Rekstur Hörpu batnar - stefna mótuð til framtíðar Svanhildur Konráðsdóttir skrifar 3. maí 2018 07:00 Á sjö ára afmæli Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss sjáum við vel þegna vísbendingu um bata í rekstri sem við kynntum á nýafstöðnum aðalfundi félagsins. Heimsóknirnar hafa aldrei verið fleiri en í fyrra eða 2,3 milljónir, viðburðir voru hálft annað þúsund og hver öðrum fjölbreyttari; tónlistarviðburðir, ráðstefnur, fundir, hátíðir, markaðir, sýningar o.fl.. Harpa er margverðlaunuð fyrir bæði arkítektúr og heimsklassa aðstöðu fyrir viðburði og er sterkur segull í höfuðborginni. Tilurð Hörpu gerir það m.a. mögulegt að halda stórar alþjóðlegar ráðstefnur og einstaka listviðburði, en afleidd áhrif slíkra viðburða er nánast ómögulegt að meta til fulls menningarlega og er hvað ráðstefnur varðar innspýting upp á milljarða króna inn í samfélagið. Við leggjum metnað okkar í að Harpa sinni hlutverki sínu áfram með sóma í þágu menningar, ferðaþjónustu og samfélags.Rekstur batnar þrátt fyrir áskoranir Rekstrarsaga Hörpu er öllum kunn. Afskriftir hússins og fjármagnskostnaður vegna lántöku við byggingu þess hafa vegið þungt í ársreikningum, en einnig fasteignagjöldin títtnefndu sem enn er deilt um. Aðlaga þyrfti rekstrarmódel Hörpu þannig að myndin af sjálfum rekstrinum og starfseminni sem fer fram í húsinu verði skýrari en nú er. Með þunga fasteignarinnar og endurgreiðslu á stofnkostnaði hússins í bland við kostnað vegna starfseminnar sjálfrar verður umræðan um Hörpu iðulega ómarkviss og jafnvel villandi. Tölurnar sýna að starfsemi Hörpu er blómleg og húsið iðar af lífi frá morgni til kvölds. Í því felast verðmæti sem vert er að gefa betri gaum. Við höfum þrátt fyrir áskoranir náð að bæta rekstur Hörpu á síðasta ári. Það tókst með samstilltu átaki alls starfsfólks sem hefur velt við hverjum steini í leit að tækifærum. Framlag eigendanna, íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, hefur einnig skipt sköpum fyrir rekstur Hörpu undanfarin ár og við tökum mjög alvarlega þá ábyrgð að reka hús í eigu þjóðarinnar og með stuðningi hennar. Framundan er enn frekari vinna við að bæta kjarnastarfsemina, setja aukinn kraft í viðskiptaþróun og móta stefnu um skýra framtíðarsýn. Samhliða því á Harpa í góðu samtali við eigendur um heilbrigðari rekstrargrundvöll til framtíðar sem þarf að fela í sér umbætur í rekstri, raunhæfa fjármögnun á mikilvægu hlutverki hússins og nauðsynlegu viðhaldi á þessari einstöku byggingu og fjölsóttasta áfangastað í borginni. Þjóðinni þykir vænt um Hörpu Það er afar gleðilegt að sjá að mun betri sátt hefur nú skapast um starfsemi Hörpu og húsið sjálft. Þetta kemur skýrt fram í könnun sem MMR gerði fyrir Hörpu nú í vor en þar kemur fram að 86% þjóðarinnar hefur heimsótt Hörpu - þar af nánast allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu eða 97% og 68% þeirra sem búa annars staðar á landinu. Langflestir koma til að sækja einhvers konar tónlistarviðburði enda voru þeir hvorki meira né minna en rúmlega 500 talsins í fyrra. Mikill meirihluti er einnig jákvæður í garð Hörpu eða 76% og aðeins 6% neikvæð. Umsagnir yfirgnæfandi meirihluta aðspurðra voru í þá veru að Harpa væri fallegt hús, mikilvægt fyrir menninguna, full af fjölbreyttri starfsemi og að Harpa væri hús sem fólk þykir vænt um. Það liggur því fyrir að við erum stolt af þessu frábæra húsi; sannkallaðri orkustöð og sterkri táknmynd fyrir íslenska menningu og ferðaþjónustu sem vart er hægt að ímynda sér án Hörpu. Við finnum því fyrir ferskum vindi í seglin; starfsemin vex, gestum fjölgar, þjóðin sækir Hörpu heim og viðhorf yfirgnæfandi meirihluta hennar er að Harpa sé einstök; dýrmæt sameign landsmanna. Það er ekki amarlegt veganesti inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Á sjö ára afmæli Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss sjáum við vel þegna vísbendingu um bata í rekstri sem við kynntum á nýafstöðnum aðalfundi félagsins. Heimsóknirnar hafa aldrei verið fleiri en í fyrra eða 2,3 milljónir, viðburðir voru hálft annað þúsund og hver öðrum fjölbreyttari; tónlistarviðburðir, ráðstefnur, fundir, hátíðir, markaðir, sýningar o.fl.. Harpa er margverðlaunuð fyrir bæði arkítektúr og heimsklassa aðstöðu fyrir viðburði og er sterkur segull í höfuðborginni. Tilurð Hörpu gerir það m.a. mögulegt að halda stórar alþjóðlegar ráðstefnur og einstaka listviðburði, en afleidd áhrif slíkra viðburða er nánast ómögulegt að meta til fulls menningarlega og er hvað ráðstefnur varðar innspýting upp á milljarða króna inn í samfélagið. Við leggjum metnað okkar í að Harpa sinni hlutverki sínu áfram með sóma í þágu menningar, ferðaþjónustu og samfélags.Rekstur batnar þrátt fyrir áskoranir Rekstrarsaga Hörpu er öllum kunn. Afskriftir hússins og fjármagnskostnaður vegna lántöku við byggingu þess hafa vegið þungt í ársreikningum, en einnig fasteignagjöldin títtnefndu sem enn er deilt um. Aðlaga þyrfti rekstrarmódel Hörpu þannig að myndin af sjálfum rekstrinum og starfseminni sem fer fram í húsinu verði skýrari en nú er. Með þunga fasteignarinnar og endurgreiðslu á stofnkostnaði hússins í bland við kostnað vegna starfseminnar sjálfrar verður umræðan um Hörpu iðulega ómarkviss og jafnvel villandi. Tölurnar sýna að starfsemi Hörpu er blómleg og húsið iðar af lífi frá morgni til kvölds. Í því felast verðmæti sem vert er að gefa betri gaum. Við höfum þrátt fyrir áskoranir náð að bæta rekstur Hörpu á síðasta ári. Það tókst með samstilltu átaki alls starfsfólks sem hefur velt við hverjum steini í leit að tækifærum. Framlag eigendanna, íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, hefur einnig skipt sköpum fyrir rekstur Hörpu undanfarin ár og við tökum mjög alvarlega þá ábyrgð að reka hús í eigu þjóðarinnar og með stuðningi hennar. Framundan er enn frekari vinna við að bæta kjarnastarfsemina, setja aukinn kraft í viðskiptaþróun og móta stefnu um skýra framtíðarsýn. Samhliða því á Harpa í góðu samtali við eigendur um heilbrigðari rekstrargrundvöll til framtíðar sem þarf að fela í sér umbætur í rekstri, raunhæfa fjármögnun á mikilvægu hlutverki hússins og nauðsynlegu viðhaldi á þessari einstöku byggingu og fjölsóttasta áfangastað í borginni. Þjóðinni þykir vænt um Hörpu Það er afar gleðilegt að sjá að mun betri sátt hefur nú skapast um starfsemi Hörpu og húsið sjálft. Þetta kemur skýrt fram í könnun sem MMR gerði fyrir Hörpu nú í vor en þar kemur fram að 86% þjóðarinnar hefur heimsótt Hörpu - þar af nánast allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu eða 97% og 68% þeirra sem búa annars staðar á landinu. Langflestir koma til að sækja einhvers konar tónlistarviðburði enda voru þeir hvorki meira né minna en rúmlega 500 talsins í fyrra. Mikill meirihluti er einnig jákvæður í garð Hörpu eða 76% og aðeins 6% neikvæð. Umsagnir yfirgnæfandi meirihluta aðspurðra voru í þá veru að Harpa væri fallegt hús, mikilvægt fyrir menninguna, full af fjölbreyttri starfsemi og að Harpa væri hús sem fólk þykir vænt um. Það liggur því fyrir að við erum stolt af þessu frábæra húsi; sannkallaðri orkustöð og sterkri táknmynd fyrir íslenska menningu og ferðaþjónustu sem vart er hægt að ímynda sér án Hörpu. Við finnum því fyrir ferskum vindi í seglin; starfsemin vex, gestum fjölgar, þjóðin sækir Hörpu heim og viðhorf yfirgnæfandi meirihluta hennar er að Harpa sé einstök; dýrmæt sameign landsmanna. Það er ekki amarlegt veganesti inn í framtíðina.
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar