Mikilvægi gleðigöngunnar Hanna Katrín Friðriksson skrifar 9. ágúst 2018 07:00 Í skrifum sínum um opið samfélag manna um miðja síðustu öld setti austurríski heimspekingurinn Karl Popper fram þversögnina um umburðarlyndishugtakið. Þversögnin felur í sér að til þess að viðhalda umburðarlyndu samfélagi, verði samfélagið að sýna umburðarleysi fullkomið umburðarleysi. Á Vesturlöndum búum við í hinu opna samfélagi sem Popper skrifaði um. Samfélagi sem fagnar fjölbreytni og byggir á gildum lýðræðis, frelsis, mannréttinda, jafnréttis og umburðarlyndis. Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir þessa vikuna þar sem fjölbreytileika mannlífsins er fagnað með margvíslegum hætti. Það er ekki bara hinsegin fólk sem fagnar, meginþorri þjóðarinnar tekur undir, enda fátt sem betur staðfestir stöðu okkar sem opið, frjálslynt, vel upplýst, umburðarlynt samfélag en akkúrat gleðigangan og önnur hátíðarhöld sem fylgja hinsegin dögum. En það eru blikur á lofti. Ef við lítum út fyrir landsteinana eru mörg dæmi um uggvænlega þróun þar sem öfgaöfl af ýmsu tagi hafa náð eða eru nálægt því að ná fótfestu. Við vitum hvað því fylgir; hertar aðgerðir gegn frelsi og velferð kvenna, þrengt að réttindum hinsegin fólks, ráðist gegn dómurum, kennurum, fjölmiðlafólki og öðrum sem ekki eru nægilega leiðitamir, fyrir utan útlendingaandúðina. Fyrir aðeins nokkrum vikum var hér staddur heiðursgestur frá danska þinginu í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands. Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, er stjórnmálamaður sem berst fyrir öðrum gildum en þeim sem tengjast opnum, umburðarlyndum samfélögum. Réttindi hinsegin fólks eru henni til dæmis ekki ofarlega í huga: kirkjuleg vígsla samkynhneigðra vegur að hjónaböndum gagnkynhneigðra og með barneignum samkynhneigðra er of langt gengið. Þið þekkið orðræðuna. Það hefði sannarlega verið við hæfi að fulltrúi annarra gilda, þeirra sem liggja nær íslensku samfélagi, hefði heiðrað okkur með nærveru sinni á þessum merkisdegi. Ég trúi því að frelsið og jafnréttið séu sterkustu öflin. Að baráttan fyrir áframhaldandi opnum, frjálslyndum samfélögum verði ofan á. En það gerist ekki fyrirhafnarlaust og ekki með því gefa umburðarleysinu lausan tauminn. Við þurfum öll að vera á vaktinni og þar er mikilvægi gleðigöngunnar á laugardaginn ótvírætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Hinsegin Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Í skrifum sínum um opið samfélag manna um miðja síðustu öld setti austurríski heimspekingurinn Karl Popper fram þversögnina um umburðarlyndishugtakið. Þversögnin felur í sér að til þess að viðhalda umburðarlyndu samfélagi, verði samfélagið að sýna umburðarleysi fullkomið umburðarleysi. Á Vesturlöndum búum við í hinu opna samfélagi sem Popper skrifaði um. Samfélagi sem fagnar fjölbreytni og byggir á gildum lýðræðis, frelsis, mannréttinda, jafnréttis og umburðarlyndis. Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir þessa vikuna þar sem fjölbreytileika mannlífsins er fagnað með margvíslegum hætti. Það er ekki bara hinsegin fólk sem fagnar, meginþorri þjóðarinnar tekur undir, enda fátt sem betur staðfestir stöðu okkar sem opið, frjálslynt, vel upplýst, umburðarlynt samfélag en akkúrat gleðigangan og önnur hátíðarhöld sem fylgja hinsegin dögum. En það eru blikur á lofti. Ef við lítum út fyrir landsteinana eru mörg dæmi um uggvænlega þróun þar sem öfgaöfl af ýmsu tagi hafa náð eða eru nálægt því að ná fótfestu. Við vitum hvað því fylgir; hertar aðgerðir gegn frelsi og velferð kvenna, þrengt að réttindum hinsegin fólks, ráðist gegn dómurum, kennurum, fjölmiðlafólki og öðrum sem ekki eru nægilega leiðitamir, fyrir utan útlendingaandúðina. Fyrir aðeins nokkrum vikum var hér staddur heiðursgestur frá danska þinginu í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands. Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, er stjórnmálamaður sem berst fyrir öðrum gildum en þeim sem tengjast opnum, umburðarlyndum samfélögum. Réttindi hinsegin fólks eru henni til dæmis ekki ofarlega í huga: kirkjuleg vígsla samkynhneigðra vegur að hjónaböndum gagnkynhneigðra og með barneignum samkynhneigðra er of langt gengið. Þið þekkið orðræðuna. Það hefði sannarlega verið við hæfi að fulltrúi annarra gilda, þeirra sem liggja nær íslensku samfélagi, hefði heiðrað okkur með nærveru sinni á þessum merkisdegi. Ég trúi því að frelsið og jafnréttið séu sterkustu öflin. Að baráttan fyrir áframhaldandi opnum, frjálslyndum samfélögum verði ofan á. En það gerist ekki fyrirhafnarlaust og ekki með því gefa umburðarleysinu lausan tauminn. Við þurfum öll að vera á vaktinni og þar er mikilvægi gleðigöngunnar á laugardaginn ótvírætt.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun