Teitur Björn Einarsson, auk nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp þess efnis að Isavia ohf. og dótturfélag þess á Keflavíkurflugvelli hætti að reka verslanir með tollfrjálsar vörur í Leifsstöð en bjóði þess í stað út verslunarrými til fyrirtækja á almennum markaði sem annist alla verslunarþjónustu í flugstöðinni, þar með talið Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til að selja áfengi og tóbak.
