu ferli er þannig séð lokið og komið fast tilboð frá Norsk Hydro, sem er alvöru álframleiðandi. Þannig að við erum bara kampakát hér,” segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Kaupin eru með fyrirvörum, svo sem um samþykki samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins. Talsmaður Hydro, Ola Sæter, segir félagið vilja styrkja álframleiðslu sína með kaupunum. „Álframleiðsla er sú málmframleiðsla sem vex hraðast í heiminum. Eftirspurnin er meiri en eftir nokkrum öðrum málmi,” segir Ola Sæter. „Ál sem er framleitt með endurnýjanlegri orku, eins og er í Noregi og hérna á Íslandi, það er með slíkum málmi og slíkri framleiðslu sem við viljum mæta vaxandi eftirspurn markaðarins.” Ola Sæter, framkvæmdastjóri hjá Hydro Aluminium.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Norsk Hydro áformaði fyrir sextán árum að reisa álver á Reyðarfirði en frestaði ákvörðun sem varð til þess að Alcoa fékk samninginn, og á áttunda áratugnum átti fyrirtækið í viðræðum um álver í Eyjafirði. „Norðmenn eru nú okkar vinaþjóð og frændþjóð. Norsk Hydro er bara þekkt fyrir að vera góður álframleiðandi og góður vinnuveitandi,” segir Rannveig. Því hefur af og til verið varpað fram í umræðu hvort kominn sé tími á að þessu elsta álveri Íslands verði lokað en það verður fimmtugt á næsta ári. Þessi kaup núna eru skilaboð um allt annað. „Þótt hlutar þessa álvers séu fimmtíu ára þá eru ekki mörg ár síðan verksmiðjan fjárfesti í nútímatækni sem uppfyllir ströngustu kröfur vandlátustu viðskiptavina í Evrópu, hvort sem það er í byggingariðnaði eða bílaiðnaði. Svo þetta er nútímalegt og vel rekið álver hérna hjá Ísal,” segir Ola Sæter frá Hydro. En hvað segir þetta um framtíðina í Straumsvík? Hvað á álverið marga áratugi eftir? „Bara álíka marga og það á að baki,” svarar Rannveig. „Hvort sem það eru fimmtíu ár eða ekki, þá er þetta álver til framtíðar,” svarar framkvæmdastjóri Hydro, Ola Sæter. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Fá milljarð í tekjur fyrir að hanna álver Norsk Hydro Verkfræðileg hönnun nýs álvers, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum íslenskra verkfræðistofa. 26. febrúar 2016 20:00 Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um lægri verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Fá milljarð í tekjur fyrir að hanna álver Norsk Hydro Verkfræðileg hönnun nýs álvers, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum íslenskra verkfræðistofa. 26. febrúar 2016 20:00
Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15