Rekstur Hörpu batnar - stefna mótuð til framtíðar Svanhildur Konráðsdóttir skrifar 3. maí 2018 07:00 Á sjö ára afmæli Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss sjáum við vel þegna vísbendingu um bata í rekstri sem við kynntum á nýafstöðnum aðalfundi félagsins. Heimsóknirnar hafa aldrei verið fleiri en í fyrra eða 2,3 milljónir, viðburðir voru hálft annað þúsund og hver öðrum fjölbreyttari; tónlistarviðburðir, ráðstefnur, fundir, hátíðir, markaðir, sýningar o.fl.. Harpa er margverðlaunuð fyrir bæði arkítektúr og heimsklassa aðstöðu fyrir viðburði og er sterkur segull í höfuðborginni. Tilurð Hörpu gerir það m.a. mögulegt að halda stórar alþjóðlegar ráðstefnur og einstaka listviðburði, en afleidd áhrif slíkra viðburða er nánast ómögulegt að meta til fulls menningarlega og er hvað ráðstefnur varðar innspýting upp á milljarða króna inn í samfélagið. Við leggjum metnað okkar í að Harpa sinni hlutverki sínu áfram með sóma í þágu menningar, ferðaþjónustu og samfélags.Rekstur batnar þrátt fyrir áskoranir Rekstrarsaga Hörpu er öllum kunn. Afskriftir hússins og fjármagnskostnaður vegna lántöku við byggingu þess hafa vegið þungt í ársreikningum, en einnig fasteignagjöldin títtnefndu sem enn er deilt um. Aðlaga þyrfti rekstrarmódel Hörpu þannig að myndin af sjálfum rekstrinum og starfseminni sem fer fram í húsinu verði skýrari en nú er. Með þunga fasteignarinnar og endurgreiðslu á stofnkostnaði hússins í bland við kostnað vegna starfseminnar sjálfrar verður umræðan um Hörpu iðulega ómarkviss og jafnvel villandi. Tölurnar sýna að starfsemi Hörpu er blómleg og húsið iðar af lífi frá morgni til kvölds. Í því felast verðmæti sem vert er að gefa betri gaum. Við höfum þrátt fyrir áskoranir náð að bæta rekstur Hörpu á síðasta ári. Það tókst með samstilltu átaki alls starfsfólks sem hefur velt við hverjum steini í leit að tækifærum. Framlag eigendanna, íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, hefur einnig skipt sköpum fyrir rekstur Hörpu undanfarin ár og við tökum mjög alvarlega þá ábyrgð að reka hús í eigu þjóðarinnar og með stuðningi hennar. Framundan er enn frekari vinna við að bæta kjarnastarfsemina, setja aukinn kraft í viðskiptaþróun og móta stefnu um skýra framtíðarsýn. Samhliða því á Harpa í góðu samtali við eigendur um heilbrigðari rekstrargrundvöll til framtíðar sem þarf að fela í sér umbætur í rekstri, raunhæfa fjármögnun á mikilvægu hlutverki hússins og nauðsynlegu viðhaldi á þessari einstöku byggingu og fjölsóttasta áfangastað í borginni. Þjóðinni þykir vænt um Hörpu Það er afar gleðilegt að sjá að mun betri sátt hefur nú skapast um starfsemi Hörpu og húsið sjálft. Þetta kemur skýrt fram í könnun sem MMR gerði fyrir Hörpu nú í vor en þar kemur fram að 86% þjóðarinnar hefur heimsótt Hörpu - þar af nánast allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu eða 97% og 68% þeirra sem búa annars staðar á landinu. Langflestir koma til að sækja einhvers konar tónlistarviðburði enda voru þeir hvorki meira né minna en rúmlega 500 talsins í fyrra. Mikill meirihluti er einnig jákvæður í garð Hörpu eða 76% og aðeins 6% neikvæð. Umsagnir yfirgnæfandi meirihluta aðspurðra voru í þá veru að Harpa væri fallegt hús, mikilvægt fyrir menninguna, full af fjölbreyttri starfsemi og að Harpa væri hús sem fólk þykir vænt um. Það liggur því fyrir að við erum stolt af þessu frábæra húsi; sannkallaðri orkustöð og sterkri táknmynd fyrir íslenska menningu og ferðaþjónustu sem vart er hægt að ímynda sér án Hörpu. Við finnum því fyrir ferskum vindi í seglin; starfsemin vex, gestum fjölgar, þjóðin sækir Hörpu heim og viðhorf yfirgnæfandi meirihluta hennar er að Harpa sé einstök; dýrmæt sameign landsmanna. Það er ekki amarlegt veganesti inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Sjá meira
Á sjö ára afmæli Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss sjáum við vel þegna vísbendingu um bata í rekstri sem við kynntum á nýafstöðnum aðalfundi félagsins. Heimsóknirnar hafa aldrei verið fleiri en í fyrra eða 2,3 milljónir, viðburðir voru hálft annað þúsund og hver öðrum fjölbreyttari; tónlistarviðburðir, ráðstefnur, fundir, hátíðir, markaðir, sýningar o.fl.. Harpa er margverðlaunuð fyrir bæði arkítektúr og heimsklassa aðstöðu fyrir viðburði og er sterkur segull í höfuðborginni. Tilurð Hörpu gerir það m.a. mögulegt að halda stórar alþjóðlegar ráðstefnur og einstaka listviðburði, en afleidd áhrif slíkra viðburða er nánast ómögulegt að meta til fulls menningarlega og er hvað ráðstefnur varðar innspýting upp á milljarða króna inn í samfélagið. Við leggjum metnað okkar í að Harpa sinni hlutverki sínu áfram með sóma í þágu menningar, ferðaþjónustu og samfélags.Rekstur batnar þrátt fyrir áskoranir Rekstrarsaga Hörpu er öllum kunn. Afskriftir hússins og fjármagnskostnaður vegna lántöku við byggingu þess hafa vegið þungt í ársreikningum, en einnig fasteignagjöldin títtnefndu sem enn er deilt um. Aðlaga þyrfti rekstrarmódel Hörpu þannig að myndin af sjálfum rekstrinum og starfseminni sem fer fram í húsinu verði skýrari en nú er. Með þunga fasteignarinnar og endurgreiðslu á stofnkostnaði hússins í bland við kostnað vegna starfseminnar sjálfrar verður umræðan um Hörpu iðulega ómarkviss og jafnvel villandi. Tölurnar sýna að starfsemi Hörpu er blómleg og húsið iðar af lífi frá morgni til kvölds. Í því felast verðmæti sem vert er að gefa betri gaum. Við höfum þrátt fyrir áskoranir náð að bæta rekstur Hörpu á síðasta ári. Það tókst með samstilltu átaki alls starfsfólks sem hefur velt við hverjum steini í leit að tækifærum. Framlag eigendanna, íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, hefur einnig skipt sköpum fyrir rekstur Hörpu undanfarin ár og við tökum mjög alvarlega þá ábyrgð að reka hús í eigu þjóðarinnar og með stuðningi hennar. Framundan er enn frekari vinna við að bæta kjarnastarfsemina, setja aukinn kraft í viðskiptaþróun og móta stefnu um skýra framtíðarsýn. Samhliða því á Harpa í góðu samtali við eigendur um heilbrigðari rekstrargrundvöll til framtíðar sem þarf að fela í sér umbætur í rekstri, raunhæfa fjármögnun á mikilvægu hlutverki hússins og nauðsynlegu viðhaldi á þessari einstöku byggingu og fjölsóttasta áfangastað í borginni. Þjóðinni þykir vænt um Hörpu Það er afar gleðilegt að sjá að mun betri sátt hefur nú skapast um starfsemi Hörpu og húsið sjálft. Þetta kemur skýrt fram í könnun sem MMR gerði fyrir Hörpu nú í vor en þar kemur fram að 86% þjóðarinnar hefur heimsótt Hörpu - þar af nánast allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu eða 97% og 68% þeirra sem búa annars staðar á landinu. Langflestir koma til að sækja einhvers konar tónlistarviðburði enda voru þeir hvorki meira né minna en rúmlega 500 talsins í fyrra. Mikill meirihluti er einnig jákvæður í garð Hörpu eða 76% og aðeins 6% neikvæð. Umsagnir yfirgnæfandi meirihluta aðspurðra voru í þá veru að Harpa væri fallegt hús, mikilvægt fyrir menninguna, full af fjölbreyttri starfsemi og að Harpa væri hús sem fólk þykir vænt um. Það liggur því fyrir að við erum stolt af þessu frábæra húsi; sannkallaðri orkustöð og sterkri táknmynd fyrir íslenska menningu og ferðaþjónustu sem vart er hægt að ímynda sér án Hörpu. Við finnum því fyrir ferskum vindi í seglin; starfsemin vex, gestum fjölgar, þjóðin sækir Hörpu heim og viðhorf yfirgnæfandi meirihluta hennar er að Harpa sé einstök; dýrmæt sameign landsmanna. Það er ekki amarlegt veganesti inn í framtíðina.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar